Fara í efni

Prinsessa fólksins

Tíska - 15. júlí 2020

Díana prinsessa heitin hefur löngum verið fyrirmynd þegar kemur að mannúðarmálum en er líka ein stærsta tískufyrirmynd sögunnar. Okkur finnst virkilega gaman að skoða myndir af henni með tilliti til tískutrenda dagsins í dag.

Gerðu eingöngu það sem hjartað segir þér. – Díana prinsessa

Plíseruð pils og stuttermajakkar í anda Díönu eru inni í sumar.

jakki blazer zara hér er smáralind
Zara, 7.995 kr.

díana prinsessa steldu stílnum hér er smáralind
Díana var drottning mömmugallabuxnanna sem eru svo móðins þessa tíðina. Gallabuxur og hvít skyrta er kombó sem klikkar seint.

Stílistatips! Taiki frá versluninni Monki og Lash frá Weekday eru uppáhalds mömmugallabuxurnar okkar.

Díana prinsessa steldu stílnum hér er smáralind
Hversu óendanlega chic getur ein kona verið?

Síður blazer með axlapúðum og gylltum tölum, það gerist ekki betra á okkar bæ. Zara, 15.995 kr.

Kaupfélagið, 16.995 kr.

Doppur og púffermar eru mál málanna núna og líka þegar Díana var upp á sitt besta.

díana prinsessa steldu stílnum hér er smáralind
Ferskjuliturinn er vinsæll í sumar og styttri jakkar með gylltum hnöppum í anda Díönu prinsessu.

tíska hér er smáralind steldu stílnum
Zara, 9.995 kr.

díana prinsessa steldu stílnum hér er smáralind
Skyrtur með svona hálsmáli eru farnar að sjást í búðum aftur eftir góða pásu frá sviðsljósinu.

Við erum svo skotnar í þessu dressi hennar Díönu. Bleikur og rauður er samsetning sem á ekki að virka en virkar samt svo vel. Axlapúðarnir, hatturinn og perlueyrnalokkarnir setja svo punktinn yfir i-ið á mínimalíska dressið.

perlueyrnalokkar meba hér er smáralind
Perlufylgihlutir eiga aftur upp á tískupallborðið eftir ágætan frítíma úr sviðsljósinu. Þessir fást í Meba. Verð frá 6.700 kr.

Fyrirmynd í einu og öllu og ekki síður flott dagsdaglega í hversdagslegum fatnaði.

Gerðu óvænt góðverk án þess að ætlast til nokkurs í staðinn, með fullvissu um að einn daginn gæti einhver gert það sama fyrir þig. -Díana prinsessa

Meira úr tísku

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London