Fara í efni

Best í bjútí

Fegurð - 30. maí 2022

Förðunarfræðingur HÉR ER mælir með þeim nýjungum sem eru þess virði að splæsa í. Góðu fréttirnar eru að snyrtivörurnar eru flestar á þokkalega viðráðanlegu verði!

Hyljarinn sem er búinn að gera allt kreisí!

Nýjasti hyljari NYX, Bare With Me Concealer Serum er búinn að gera allt vitlaust í netheimum síðan hann kom á markað. Nú er hann lentur á eyjunni og við urðum auðvitað að prófa. Hann stenst allar væntingar og meira til. Hylur vel, er kremaður en ekki um of og áferðin er dásamlega náttúruleg. Mælum 100% með!
Hagkaup, 2.695 kr.

Litað dagkrem með x faktor!

BB Cover-litaða dagkremið úr Age Perfect-línu L´Oréal er nýja uppáhaldið okkar. Það jafnar húðtóninn vel, gefur fallegan ljóma og er með spf 50. Við biðjum ekki um meira!
Hagkaup, 2.899 kr.

Brilljant gloss og vara"stain"

Nýjasta uppáhaldið okkar þegar kemur að vörum er Vinyl Ink sem er brilljant blanda af varaglossi og "stain". Gefur vörunum glossaða áferð sem endist og endist! Uppáhaldsliturinn okkar heitir Peachy og er eins og nafnið gefur til kynna fallegur ferskjutónn.
Lyfja, 2.908 kr.
Vinyl Ink frá Maybelline í litnum Peachy.

Litríkir lænerar

Förðun í anda Euphoria-þáttanna hefur átt miklum vinsældum að fagna. Þá koma nýju eyelinerarnir frá NYX sterkir inn. Þeir eru litsterkir og haldast mjög vel á augunum og koma í fjölmörgum skemmtilegum og skærum litum.
Hagkaup, 1.695 kr.
Litríkir lænerar hafa verið vinsælir í förðunartískunni upp á síðkastið.
Förðunin hjá tískuhúsinu Versace var litrík og skemmtileg fyrir sumarið 2022.

Heit hversdagspalletta

Ultimate-pallettan frá NYX svipar mjög til Naked Heat frá Urban Decay og er frábær til hversdagsbrúks sem og við sparileg tilefni.
Hagkaup, 4.595 kr.
Rauðbrúnir tónar fara öllum augnlitum vel.
Notaðu dökkbrúnan eða svartan inn í vatnslínu augnanna til að búa til smokey-lúkk.

Ýfðar brúnir

Augabrúnir í anda Brooke Shields eru eftirsóknarverðar. Augabrúnagelið frá Gosh er það allra besta sem við höfum prófað. Það heldur brúnunum á sínum stað langt fram á rauða nótt en skilur ekki eftir hvíta áferð á brúnunum og hefur ekki áhrif á augabrúnablýantinn sem er þar fyrir.
Hagkaup, 2.199 kr.

Besti nude varaliturinn

Ef þú ert að leita að hinum fullkomna "nude" varalit erum við með svarið. Color Riche Nude Intense frá L´Oréal í litnum Nu Impertinent 173 er málið!
Lyfja, 2.549 kr.
L'Oreal Color RIche Satin Nudes 173 Nu Impertinent.

Tvífari Anastasia Beverly Hills

Brow Ultra Slim-augabrúnablýanturinn frá Maybelline er tvífari blýantsins sívinsæla frá Anastasia Beverly Hills.
Hagkaup, 1.399 kr.
Notaðu stuttar strokur neðst þar sem augnhárin byrja að vaxa og greiddu svo úr litnum með augabrúnagreiðunni á hinum endanum. Kláraðu svo með augabrúnageli.

Fullkominn ferðafélagi

Förðunarburstarnir frá Real Techniques hafa löngum verið í uppáhaldi hjá okkur en nú kemur allt sem þú þarft í míní-ferðaútgáfu sem gerir það að verkum að það hefur aldrei verið auðveldara að ferðast með hið fullkomna förðunarburstasett.
Lyfja, 3.570 kr.

Vinsælasta sólarvörnin

Ef þú ert að leita að sólavörn sem ertir ekki húðina og ver hana vel gegn skaðlegum geislum sólarinnar er La Roche Posay með svarið.
Lyfja, 4.744 kr.

Skothelt sólarpúður

Back to Bronze er mjög fallegt sólarpúður á viðráðanlegu verði sem fæst bæði í Hagkaup og Lyfju, Smáralind.
Lyfja, 3.059 kr.
Dustaðu sólarpúðri allstaðar þar sem sólin kyssir andlitið. Á ennið, yfir nefið og kinnarnar og einnig efst á augnbeinið.

Sólkysst og sumarleg

Nú hefur uppáhaldið okkar, St. Tropez komið með brúnkudropa á markað sem gerir allt auðveldara! Áferðin á dropunum er serumlík og hægt að nota eina og sér eða blanda við dag-eða næturkrem, allt eftir þörfum. Gefur húðinni gullfallegt, sólkysst útlit á núlleinni.
Hagkaup, 7.699 kr.
Luxe Tan Tonic Glow Drops frá St. Tropez.

Útitekin og ljómandi

Le Blush-kinnalitirnir frá L´Oréal eru kannski ekki nýir af nálinni en nýverið kynntumst við dásamlegum bleikum tón úr línunni sem er með svo fallegum ljóma sem gefur eplum kinnanna einstaklega unglegt og frísklegt yfirbragð.
Hagkaup, 2.199 kr. (litur Rosewood)
Berðu kinnalitinn á epli kinnanna með stórum stippling bursta og dragðu út og upp, til að framkalla frísklegt útlit.

Ljómandi húð í túpu!

Resurfacing-gelhreinsirinn frá L´Oréal inniheldur 3.5% glýkólsýru sem losar um dauðar húðfrumur þannig að húðin verður skínandi fín. Mælum mikið með!
Hagkaup, 1.299 kr.

Púður en ekki með púðuráferð

Bounce-púðrið frá Beauty Blender er einstakt. Það setur farðann vel en gefur húðinni samt fallegan ljóma á sama tíma. Við mælum 100% með fyrir þau ykkar sem fílið ekki púður en viljið að farðinn haldist lengi á húðinni. Dregur úr óþarfa glansi, mýkir fínar línur, jafnar húðina og heldur farðanum án þess að húðin verði flöt og líflaus.
Elira, 5.990 kr.
Bounce-púðrið frá Beauty Blender setur farðann án þess að húðin missi fallega ljómann.

Meira úr fegurð

Fegurð

Sumartrendin í förðun og Gosh á 20% afslætti

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!