Fara í efni
Kynning

Nýjar skólínur frá Dóru Júlíu og Andreu Röfn

Tíska - 7. september 2022

Síðastliðin ár hefur JoDis verið eitt vinsælasta vörumerki Kaupfélagsins og skórnir frá þeim rokið út eins og heitar lummur. Því er óhætt að segja að spennan fyrir nýjustu samstarfslínum þeirra sé mikil.

Dj Dóra Júlía

Nýjasta samstarfslína JoDis er með plötusnúðnum DJ Dóru Júlíu. Sú lína er hönnuð í anda og persónulegum stíl Dóru, þar sem skærir litir eru áberandi og einkennandi fyrir hönnuðinn. Línan ber nafnið Not So Low Key. 

Frumsýning á línunni verður 8. september kl 17:00 og fagnað með frumsýningarpartýi í Kaupfélaginu í Smáralind þann dag, sem er einnig þrítugsafmælisdagur Dóru Júlíu. 

Skandinavísku stílstjörnurnar eru nú þegar farnar að sjást í hönnun Dóru Júlíu.
Kúrekastígvél koma sterk inn í hausttískunni!
Hér má sjá nokkrar mismunandi litatýpur af kúrekastígvélunum sem Dóra Júlía hannaði fyrir JoDis.

Andrea Röfn x JoDis

Autumn Upgrade, nýjasta samstarfslína Andreu Rafnar og JoDisar er byggð á því klassíska sem við vitum að virkar en þó með ákveðnu tvisti í stíl við haustið. Andrea Röfn hefur alltaf elskað tískuna sem fylgir haustinu þar sem hún dregur fram stóra trefla, loðfóður og þykkar kápur. Henni hefur þó fundist skórnir komast upp með að vera örlítið meira áberandi en gengur og gerist og segist vera búin að finna hinna fullkomna milliveg. Skórnir koma í fallegum jarðlitum en einnig pastel og í uppáhaldsmynstri Andreu, snákaskinni.
Hversu gordjöss eru snákaskinnsstígvélin?
Stílhrein og falleg, ljós stígvél eru fullkomin viðbót við fataskápinn í haust.
Okkur langar í þau öll! Þá er bara að ugla sat á kvisti!

Örlítið um JoDis

JoDis er danskt vörumerki sem var stofnað árið 2016. Skórnir eru framleiddir í litlum, fjölskyldureknum verksmiðjum í Portúgal sem JoDis hefur unnið með um árabil. Þeim þykir mikilvægt er að vinna með fólki þar sem traust ríkir og eru á sömu bylgjulengd varðandi sjálfbærni og gæði. JoDis hefur unnið með samstarfshönnuðum til að bjóða upp á fjölbreyttar vörulínur og hafa þekktar konur úr tísku-og tónlistarheiminum hannað línur með þeim sem hafa slegið í gegn. Þar má nefna GDRN, Möschu Vang, Andreu Röfn og nú síðast Dj Dóru Júlíu. JoDis framleiðir gæðaskó og hefur þægindi að leiðarljósi í allri hönnun sinni.

Meira úr tísku

Tíska

Sætustu sparidressin í ár! Glimmer & glamúr í gegn

Tíska

Smörtustu jólagjafirnar fyrir hann

Tíska

Á óskalista stílistans þessa vikuna

Tíska

Heitustu trendin hjá körlunum í dag

Tíska

Stígvélin sem allir munu klæðast á næstunni

Tíska

Topp 10 sem stílistinn okkar vill bæta við fataskápinn fyrir veturinn

Tíska

Flottustu árshátíðar­dressin

Tíska

Klassíkin sem ALLIR og amma þeirra klæddust á tískuviku í París