Enn á ný hefur leðurjakkinn fangað hug og hjörtu þeirra tískusinnuðu. Á nýafstaðinni tískuvikunni í París mátti sjá hann í öllum hugsanlegum útfærslum: aðsniðinn, mínimalískan, með mótorhjólaívafi og í bomber-útgáfu, „vintage“ útlítandi og í kápuformi. Allar helstu tískudívurnar klæddust leðri og ljóst er að þessi klassíska yfirhöfn er komin á nýjan stall – sem tákn sjálfstrausts og tímaleysis. Hér geturðu fengið innblástur og séð hvar hægt er að versla fallegan leðurjakka í verslunum Smáralindar.