Fara í efni

Skotheldar snyrtivörur fyrir karla

Fegurð - 12. maí 2021

Hér erum við með skotheldar snyrtivöruráðleggingar fyrir karlana.

Light Blue frá Dolce & Gabbana er goðsagnakenndur ilmur sem við tengjum mörg við sól og sumar í kringum aldamótin. Nú er komin ný og hrikalega fersk útgáfa, Light Blue Forever, og karlailmurinn er sjúklega sexí!

Fyrirsætur Light Blue, þau Bianca Balti og David Gandy, gætu selt okkur ömmu sína.
Dior-ilmir eru einstakir og um að gera að gera vel við sig þegar Tax Free-dagar eru í gangi. Þessi klassíski Dior Homme er í uppáhaldi á okkar bæ enda einstaklega kynþokkafullur og „fullorðins“ ilmur.
Aqua Di Gio Profondo Lights er nýr og ferskur ilmur úr smiðju Giorgio Armani, þess virði að tékka á þessum fyrir sumarið!
Nýr ilmur úr smiðju Giorgio Armani er kominn í Hagkaup.

Sturtugel

Gott er að eiga frískandi sturtugel sem virkar jafnt á líkama og hár.

 

Aquapower frá Biotherm er frískandi sturtugel fyrir hár og líkama með ferskri lykt. Biotherm hefur aldrei valdið okkur vonbrigðum!

Andlitshreinsir

Mikilvægt er fyrir karlmenn, alveg eins og konur, að þrífa húðina vel eftir daginn og einnig er gott að byrja daginn á því. Þess vegna er góður andlitshreinsir klár kaup.

Dýrari týpan af andlitshreinsi frá japanska snyrtivöruframleiðandanum Shiseido.

Augnkrem

Svæðið í kringum augun er það þynnsta á andlitinu og því nauðsynlegt að eiga eitt stykki augnkrem.

Virkar húðvörur

Karlar ættu að vera duglegir að nota svokallaðar virkar húðvörur upp úr 25 ára aldri. Þar kemur til dæmis Retinol-krem sterk inn en það er eitt fárra innihaldsefna sem hefur sannað virkni sína á fínar línur, litabreytingar og hrukkur.

Frábær, virk þrenna frá Shiseido. Japanir eru ekki að grínast þegar kemur að húðumhirðu og þessi þrenna er skotheld.
Hello Results frá It Cosmetics er serum-kennt dagkrem sem inniheldur virka efnið Retinol.

Önnur spennandi virk krem


„Yngingakrem“ frá Biotherm, Youth Architecht Cream úr Force Supreme-línu þeirra.
Virkt serum frá Shiseido, Power Infusing Concentrate.
Clinique býður upp á gott úrval skotheldra snyrtivara fyrir karlmenn.

Brúnka í brúsa!

Karlmenn vilja líka vera frísklegir og útiteknir. Hér eru þær vörur sem mennirnir í okkar lífi mæla eindregið með.

Brúnkusprey fyrir andlitið frá St. Tropez sem auðvelt er að nota en það gefur okkur náttúrulega brúnku. Gott að nota dagsdaglega.
Nærandi brúnkugel sem inniheldur silki og hentar öllum kynjum. Bronzing Gelið frá Sensai er ein mest selda snyrtivara landsins og ekki að ástæðulausu. Gefur instant ljóma og lit.

Svitalyktareyðir

Klassísk kaup á Tax Free!

Sjáumst á síðasta degi Tax Free í Hagkaup, Smáralind!

Meira úr fegurð

Fegurð

Ódýru snyrti­vörurnar sem förðunar­fræðingurinn okkar getur ekki hætt að nota

Fegurð

Hártískan

Fegurð

Bestu nýjungarnar í snyrti­vöru­bransanum á Tax Free afslætti

Fegurð

Einfalt „Back to School“-meiköppmyndband

Fegurð

Stærsta bjútítrend ársins

Fegurð

Hár og fegurð á hátískuviku í París

Fegurð

Ljómaðu með okkur í sumar

Fegurð

Best í bjútí