
St. Tropez

Bronzing Water Face Mist frá St. Tropez er snilldaruppfinning sem losar mann við grámygluna á trúverðugan hátt og hentar vel fyrir bæði kynin. Hófleg sjálfbrúnka í spreyformi sem byggir upp fallegan ljóma og lit. Hvað er ekki að elska?
Sensai

Bronzing gelið frá Sensai hefur verið ein mest selda snyrtivara á Íslandi í fjölda ára. Ekki að furða enda erum við íslendingar sveltir af sólargeislum stóran part árs. Gelið gefur fallegan lit og ljóma sem skolast af eftir daginn.
Biotherm

Aqua-Gelée frá Biotherm er sjálfbrúnkugel fyrir andlitið sem gefur trúanlegan og jafnan lit og nærir húðina í leiðinni.
Chanel

Soleil Tan de Chanel er kremkennt sólarpúður sem best er að bera á með gervihárabursta og nudda í kringum andlitið og yfir nefið. Þú munt lúkka eins og þú hafir verið að koma frá Hawaii. Ekki slæmt lúkk það!
Guerlain

Það gerir enginn sólarpúður eins og Guerlain enda er snyrtivöruframleiðandinn nánast goðsagnakenndur í bransanum. Hverrar krónu virði.
Origins

Litaða dagkremið úr Ginzing-línu Origins er í uppáhaldi hjá okkur. Nærandi, ljómandi og gefur frísklegt útlit á núlleinni. Algerlega okkar tebolli!

St. Tropez
Express Mousse frá St. Tropez byggir upp litinn á þremur tímum, þannig að ef þú ert á hraðferð geturðu borið brúnkufroðuna á þig og hoppað í sturtu 1-3 tímum seinna og komið út með fallegan lit.
Þar sem við erum sólarsvelt stóran part árs er algerlega nauðsynlegt að vera með á hreinu hvaða brúnka er best.