Fara í efni

Hvað er þess virði að kaupa á útsölu?

Tíska - 5. janúar 2022

Við viljum ekki kaupa „bara eitthvað" á útsölunum, heldur vanda valið vel og fjárfesta í klassík sem stenst tímans tönn, en á extra góðum díl. Hér er það sem vert er að skoða á útsölum, með augum tískublaðamanns.

XL Úlpa

Góðar og flottar yfirhafnir eru besta fjárfestingin, sérstaklega þegar kona á heima á eyju úti í miðju ballarhafi. Við mælum með "dún"úlpum eða vestum í yfirstærð eða vatteruðum númerum.
Hér má sjá smart vesti í yfirstærð eins og er svo vinsælt núna.
Veldu úlpu sem er með ýktum kraga, það gefur þér nokkur tískuprik.
Praktískustu kaupin eru í yfirhöfn í svörtu eða öðrum nútral lit.

Steldu stílnum

Hér er hægt að versla svipaðan stíl á útsölu í Smáralind.
Vero Moda, 10.194 kr.
Esprit, 20.997 kr.
Esprit, 20.997 kr.
Zara, 8.995 kr.
Zara, 7.995 kr.

Rykfrakki

Rykfrakkar eru skyldueign í fataskápinn. Hvort sem hann er paraður yfir ullarpeysu að hausti eða stuttermabol að vori, á rykfrakkinn alltaf vel við. Því er ekki úr vegi að leita einn slíkan uppi á útsölu. Í vor verða rykfrakkar áberandi eins og svo oft áður.
Rykfrakkar úr rúskinni eða leðri verða líka vinsælir með hækkandi sól og sækja innblástur í tísku áttunda áratugarins.
Þetta dress á jafn vel við í dag og fyrir 20- 40 árum síðan. Instant klassík!
Rykfrakki í karamellubrúnu er smart.
Vila, 13.194 kr.

Prjónadress

Síðir prjónakjólar eru sérlega chic og gott er að fjárfesta í einum slíkum á útsölu.
Paraðu prjónakjól við pönkaraleg og trendí stígvél eða klassísk og kvenleg-allt eftir skapi og stíl.
Esprit, 12.247

Blazer

Ef þú rekst á góðan blazer á útsölu, veistu hvað þú átt að gera! Fáar flíkur í fataskápnum fá jafnmikla ást og blazerinn.
Hér er blazerinn poppaður upp með litríkri slæðu.
Hér er blazerinn í aukahlutverki en spilar samt stóra rullu!
Hér poppar fylgihlutur í neongrænu upp á svartan alklæðnað.
Elegansinn og lekkerheitin, almáttugur!
Zara, 11.995 kr.

Stígvél

Þú munt alltaf nota stígvél, hvort sem þú aðhyllist kvenleg leðurstígvél eða eitthvað meira trendí. Um þessar mundir er hægt að gera ágætiskaup á smart skóm sem munu ganga með þér langan veg.
Trendí númer.
Klossuð stígvél eru mjög áberandi í tískunni um þessar mundir.
Klassísk leðurstígvél falla aldrei úr gildi.
These boots were made for walking.
Trés chic!
Steinar Waage, 17,497 kr.
Steinar Waage, 16.097 kr.
Skórnir þínir, 12.995 kr.
GS Skór, 17.797 kr.

Beisik buxur

Vel sniðnar buxur eru gulls ígildi. Ef þú finnur góðar gallabuxur eða klassískar svartar á útsölu, skaltu hlaupa að afgreiðsluborðinu.
Hinar fullkomnu gallabuxur?
Beisikk svartar buxur eru ekki svo beisikk.
Mínímalískur skandí-stíll er eftirsóknarverður.
Buxurnar úr Selected hafa reynst okkur vel.
Selected, 10.194 kr.

Meira úr tísku

Tíska

40 sætustu sundfötin sumarið 2022

Tíska

10 beisik en ekki boring flíkur og fylgihlutir til að fjárfesta í fyrir sumarið

Tíska

Fjölhæfasta flíkin í fataskápnum

Tíska

Sumartískan-þetta er það eina sem þú þarft!

Tíska

Þetta trend er allstaðar!

Tíska

Karlatískan sumarið 2022

Tíska

30 vel valin dress í veisluna

Tíska

Hvað verður í tísku í vor og sumar?