Klassískar gallabuxur í dökkbláu
Eftir tímabil ýktra sniða og áberandi lita og áferða er gallatískan aftur komin í einfaldara horf. Árið 2025 snýst hún um hreinar línur og gæði í gegn. Dökkbláar gallabuxur verður aftur lykilflík í fataskápnum enda klassískur grunnur sem fer vel við allt.
Dass af rauðu
Ótal hönnuður kynntu rauða litinn til sögunnar þegar haustlínurnar voru kynntar í byrjun árs en litur ástarinnar getur heldur betur poppað upp á klæðnaðinn á grámyglulegum haustdögum.
Ruðningstreyjur
Í sumar voru stuttermabolir með röndum út um allt, eins og spólað hefði verið tilbaka um 20 ár. Í haust kemur ruðningstreyjan sterk inn í staðinn fyrir pólóbolinn og fæst í skemmtilegum litasamsetningum. Kíktu á Polo Ralph Lauren í Herragarðinum ef þú vilt fylgja þessum klassíska tískustraumi.
Mokkasínur
Mokkasínur eru að slá í gegn hjá öllum kynjum og verða skórnir sem öll þurfa að eiga í fataskápnum í haust.
Flónelskyrtur
Klassíska flónelskyrtan er komin aftur – mjúk, hlý og örlítið nostalgísk.
Leðurjakkinn lifir
Tímalaus, traustur og ótrúlega fjölhæfur – leðurjakkinn heldur áfram að vera lykilflíkin í fataskápnum. Hann passar við nánast allt og bætir alltaf smá karakter við heildarmyndina. Hvort sem hann er beinskorinn, víður eða vintage, þá er hann tákn um sjálfsöryggi sem fer aldrei úr tísku.