Fara í efni

Mætum í bleiku á Bleika Miðnæturopnun í Smáralind þann 1. október

Tíska - 26. september 2025

Miðnæturopnun í Smáralind verður einstaklega bleik í ár enda tileinkuð því góða málefni – Bleiku slaufunni. Smáralind verður full af lífi, skemmtun og tilboðum fram að miðnætti og hvetjum við öll til að mæta extra bleik þann 1. október, gera góð kaup og sýna stuðning í verki.

Bleika búðin verður á Bleikri miðnæturopnun í Smáralind á milli Zara og Lyfju en allt söluandvirðið rennur til styrktar Bleiku slaufunni.

Hér er hægt að fá innblástur frá tískuvikunum þar sem bleiki liturinn var í hávegum hafður.

Sparislaufan í ár er gullhúðað koparhálsmen í samlitri keðju með rósbleikum Swarovski kristal og slaufu sem hægt er að losa frá. Litur kristalsins minnir á róskvars og táknar því hjartað um leið og hann kallast á við lit rósettunnar. Hálsmenið er í senn stílhreint og fallegt og kemur í afar fallegum gjafaumbúðum.

Hönnuður Bleiku slaufunnar 2025 er Thelma Björk Jónsdóttir. Thelma Björk er menntaður fatahönnuður og listakona og vinnur mikið með rósettur í sinni hönnun. Hún greindist með brjóstkrabbamein með meinvörpum árið 2024 og lifir því með ólæknandi krabbameini. Þegar Thelma Björk var að vinna hugmyndavinnuna fyrir Bleiku slaufuna leitaði hún í handavinnukisturnar sem hún erfði eftir ömmu sína og efst í einum bunkanum lá tilbúin slaufa eins og skilaboð til hennar. Hún segir hönnunina því vera eins konar samstarfsverkefni þeirra beggja.

Meba, 22.900 kr.
Bleikir fylgihlutir geta lífgað upp á átfittið á skemmtilegan hátt og um að gera að prófa sig áfram í litasamsetningum.
Gina Tricot, 3.000 kr.
Miu Miu, Optical Studio, 64.800 kr.
Lindex, 699 kr.
Kaupfélagið, 18.995 kr.
Lindex, 2.799 kr.
Mathilda, 34.990 kr.
Zara, 7.995 kr.
Weekday, Smáralind.
Galleri 17, 12.995 kr.
Gina Tricot, 7.395 kr.
Zara, 6.995 kr.
Lindex, 4.899 kr.
Herragarðurinn, 19.980 kr.
Galleri 17, 17.995 kr.
Zara, 5.595 kr.
Herragarðurinn, 14.980 kr.
Zara, 11.995 kr.
Vero Moda, 6.990 kr.
Zara, 4.595 kr.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 26.990 kr.
Lindex, 4.899 kr.

Mætum í bleiku á Bleika Miðnæturopnun í Smáralind þann 1. október!

Meira úr tísku

Tíska

Heitustu skórnir í haust

Tíska

Innblástur að vinnufötum frá götutískunni í New York

Tíska

Módelin á tískuviku í New York

Tíska

Svona klæðast skvísurnar í Köben

Tíska

Heitustu yfirhafnirnar á herrana í haust

Tíska

2 ára afmæli Mathilda í Smáralind fagnað með hönnuðinum Charlotte Sparre

Tíska

Beyoncé og Levi´s­ í eina sæng

Tíska

Aftur í skólann með Galleri 17