Fara í efni

Tileinkaðu þér trendið (fyrir lítinn pening!)

Tíska - 10. ágúst 2020

Nú er lítið mál að poppa upp á stílinn fyrir haustið og það þarf alls ekki að kosta hvítuna úr augunum. Svo er líka plús að líklega eigum við það sem um ræðir nú þegar í fataskápnum.

Samkvæmt stærstu tískuspekúlöntunum vestanhafs er málið að ýkja kvenlegar línur með því að skella belti yfir blazerinn í haust.

Hér má sjá hvernig meistari Michael Kors stíliseraði aðsniðinn blazer á hausttískusýningu sinni. Brúnt leðurbelti er góð fjárfesting til framtíðar og núna er tíminn til að nota það á þennan ferska hátt.

Brúnt og beisikk

Tveir fyrir einn

Beltistöskur eru skemmtilega praktískar og flottar yfir blazer-jakka eins og sést hér.

Blár blazer eða blazer úr gallaefni er nýtt og ferskt tvist á klassíkinni!

Prada hittir naglann á höfuðið

Okkur þykir líklegt að þetta Prada-belti verði vinsælt meðal götutískustjarnanna í haust.

Steldu stílnum

Hárauður kemur sterkur inn á ný í hausttískunni eins og sést hér á Kaia Gerber fyrir Versace. Eins verður köflótt mynstur áberandi.

Hárauður er hámóðins í haust

Það er alltaf kostur að líklega eigum við flestar blazera inni í fataskáp og þurfum í mesta lagi að splæsa í belti til að vera hámóðins í haust! Svo er annað mál hvað fer á óskalistann…

Skemmtilega frumleg útfærsla á trendinu.

Meira úr tísku

Tíska

Innblástur að vinnufötum frá götutískunni í New York

Tíska

Módelin á tískuviku í New York

Tíska

Svona klæðast skvísurnar í Köben

Tíska

Heitustu yfirhafnirnar á herrana í haust

Tíska

2 ára afmæli Mathilda í Smáralind fagnað með hönnuðinum Charlotte Sparre

Tíska

Beyoncé og Levi´s­ í eina sæng

Tíska

Aftur í skólann með Galleri 17

Tíska

Skólastart með stæl