Fara í efni

Stílisti velur það besta úr búðum

Tíska - 14. október 2020

Hér er það sem stílistanum okkar finnst flottast í búðum þessa vikuna. Það kostar ekkert að láta sig dreyma...

Hin fullkomna kápa er fundin! Aðsniðin, síð, svört, ullarblönduð og vönduð. Við biðjum ekki um mikið meira.

Zara, 23.995 kr.

Hér má sjá kápuna betur.

Þessi Chanel-lega afapeysa vakti strax athygli okkar. Selected, 16.990 kr.

Þessi blazer fór beinustu leið með okkur heim eftir mátun. Weekday, 13.900 kr.

Gullfallegur og fagurblár blazer úr Selected, 16.990 kr.
Karl var húmoristi og hefði pottþétt fílað þessa smörtu strigaskó með andlitinu sínu á. Karl Lagerfeld, Galleri 17, 37.995 kr.

Næntís-legar krókódílamynstursbuxur eru ofarlega á óskalista hjá okkur. Það er eitthvað við nostalgíuna…

Æðisleg haustflík sem gengur við allt. Selected, 13.990 kr.
Djúsí joggingbuxur til í öllum litum í Zara. Love it! 4.495 kr.
Grúví, örlítið útvíðar buxur úr Weekday.
Það er erfitt að standast fallega kamellitaða kápu! Selected, 39.990 kr.

Jakkapeysur eru mál málanna í dag og þessi er hreint út sagt unaðsleg. Zara, 8.495 kr.

Klassískur gallakjóll úr Esprit, 14.995 kr.
Litli, svarti kjóllinn, Selected, 19.990 kr.
Zara, 14.995 kr.
Hversu fallegt er þetta nýja men frá Orrafinn? Svo persónulegt og fallegt að hafa skammstöfun þeirra sem manni þykir vænt um á sér allan daginn. Meba, 39.900 kr.

Það kostar ekkert að láta sig dreyma…

Meira úr tísku

Tíska

Sjóðheit sumarlína frá Sloggi með þægindin í fyrirrúmi

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni