Við erum á höttunum eftir flíkum og fylgihlutum sem fullkomna stemninguna fyrir öll hátíðarhöldin sem framundan eru. Litli svarti kjóllinn er vissulega alltaf klassískur, rauðir kjólar alltaf jólalegir og hvað væri þessi árstími án smá glimmer og glans? Hér er innblástur frá mörgum best klæddu konum heims og sjúklega sætur spariklæðnaður sem fæst í Smáralind og smellpassar inn í hátíðarþemað.