Dj Dóra Júlía
Andrea Röfn x JoDis
Autumn Upgrade, nýjasta samstarfslína Andreu Rafnar og JoDisar er byggð á því klassíska sem við vitum að virkar en þó með ákveðnu tvisti í stíl við haustið. Andrea Röfn hefur alltaf elskað tískuna sem fylgir haustinu þar sem hún dregur fram stóra trefla, loðfóður og þykkar kápur. Henni hefur þó fundist skórnir komast upp með að vera örlítið meira áberandi en gengur og gerist og segist vera búin að finna hinna fullkomna milliveg. Skórnir koma í fallegum jarðlitum en einnig pastel og í uppáhaldsmynstri Andreu, snákaskinni.
Örlítið um JoDis
JoDis er danskt vörumerki sem var stofnað árið 2016. Skórnir eru framleiddir í litlum, fjölskyldureknum verksmiðjum í Portúgal sem JoDis hefur unnið með um árabil. Þeim þykir mikilvægt er að vinna með fólki þar sem traust ríkir og eru á sömu bylgjulengd varðandi sjálfbærni og gæði. JoDis hefur unnið með samstarfshönnuðum til að bjóða upp á fjölbreyttar vörulínur og hafa þekktar konur úr tísku-og tónlistarheiminum hannað línur með þeim sem hafa slegið í gegn. Þar má nefna GDRN, Möschu Vang, Andreu Röfn og nú síðast Dj Dóru Júlíu. JoDis framleiðir gæðaskó og hefur þægindi að leiðarljósi í allri hönnun sinni.