Gamla, góða gollan í nýju ljósi
Gamla, góða gollan fær uppreist æru en Miuccia Prada sendi hana niður pallinn undir kjólum og toppum fyrir Miu Miu. Skemmtilega frumleg að vanda og það sem Prada segir- því hlýðum við!
Bella Hadid gengur niður pallinn fyrir Miu Miu. Hér sjáum við gömlu, góðu golluna í nýju ljósi.
Esprit, 8.495 kr.
Victoria Beckham er alltaf með puttann á púlsinum en á vorsýningu hennar sáum við klassískar flíkur í seventís-stíl paraðar við neon-liti og rúllukragaboli undir skyrtur. Hvoru tveggja eins og ferskur andvari og auðvelt að stela stílnum.
Rúllukragabolur undir skyrtu og blazer er smart múv. Frá tískusýningu Victoriu Beckham. Skærir litir paraðir við nútraltóna er skemmtilegt tvist.
Zara, 5.595 kr. Blazer úr Weekday. Neongrænn rúllukragabolur úr Weekday.
Kjólar yfir buxur minna okkur hugsanlega meira á tíunda áratuginn en við kærum okkur um en engu að síður tókst tískuhúsinu Khaite að gera lúkkið ferskt á ný. Stuttur kjóll með púffermum yfir beinar gallabuxur og hæla. Hví ekki?
Khaite vor/sumar 2020. Zara, 5.595 kr. Stíllinn Voyage frá Weekday er „spot on“.

Silkiklútar voru bundnir um mittið á fyrirsætunum hjá Burberry og notaðir eins og belti.
Lindex, 2.599 kr. Esprit, 5.495 kr. Klútur frá Comma. Esprit, 8.495 kr.
Mittisvesti eru að koma hrikalega sterk inn í vor en hér sýnir Louis Vuitton eitt slíkt yfir skyrtu og við uppháar buxur í seventís-stíl. Það er eitthvað einstaklega nördalega-“chic” við þetta lúkk.
Louis Vuitton vor/sumar 2020.
Zara, 5.595 kr. Zara, 4.995 kr.
Belti yfir tvítjakka er skemmtilega retró lúkk. Fáðu Chanel-eftirlíkingu hjá Zara.
Vorsýning Chanel. Lindex, 2.199 kr. Zara, 12.995 kr.
Kjólar yfir buxur minna okkur hugsanlega meira á tíunda áratuginn en við kærum okkur um en engu að síður tókst tískuhúsinu Khaite að gera lúkkið ferskt á ný. Stuttur kjóll með púffermum yfir beinar gallabuxur og hæla. Hví ekki?