Fara í efni

Trendin sem gera okkur enn spenntari fyrir vorinu

Tíska - 8. janúar 2022

Janúar á það til að vera mörgum erfiður, af augljósum ástæðum. Bætið enn einni covid-bylgunni við með dassi af sóttkví og einangrun og ...já, þið vitið. Við kynntum okkur vortískuna og litríkar flíkurnar töluðu við sál okkar og minntu okkur á að það kemur alltaf aftur vor. Hér eru mest upplífgandi lúkk komandi árstíðar hjá stærstu tískuhúsum heims.

Litríkar dragtir

Gulur, rauður, grænn og blár. Við getum ekki beðið eftir því að klæðast drögtum eða blazerum í skærum litum á næstunni. Tískuhús á borð við Stellu McCartney, Versace (hvað annað!), Valentino og Proenza Schouler sendu djúsí dragtir í öllum regnbogans litum niður tískusýningarpallinn þegar þau kynntu tísku komandi árstíðar.
Stella McCartney
Chloé
MSGM
Proenza Schouler
Proenza Schouler
Stella McCartney
Valentino
Ganni
Victoria Beckham
Paul Smith
Gucci
Christian Siriano
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur aldrei litið betur út, komin á sextugsaldur. Hér í geggjuðu Versace lúkki.

Bodycon-kjólar og samfestingar

Samfestingar verða áberandi og míníkjólar í skærum og skemmtilegum tónum. Sumarið er ekki tíminn til að ganga meðfram veggjum.
Stella McCartney
Prabal Gurung
Valentino
Valentino
Valentino
Versace
Versace
Versace
Söngkonan Dua Lipa gekk niður pallinn fyrir Versace í sjúklegu skvísudressi.

Óvenjuleg pörun

Okkur þótti gaman að sjá óvenjulegar litasamsetningar þar sem brúnn var gjarnan paraður við sterka liti og pastel. (Eitthvað sem Gucci sjálfur sagði að væri algert no, no í denn!) Tom Ford hefur alltaf verið góður í að brjóta reglurnar!
Tom Ford
Valentino Resort
Valentino

Götótt

Samfellur, bolir, pils og kjólar með "götum" á ólíklegustu stöðum halda velli í tískunni.
Stella McCartney
Proenza Schouler
Stella McCartney
Stella McCartney

Mínípils

Miuccia Prada sendi mínípils sem líktist helst mjaðmabelti niður tískusýningarpallinn fyrir Miu Miu og Prada í stíl sem minnti óneitanlega á tíunda áratuginn. Hún gerir ekkert rangt í okkar bókum. Hún var hinsvegar langt frá því að vera eini hönnuðurinn sem aðhyllist mínípilsið í sumar.
Prada
MSGM
Acne
Max Mara
Versace
Valentino Resort

"Extra" yfirhafnir

Ef þú ert komin með leið á dúnúlpunni og svörtu kápunni eru ýmsir möguleikar í boði í vor og sumar.
Stand Studio
Stand Studio
Fendi

Seratónínaukandi fylgihlutir

Það er víst ekki hægt að kaupa sér hamingju en þessir fylgihlutir færa bros yfir andlitið okkar. Það er bara þannig.
Isabel Marant
Max Mara
Isabel Marant
Valentino

Förðun fyrir lengra komna

Litadýrðin naut sína líka á andlitum fyrirsætnanna, eins og Gigi Hadid og Dua Lipa.
Gigi Hadid fyrir Versace.
Dua Lipa fyrir Versace.

Steldu stílnum

Ef þú vilt þjófstarta...
Vero Moda, 10.990 kr.
Galleri 17, 8.997 kr.
Zara, 6.495 kr.
Zara, 8.495 kr.
Kaupfélagið, 17.995 kr.
Kaupfélagið, 19.995 kr.
Zara, 5.495 kr.
Buxur/skyrta, Vero Moda, 7.990 kr.
Sumarið er ekki tíminn til að ganga meðfram veggjum.

Meira úr tísku

Tíska

40 sætustu sundfötin sumarið 2022

Tíska

10 beisik en ekki boring flíkur og fylgihlutir til að fjárfesta í fyrir sumarið

Tíska

Fjölhæfasta flíkin í fataskápnum

Tíska

Sumartískan-þetta er það eina sem þú þarft!

Tíska

Þetta trend er allstaðar!

Tíska

Karlatískan sumarið 2022

Tíska

30 vel valin dress í veisluna

Tíska

Hvað verður í tísku í vor og sumar?