Fara í efni

Þær MAC vörur sem förðunar­fræð­ingar geta ekki verið án

Fegurð - 21. janúar 2021

Förðunarfræðingur HÉR ER segir okkur frá vörum frá MAC sem eru vinsælar í „kittum“ fremstu förðunarfræðinga heims og hún getur persónulega ekki verið án.

Ef þú hefur einhvern tíma velt því fyrir þér hvernig stjörnurnar ná fram þessum ólýsanlega fallega ljóma sem við sækjumst öll eftir er líklegt að Strobe-ljómakremið sé að verkum.

Það fer ekki mikið fyrir þessari látlausu túpu en innihaldið er þeim mun áhrifameira. Strobe ljómakremið er til í kittum fjölmargra förðunarfræðinga til að framkalla ómótstæðilegan ljóma.

Svokölluð Paint Pot frá MAC eru í uppáhaldi margra förðunarfræðinga. Fullkominn grunnur undir augnskugga sem fær púðurskugga sem settir eru ofan á til að endast fram á rauða nótt. Uppáhaldsliturinn okkar heitir Groundwork en hann er hinn fullkomni náttúrulegi skuggalitur til að nota dagsdaglega eða fyrir fyrirhafnalaust smokey.

Hér má sjá augnförðun sem auðveldlega er hægt að framkalla með kremaða augnskugganum Paintpot.
Augnblýanturinn Teddy er í uppáhaldi margra förðunarfræðinga og stjörnur á borð við Meghan Markle hafa lýst yfir ást sinni á þessari klassík. Um er að ræða rauðbrúnan kol-augnblýant með hlýjum undirtón sem lætur alla augnliti poppa.

Ein af nýrri vörunum á þessum lista er augabrúnatússpenninn Shape & Shade. Með léttum strokum framkallar hann „hár“ sem falla náttúrulega inn í augabrúnirnar og móta þær. Dagurinn okkar er ekki eins án hans.

Ef þú ert að leita að förðunarvöru til að stækka varirnar í anda tíunda áratugarins er Spice varablýanturinn frá MAC nýi besti vinur þinn.
mac smáralind hér er
Varaliturinn Velvet Teddy er goðsagnakenndur en hann er mattur, ekta næntíslitur. Hér má sjá hann á nokkrum mismunandi húðlitum.
Kremaði highlighterinn Cream Colour Base frá MAC er til hjá mörgum förðunarfræðingum enda býr hann til náttúrulegan ljóma sem erfitt er að standast.

Extended Play Gigablack Lash-maskarinn er ein af þessum klassísku förðunarvörum sem stendur alltaf fyrir sínu. Margir förðunarfræðingar nota hann sérstaklega á neðri augnhárin þar sem hann er þekktur fyrir að smitast ekki.

Fix Plus förðunarspreyið frá MAC er eitthvað sem verður alltaf að vera til í snyrtibuddunni okkar. Það er engin förðunarvara alveg eins og Fix Plus sem losar mann við púðurkennda áferð og frískar upp á förðunina yfir daginn.
Fix Plus er fullkomið til að framkalla náttúrulega áferð á húðina.

Þú verður ekki fyrir vonbrigðum með förðunarvörurnar á þessum lista, við lofum!

Meira úr fegurð

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með bestu snyrtivörunum á Tax Free afslætti

Fegurð

Klæðilega meiköpp trendið sem tröllríður TikTok

Fegurð

Hvað tekur förðunarfræðingur með sér í sumarfrí? Allt á Tax Free!

Fegurð

Sumarlína Chanel er hönnuð fyrir nútímafólk á ferðinni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Bjútí tips frá Sofiu Richie sem allir eru að missa sig yfir

Fegurð

Topp tips frá hárgreiðslu­meistara

Fegurð

Vorlína Chanel er byggð á íkoníska rauða litnum