Fara í efni

Heitar hugmyndir frá tískupöllunum

Tíska - 6. maí 2020

Vortískusýningarpallarnir voru stútfullir af ferskum hugmyndum að stíliseringu. Góðu fréttirnar eru að við erum að tala um klassískar flíkur og fylgihluti sem eru til í fataskápnum en fá nýtt og ferskt yfirbragð með hugmyndafluginu einu saman.

Gamla, góða gollan í nýju ljósi

Gamla, góða gollan fær uppreist æru en Miuccia Prada sendi hana niður pallinn undir kjólum og toppum fyrir Miu Miu. Skemmtilega frumleg að vanda og það sem Prada segir- því hlýðum við!

Victoria Beckham er alltaf með puttann á púlsinum en á vorsýningu hennar sáum við klassískar flíkur í seventís-stíl paraðar við neon-liti og rúllukragaboli undir skyrtur. Hvoru tveggja eins og ferskur andvari og auðvelt að stela stílnum.

Kjólar yfir buxur minna okkur hugsanlega meira á tíunda áratuginn en við kærum okkur um en engu að síður tókst tískuhúsinu Khaite að gera lúkkið ferskt á ný. Stuttur kjóll með púffermum yfir beinar gallabuxur og hæla. Hví ekki?

Silkiklútar voru bundnir um mittið á fyrirsætunum hjá Burberry og notaðir eins og belti. 

Mittisvesti eru að koma hrikalega sterk inn í vor en hér sýnir Louis Vuitton eitt slíkt yfir skyrtu og við uppháar buxur í seventís-stíl. Það er eitthvað einstaklega nördalega-“chic” við þetta lúkk. 

Belti yfir tvítjakka er skemmtilega retró lúkk. Fáðu Chanel-eftirlíkingu hjá Zara. 

Kjólar yfir buxur minna okkur hugsanlega meira á tíunda áratuginn en við kærum okkur um en engu að síður tókst tískuhúsinu Khaite að gera lúkkið ferskt á ný. Stuttur kjóll með púffermum yfir beinar gallabuxur og hæla. Hví ekki?

Meira úr tísku

Tíska

Módelin á tískuviku í New York

Tíska

Svona klæðast skvísurnar í Köben

Tíska

Heitustu yfirhafnirnar á herrana í haust

Tíska

2 ára afmæli Mathilda í Smáralind fagnað með hönnuðinum Charlotte Sparre

Tíska

Beyoncé og Levi´s­ í eina sæng

Tíska

Aftur í skólann með Galleri 17

Tíska

Skólastart með stæl

Tíska

Buxur og pils til að fríska upp á fataskápinn fyrir haustið