Fara í efni
Kynning

Frelsi til að vera þú sjálf

Tíska - 6. nóvember 2024

Sloggi leggur áherslu á sjálfsöryggi og vellíðan, ætlað til að veita notendum frelsi til að vera þau sjálf í hvaða aðstæðum sem er og setur þægindi í fyrsta, annað og þriðja sæti. Undanfarin ár hefur Sloggi unnið að því að stækka markhópinn sinn með nýjum og byltingarkenndum línum, hannaðar með það að markmiði að þú finnur nánast ekki fyrir nærfatnaðinum. 

Nútímakonan vill þetta frelsi – í fallegum gæða nærfatnaði. Vöruval Sloggi hér á landi hefur aldrei verið betra og breiðara fyrir konur og stelpur á fjölbreyttum aldri. Sloggi eru einfaldlega hágæðavörur með þægindi að leiðarljósi.

Þægindin í fyrirrúmi

Sloggi er alþjóðlegt vörumerki sem hefur sérhæft sig í þægilegum gæða nærfatnaði síðan árið 1979, annað alþjóðlegt vörumerki Triumph Group. Stofnun Sloggi var oft líkt við „bómullarbyltinguna” en fyrstu vörur Sloggi voru hannaðar úr bómul sem gjörbyltu iðnaðinum með nýstárlegri tækni. Enn heldur Sloggi áfram að hanna og framleiða nærfatnað og líkamsfatnað/bodywear með nýsköpun að leiðarljósi og áherslu á þægindi, frelsi og hreyfanleika. Vörurnar þeirra, allt frá hefðbundnum nærbuxum til nútímalegra toppa og brjóstahaldara, eru hannaðar til að mæta þörfum hvers og eins á áreynslulausan og þægilegan hátt. Toppar, „bralette“ og brjóstahaldarar í Sloggi eru án vírspanga en veita þó þann stuðning sem leitað er eftir.

Ragga Ragnars sunddrottning geislar í undirfötum frá Sloggi.

Sloggi Zero-línan er aðalsmerkið þar sem toppar og nærbuxur eru saumlaus með 360 gráðu teygju, gæðavörur sem halda lit og lögun þvott eftir þvott. Með einstakri sauma- og límlausri tækni fylgja Zero Feel-flíkurnar þér í öllum hreyfingum og virðast „ósýnilegar“ undir fötunum. Þetta er afrakstur sértækrar efnisþróunar þar sem efnið er einstaklega mjúkt, teygjanlegt og andar vel. Zero Feel-topparnir, nærbuxurnar og brjóstahaldararnir eru hannaðir fyrir fjölbreyttar líkamsgerðir, fyrir breiðan aldurshóp og koma í fjölmörgum litum og sniðum. Þannig geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Með einstakri sauma- og límlausri tækni fylgja Zero Feel-flíkurnar þér í öllum hreyfingum og virðast „ósýnilegar“ undir fötunum.
Fegurðardrottningin Helena Hafþórsdóttir O'Connor gullfalleg í þægilegum en smart undirfötum frá Sloggi.
Sportlegur toppur með stuðningi sem hentar einstaklega vel hvort sem er dagsdaglega eða á æfingu.
Undirföt sem vaxa með konunni og með þægindin í fyrirrúmi. Hér má sjá geislandi fagra barnshafandi Evu Dögg Rún­ars­dótt­ur í smart Sloggi undirfötum.
Þetta sett lítur einstaklega þægilega út.
Ragga Ragnars í topp frá Sloggi sem fer beint á óskalistann okkar!
Nú finnur þú fjölbreyttar og spennandi vörulínur Sloggi í Hagkaup!

Meira úr tísku

Tíska

Jólafötin á hann

Tíska

Óskalisti stílista á Dimmum dögum í Smáralind

Tíska

Sætustu jólafötin á börnin

Tíska

60 sætustu jólakjólarnir

Tíska

Kíkt í pokann hjá tónlistarmanninum Daniil

Tíska

Kíkt í pokann hjá einni hæfileikaríkustu leikkonu landsins

Tíska

Silfur er að trenda

Tíska

Topp 30 yfirhafnir fyrir karlana í haust