Mokkasínur
Sokkar eru helsti fylgihluturinn þegar kemur að því að stílisera mokkasínur í haust. Með réttu pari má umbreyta skónum úr látlausri klassík í eitthvað ferskt og spennandi, hvort sem þeir eru hvítir, með blúndu eða í skemmtilegu mynstri.
Ballerínur
Ballerínuskór eru enn á ný að fá sinn tíma í sviðsljósinu. Mínimalísk form og hreinar línur gera þá að lykilflík í fataskápnum – bæði fyrir hversdaginn og fínni tilefni.
Ballerínuskóna er hægt að fá í klassísku leðri eða rúskinni, í skærum lit eins og rauðum eða hlébarðamynstri eða jafnvel trendí gegnsærri útgáfu - allt eftir tilefni og persónulegum stíl þínum.