Fara í efni

Á óskalistanum fyrir haustið

Tíska - 24. ágúst 2020

Þessar gersemar fara beint á innkaupalistann okkar fyrir haustið.

Hin fullkomna kápa fyrir haustið er á innkaupalistanum okkar. Þessi er úr ullarblöndu og fæst í H&M.
Hversu geggjuð er þessi frá Selected? Rauðbrúni liturinn fer svo vel við dökkblátt gallaefni eins og sést á fyrirsætunni. Selected, 35.990 kr.
Gullfallegt pils sem lítur út eins og fljótandi silki er fullkomið til að nota á milli árstíða. Zara, 8.495 kr.
Hvít og beislituð stígvél halda vinsældum sínum áfram og kubbahællinn er ekki að fara neitt í bráð. Vero Moda, 19.990 kr.
Eiturefnalaust naglalakk sem endist og endist fer beint í innkaupakörfuna okkar. Þessi litur sem er í uppáhaldi hjá okkur er fullkominn haustlitur. Fashionista frá Nailberry, Dúka, 3.300 kr.
Schrunchie-teygjur með slaufu gerir hvaða átfitt sem er smart. Hárskraut í miklu úrvali fæst í Monki.
Hrikalega smart toppur sem sýnir axlirnar, sem fá öllu jafna ekki þá ást sem þær eiga skilið! Zara, 3.995 kr.

Hinn fullkomni haustjakki er fundinn! Selected, 25.990 kr.

Augnskuggapalletta úr haustlínu Dior fer beint á óskalistann okkar. Nú á 15% afslætti til 26. ágúst í Hagkaup, Smáralind.
Mínimalískir og extra smart eyrnalokkar úr Zara, 2.795 kr.

Það eru góð kaup í joggingpeysu með eitthvað smávegis „extra“! Peysan fæst í H&M, Smáralind.

Veljum vel fyrir haustið!

Meira úr tísku

Tíska

Stílisti velur yfirhafnir á tilboði á Kauphlaupi

Tíska

Möst í fataskáp herranna í haust

Tíska

Yfirhöfnin sem var allstaðar á tískuviku í París

Tíska

Bleikur október

Tíska

Heitustu skórnir í haust

Tíska

Innblástur að vinnufötum frá götutískunni í New York

Tíska

Módelin á tískuviku í New York

Tíska

Svona klæðast skvísurnar í Köben