Fara í efni

Heitustu gallabuxurnar í dag

Tíska - 26. maí 2020

Þó teygjanlegu skinny-gallabuxurnar eigi alltaf sérstakan stað í hjörtum okkar er gaman að kynna sér nýja stíla. Eins og hvert einasta mannsbarn veit eru góðar gallabuxur gulls ígildi. Nú eiga bootcut-gallabuxurnar enn á ný upp á pallborðið en þær áttu miklum vinsældum að fagna í kringum aldamótin.

Þó teygjanlegu skinny-gallabuxurnar eigi alltaf sérstakan stað í hjörtum okkar er gaman að kynna sér nýja stíla. Eins og hvert einasta mannsbarn veit eru góðar gallabuxur gulls ígildi. Nú á bootcut-sniðið enn á ný upp á pallborðið en þær áttu miklum vinsældum að fagna í kringum aldamótin.

Hönnuðir tískuhúsanna Gucci, Marc Jacobs og Celine virtust sammála um að gamla, góða bootcut-sniðið, sem átti miklum vinsældum að fagna í kringum aldamótin, sé málið þegar kemur að gallabuxnatísku á næstunni.

Weekday er með puttann á púlsinum þegar kemur að heitustu trendunum og gerir gallabuxur hrikalega vel og úrvalið eftir því, fyrir bæði kynin. Stíllinn Voyage, sem má smá hér að neðan, er einn af þeim allra flottustu sem við höfum komist í tæri við.

Stíllinn Taiki frá versluninni Monki er líka hrikalega töff og til í ýmsum litum og á viðráðanlegu verði.

Meira úr tísku

Tíska

Módelin á tískuviku í New York

Tíska

Svona klæðast skvísurnar í Köben

Tíska

Heitustu yfirhafnirnar á herrana í haust

Tíska

2 ára afmæli Mathilda í Smáralind fagnað með hönnuðinum Charlotte Sparre

Tíska

Beyoncé og Levi´s­ í eina sæng

Tíska

Aftur í skólann með Galleri 17

Tíska

Skólastart með stæl

Tíska

Buxur og pils til að fríska upp á fataskápinn fyrir haustið