Fara í efni

Svona höldum við sumar­ljómanum lengur

Fegurð - 23. ágúst 2021

Hvernig höldum við í ljómann og frísklega útlitið sem fylgir sumrinu? Förðunarfræðingur HÉR ER mælir með réttu snyrtivörunum í verkið og gefur góð ráð.

Góð húðrútína sem samanstendur af „exfoliator“ til að losna við dauðar húðfrumur og gott serum, andlitsolía- og krem hjálpar til við að halda húðinni ljómandi eftir sumarið og allt árið um kring.

Húðrútína og raki


Silk Peeling Powder frá SENSAI er púður sem freyðir þegar örlitlu vatni er bætt við það. Gott er að nudda formúlunni í hringlaga hreyfingum á andlitið sem losar dauðar húðfrumur og skilur húðina eftir einstaklega mjúka og með ljóma sem aldrei fyrr. Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Vitamín C formúlan frá Lancôme inniheldur hátt hlutfall af vítamíninu og virkni þess er mikil. Vítamínið er notað til að birta yfir húðinni og gefur einstakan ljóma. Fæst í Hagkaup og Lyfju, Smáralind.
Raki er mikilvægur húðinni og þar kemur hýalúnsýra sterk inn. Hyalu B5 er gríðarvinsælt andlitsserum frá La Roche-Posay sem er merki sem er gúdderað af húðlæknum og eitthvað sem við mælum heilshugar með. Það fæst í Lyfju í Smáralind.
CeraVe Moisturizing Cream er rakamikið krem sem kemur jafnvægi á húðina en auk þess styrkir það ysta lag húðarinnar. Kremið er þróað af húðsjúkdómalæknum og það hentar þurri og mjög þurri húð bæði á andlit og líkama. Kremið er ekki klístrað heldur fer það hratt inn í húðina og gríðarvinsælt um heim allan.
Ný og endurbætt formúla Advanced Youth Watery Oil frá Guerlain hefur unnið til 19 alþjóðlegra snyrtivöruverðlauna og er sannkölluð töfraolía. Inniheldur hunang sem græðir og eflir viðgerðarhæfni húðarinnar, vinnur á fínum línum og hrukkum og gefur húðinni einstakan ljóma. Notað á hreina húð á undan kremi. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
CBD-olían frá The Body Shop hefur fengið gríðargóðar viðtökur en við elskum að nota nokkra dropa af andlitsolíu út í farðann okkar, fyrir extra ljóma. Fæst í The Body Shop, Smáralind.

Besta brúnkan

Bronzing gelið frá SENSAI er ein mest selda snyrtivara landsins og ekki að ástæðulausu enda gefur gelkennd formúlan húðinni lit og ljóma á núlleinni. Hægt að blanda út í andlitskremið eða primer. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Aqua-Gelée frá Biotherm er dásamlegt serum sem gefur andlitinu náttúrulega brúnku smám saman. Mælum 100% með. Fæst í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.
Við elskum að nota Bronzing Water andlitsspreyið reglulega til að viðhalda náttúrulegu tani á andlitinu.

Kremaða sólar“púðrið“ frá Chanel og Terracotta sólarpúðrið frá Guerlain eru á heimsmælikvarða og leyfa okkur að feika sólkyssta húð allan ársins hring.

Ginzing, litaða dagkremið frá Origins er í uppáhaldi hjá okkur. Gefur einstakan náttúrulegan lit og ljóma og inniheldur spf 40. Frábært allt árið um kring. Nú eru Origins-dagar í Hagkaup, Smáralind og allt frá merkinu á 20% afslætti.

Kremaður kinnalitur í frísklegum tón gefur heilbrigt útlit á einfaldan hátt.

Teint Idole Ultra-kinnaliturinn frá Lancôme er einstakur fyrir frísklegan ljóma og „útitekið“ lúkk. Einnig er auðvelt að skyggja og highlighta andlitið með þessum snilldarstiftum. Fæst í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.

Ljómandi!

Meira úr fegurð

Fegurð

Ódýru snyrti­vörurnar sem förðunar­fræðingurinn okkar getur ekki hætt að nota

Fegurð

Hártískan

Fegurð

Bestu nýjungarnar í snyrti­vöru­bransanum á Tax Free afslætti

Fegurð

Einfalt „Back to School“-meiköppmyndband

Fegurð

Stærsta bjútítrend ársins

Fegurð

Hár og fegurð á hátískuviku í París

Fegurð

Ljómaðu með okkur í sumar

Fegurð

Best í bjútí