Fara í efni

Möst í fataskáp herranna í haust

Tíska - 14. október 2025

Haustið kallar á létta uppfærslu í fataskápnum, ekki öfgafull trend eða tilraunastarfsemi, heldur klassískar flíkur með smá tvisti. Nú snýst allt um gæði, góð snið og einfaldleika. Fataskápurinn fær örlitla yfirhalningu sem eykur sjálfstraustið og inniheldur flíkur sem standast bæði tímans tönn og síbreytilegar tískubylgjur. Hér er það sem vert er að eiga í fataskápnum fyrir herrana í haust.

Klassískar gallabuxur í dökkbláu

Eftir tímabil ýktra sniða og áberandi lita og áferða er gallatískan aftur komin í einfaldara horf. Árið 2025 snýst hún um hreinar línur og gæði í gegn. Dökkbláar gallabuxur verður aftur lykilflík í fataskápnum enda klassískur grunnur sem fer vel við allt.
Parísartískan þar sem klassískar, dökkbláar gallabuxur komu við sögu.
Dökkbláar gallabuxur á tískusýningarpallinum hjá Prada.
Gallabuxur úr Weekday, Smáralind.
Levi´s, 14.990 kr.
Zara, 8.995 kr.
Polo Ralph Lauren, Herragarðurinn, 24.980 kr.
Dressmann, Smáralind.

Dass af rauðu

Ótal hönnuður kynntu rauða litinn til sögunnar þegar haustlínurnar voru kynntar í byrjun árs en litur ástarinnar getur heldur betur poppað upp á klæðnaðinn á grámyglulegum haustdögum.
Watanabe haust 2025.
Giorgio Armani haust 2025.
Dressmann, Smáralind.
Zara, 6.995 kr.
Zara, 22.995 kr.
Notaðu rauða litinn til að poppa upp á annars einfalt átfitt!

Ruðningstreyjur

Í sumar voru stuttermabolir með röndum út um allt, eins og spólað hefði verið tilbaka um 20 ár. Í haust kemur ruðningstreyjan sterk inn í staðinn fyrir pólóbolinn og fæst í skemmtilegum litasamsetningum. Kíktu á Polo Ralph Lauren í Herragarðinum ef þú vilt fylgja þessum klassíska tískustraumi.

Ruðningstreyjan á sér langa sögu en hefur heldur betur slegið í gegn í tískuheiminum síðustu misserin og kemur nú í allskyns útfærslum frá ótal mismunandi hönnuðum.

Ruðningstreyjan á sér langa sögu en hefur slegið í gegn í tískuheiminum á síðustu misserum.
Mick Jagger á sjöunda áratugnum.
Polo Ralph Lauren, Herragarðurinn, 34.980 kr.
Calvin Klein, Galleri 17, 22.995 kr.
Zara, 6.995 kr.

Mokkasínur

Mokkasínur eru að slá í gegn hjá öllum kynjum og verða skórnir sem öll þurfa að eiga í fataskápnum í haust.
Kaupfélagið, 26.995 kr.
Lloyd, Herragarðurinn, 49.980 kr.
Kaupfélagið, 29.995 kr.
Dr Martens, GS Skór, 49.980 kr.

Flónelskyrtur

Klassíska flónelskyrtan er komin aftur – mjúk, hlý og örlítið nostalgísk.
Watanabe haust 2025.
Dressmann, Smáralind.
Timberland, 31.990 kr.
Timberland, 17.990 kr.
Zara, 6.995 kr.

Leðurjakkinn lifir

Tímalaus, traustur og ótrúlega fjölhæfur – leðurjakkinn heldur áfram að vera lykilflíkin í fataskápnum. Hann passar við nánast allt og bætir alltaf smá karakter við heildarmyndina. Hvort sem hann er beinskorinn, víður eða vintage, þá er hann tákn um sjálfsöryggi sem fer aldrei úr tísku.
Saint Laurent haust 2025.
Zara, 38.995 kr.
Zara, 29.995 kr.
Dressmann, Smáralind.
Jack & Jones, 15.990 kr.

Innblástur

Hér er góður innblástur frá tískuvikum meginlandsins sem kynntu hausttískuna 2025 til sögunnar.

Meira úr tísku

Tíska

Yfirhöfnin sem var allstaðar á tískuviku í París

Tíska

Bleikur október

Tíska

Heitustu skórnir í haust

Tíska

Innblástur að vinnufötum frá götutískunni í New York

Tíska

Módelin á tískuviku í New York

Tíska

Svona klæðast skvísurnar í Köben

Tíska

Heitustu yfirhafnirnar á herrana í haust

Tíska

2 ára afmæli Mathilda í Smáralind fagnað með hönnuðinum Charlotte Sparre