Fara í efni

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð - 6. september 2021

Hér eru nokkrar snyrtivörunýjungar sem fá okkur til að kitla í puttana og láta eins og krakka í nammibúð! Það góða er að þær fást allar á Tax Free-dögum í Hagkaup, Smáralind þessa dagana.

Eftir margra ára þróun er Bioeffect komið með andlitskrem á markað sem nú þegar hefur fengið mikið lof.

Ef þú ert að leita að hinum fullkomna highlighter þarftu ekki að leita lengra. Dior slær ekki feilnótu!

Stundum er einn augnskuggi allt sem þarf. Við getum ekki mælt nógu mikið með POP PowderGel-augnskuggunum frá Shiseido. Liturinn Zoku-Zoku Brown er í uppáhaldi hjá okkur og við notum hann allt í kringum augun fyrir sexí smokey.

Við getum ekki hrósað St. Tropez-brúnkufroðunni úr samstarfslínu ofurfyrirsætunnar Ashley Graham nógu oft og mikið. Nú á 20% afslætti ofan á Tax Free-afslátt. Við fylltum á birgðarnar!

Við viljum allar vera eins og Ashley!
Futurist Aqua Brilliance Watery Glow Primer er nýr farðagrunnur frá Estée Lauder. Hann gefur húðinni einstakan ljóma og undirbýr vel fyrir farða.
Svokölluð Waso-húðlína Shiseido er með spennandi snyrtivörur undir sínum hatti. Við mælum með Gel-To-Oil-hreinsinum frá þeim.

Farðastiftið Teint Idôle Ultra Wear frá Lancôme er tilvalið til að highlighta, hylja og skyggja andlitið með. Nú á tvöföldum afslætti á Tax Free.

Supra Lift & Curl-maskarinn frá Clarins er nýr af nálinni en hann inniheldur samskonar efni og notað er í svokallað „lashlift“ og leggur því áherslu á að lyfta og halda sveigjunni á augnhárunum.
Ef þig vantar varalit sem helst endalaust lengi á vörunum en þurrkar þær ekki, mælum við með því að skoða Rouge Dior Forever Liquid.
Ný augnháranæring frá SENSAI sem er sérhönnuð til að næra augnhárin og styrkja viðkvæm, þunn og þurr augnhár. Augnhárin verða sterkari og heilbrigðari með náttúrulegri sveigju. Við erum til í það!
Augnserum í stíl við hið goðsagnakennda Double Serum frá Clarins er nú komið á markað mörgum til mikillar gleði. Vinnur á fínum línum og hrukkum, við erum til í það!

Augnskuggapallettur haustsins koma úr smiðju Dior. Hversu guðdómlega fallegar eru þær?

Nokkrar snyrtivörunýjungar sem fá okkur til að kitla í puttana og láta eins og krakka í nammibúð!

Meira úr fegurð

Fegurð

Stærsta bjútítrend ársins

Fegurð

Hár og fegurð á hátískuviku í París

Fegurð

Ljómaðu með okkur í sumar

Fegurð

Best í bjútí

Fegurð

Förðunarfræðingar mæla með þessum snyrtivörum og þær fást núna á Íslandi!

Fegurð

Spennandi snyrtivörur frá Lancôme á Tax Free

Fegurð

Sjúklega sæt sumarlína Nailberry á Tax Free

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!