Fara í efni

Heitustu skórnir í haust

Tíska - 24. september 2025

Haustið kallar á hlýju og einfaldleika án þess að fórna fágun. Á götum helstu tískuborga heims þar sem nýjasta tíska var nýverið kynnt mátti sjá mokkasínur stíga fram í nýju ljósi, paraðar við sokka sem bæta leikrænum blæ við annars látlaust form. Mínimalískir ballerínuskór hafa einnnig tryggt sér sess sem ómissandi í fataskápnum, einfaldir en um leið fullir af nútímalegum sjarma. Stílstjörnurnar teikna upp skýra mynd af haustinu þar sem þægindi og stílhreinn mínimalismi mætast á miðri leið.

Mokkasínur

Sokkar eru helsti fylgihluturinn þegar kemur að því að stílisera mokkasínur í haust. Með réttu pari má umbreyta skón­um úr látlausri klassík í eitthvað ferskt og spennandi, hvort sem þeir eru hvítir, með blúndu eða í skemmtilegu mynstri.
Sokkar eru einn vinsælasti fylgihluturinn þegar kemur að skótískunni í haust og mokkasínur gjarnan paraðar við hvíta sokka.
Götutískan í London á nýafstaðinni tískuviku þar í borg.
Kaupfélagið, 26.995 kr.
Zara, 11.995 kr.
Kaupfélagið, 22.995 kr.
Steinar Waage, 18.995 kr.
Zara, 7.595 kr.
Kaupfélagið, 26.995 kr.
GS Skór, 29.995 kr.
Zara, 11.995 kr.
GS Skór, 34.995 kr.
Zara, 6.595 kr.

Ballerínur

Ballerínuskór eru enn á ný að fá sinn tíma í sviðsljósinu. Mínimalísk form og hreinar línur gera þá að lykilflík í fataskápnum – bæði fyrir hversdaginn og fínni tilefni.
Kaupfélagið, 24.995 kr.
Gina Tricot, 7.395 kr.
Zara, 22.995 kr.
Zara, 8.995 kr.
Gina Tricot, 7.395 kr.
Kaupfélagið, 12.995 kr.
Zara, 8.995 kr.
Kaupfélagið, 16.995 kr.
Zara, 8.995 kr.
Kaupfélagið, 24.995 kr.
Zara, 8.995 kr.
Zara, 6.995 kr.
Zara, 8.995 kr.
Ballerínuskóna er hægt að fá í klassísku leðri eða rúskinni, í skærum lit eins og rauðum eða hlébarðamynstri eða jafnvel trendí gegnsærri útgáfu - allt eftir tilefni og persónulegum stíl þínum.

Meira úr tísku

Tíska

Mætum í bleiku á Bleika Miðnæturopnun í Smáralind þann 1. október

Tíska

Innblástur að vinnufötum frá götutískunni í New York

Tíska

Módelin á tískuviku í New York

Tíska

Svona klæðast skvísurnar í Köben

Tíska

Heitustu yfirhafnirnar á herrana í haust

Tíska

2 ára afmæli Mathilda í Smáralind fagnað með hönnuðinum Charlotte Sparre

Tíska

Beyoncé og Levi´s­ í eina sæng

Tíska

Aftur í skólann með Galleri 17