Fara í efni

Baksviðs með MAC á tískuviku

Fegurð - 23. febrúar 2022

Dýrleif Sveinsdóttir, förðunarfræðingur hjá MAC er nýkomin heim frá tískuviku í Köben þar sem hún farðaði fyrir nokkur af stærstu tískuhúsum Skandinavíu á borð við Day Birger et Mikkelsen og Stine Goya. HÉR ER náði tali af Dýrleifu til að fá nokkur góð ráð og forvitnast um hvað sé framundan í förðunarheiminum.

Dýrleif tók fyrst þátt í tískuviku árið 2012 þannig að hún er orðin ansi sjóuð en að farða fyrir tískusýningar er eitt það skemmtilegasta sem hún gerir þar sem hraðinn og spennan á vel við hana. Förðunarmerkið MAC er eitt  það stærsta í heiminum og er mjög áberandi baksviðs á tískuvikum víða um heim og þegar kemur að því að skapa ný og spennandi trend en gaman er að segja frá því að allar nýjar vörur sem MAC kemur með á markað eru prófaðar baksviðs áður en þær fara í sölu. MAC á Íslandi hefur lengi vel sent förðunarfræðinga sína til Danmerkur á tískuviku en það er gert svo hægt sé að deila öllu sem er að gerast baksviðs með viðskiptavinum.

Það eru mikil forréttindi að fá að taka þátt í tískuviku. Í ár var þetta mikil keyrsla. Tvær sýningar á dag og mun meira makeup en oft áður. Norðurlandarförðunartískan er oft mjög náttúruleg og fersk með mikla áheyrslu á fallega húð. Í ár fengum við að sjá meira af grafískum eyelinerum, meiri dýpt á augum og mikinn ljóma á húðinni. 
Dýrleif Sveinsdóttir, förðunarfræðingur og verslunarstjóri hjá MAC.

Stine Goya

Ljómandi húð, gloss og glimmer á augum og hvítur eyeliner, sem verður eitt heitasta trendin í vor og svo áfram inn haustið.
Baksviðs hjá Stine Goya þar sem fyrirsæturnar skörtuðu skjannahvítum eyeliner og ljómandi húð.

Á tískupallinum

Ómissandi í lúkkið

Face & Body-farði, fæst í MAC, Smáralind.
Fascinating augnblýantur frá MAC.

Day Birger et Mikkelsen

Húðin var falleg og brúnn augnblýantur notaður til að skerpa á augum, augabrúnirnar voru ýktar en náttúrulegar.
Gullfalleg förðun hjá Day Birger et Mikkelsen.

Á tískupallinum

Henrik Vibskov

Hér var húðin mött og allt augnsvæðið dekkt með brúnum augnskugga.
Baksviðs hjá Henrik Vibskov.

Á tískupallinum

Uppáhaldsförðunartrendið mitt þessa dagana eru linerar. Þeir eru að koma í öllum litum og formum. Hvort sem það er grafískur liner í svörtu, einfaldur liner í sterkum lit eins og grænum eða bleikum eða glimmer liner. Við sjáum sterk áhrif frá Euphoria-þáttunum sem eru þekktir fyrir skemmtilegt makeup. Þá er mikið um tvöfaldan liner sem er klassíski svarti linerinn sem við þekkjum með auka glimmerrönd ofaná, mjög skemmtilegt trend sem mun lífga uppá hvaða átfitt sem er í sumar
Hvítur eyeliner baksviðs hjá Christian Dior.
Gylltur eyeliner hjá Alexis Mabille.

Uppáhaldsförðunarvörur Dýrleifar

Við stóðumst ekki mátið og spurðum Dýrleifu hvaða förðunarvörur væru í algeru uppáhaldi.
Léttur farði sem auðvelt er að byggja upp. Náttúrulegur og endist vel á húðinni.
Augnskuggagrunnur í hinum fullkomna skuggalit. Paintpot í litnum Groundwork er ómissandi!
In dimension kinnalitur í litnum Hushed Tone.
Mattur hyljari sem gefur góða þekju og blandast fallega við húðina.
Fix plus en meiri húðvara. Dýrleif notar þetta á hreina húð fyrir og eftir förðun. Gefur frísklegt yfirbragð og farðinn endist lengur.
Varaliturinn Lady Danger frá MAC er í uppáhaldi hjá Dýrleifu eins og svo mörgum. Hann lítur vel út á bókstaflega öllum!
Augnskugginn Mulch frá MAC er hinn fullkomni hlýtóna augnskuggi að mati Dýrleifar.

En hvaða ráðleggingar hefur Dýrleif fyrir upprennandi förðunarfræðinga sem hafa áhuga á að starfa í bransanum?

 Að setja sér markmið og ekki gefast upp á draumnum. Þetta er mikil vinna og getur verið mikið hark en þeir sem eru duglegir og metnaðarfullir ná langt. Ég mæli hiklaust með því að hafa samband við förðunarfræðinga sem eru að vinna við stór verkefni og fá að aðstoða þá í tökum, þú lærir svo mikið af því að sjá hvernig aðrir vinna.

Meira úr fegurð

Fegurð

Stærsta bjútítrend ársins

Fegurð

Hár og fegurð á hátískuviku í París

Fegurð

Ljómaðu með okkur í sumar

Fegurð

Best í bjútí

Fegurð

Förðunarfræðingar mæla með þessum snyrtivörum og þær fást núna á Íslandi!

Fegurð

Spennandi snyrtivörur frá Lancôme á Tax Free

Fegurð

Sjúklega sæt sumarlína Nailberry á Tax Free

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!