Kittið inniheldur nýja formúlu af brúnkukremsfroðu og silkimjúkan hanska og kemur í takmörkuðu upplagi. Það er engu logið um ágæti brúnkufroðunnar eða eins og Ashley segir sjálf: „Þetta snýst ekki eingöngu um það hvernig hún lætur þig líta út heldur hvernig þér líður eftir að þú hefur borið hana á.“
Svona gerir Ashley
Ultimate Glow Kit er nýlent í verslun Hagkaups í Smáralind.

Brúnkufroðan nýja hefur heldur betur slegið í gegn á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Tik Tok þar sem aðdáendur keppast við að sýna afraksturinn, sem eru sólkysstur líkami og ljómi líkt og þú sért nýkomin frá St. Tropez.

Ég er nýbúin að uppgötva þessa vöru. Það þarf mikið til að sjokkera mig þegar kemur að bjútíbransanum en þessi vara gerir það heldur betur. Þetta er fyrsta sjálfbrúnkuvaran sem ég hef prófað sem er laus við klístur og lykt. Brúnkukfroðan gefur einstakan ljóma samstundis og gullfallegan, gylltan lit. Ég gef Ultimate Glow Kit fimm stjörnur.
Ummæli eftir Sarah Jossel, förðunarritstjóra.
Mest selda brúnkuvaran í þremur flokkum
Það kemur ekki á óvart að Glow Kittið sé nú þegar mest selda varan á Amazon í þremur flokkum: Suncare & Tanning, Self Tanners og Body Self Tanners. Glow Kittið hefur fengið 5 stjörnu umsagnir út um allan heim og selst upp þrisvar á innan við mánuði frá því það kom á markað.
Á við viku á sólarströnd
Hér sameinast það besta úr sjálfbrúnku- og ilmtækni við það besta úr húðvörum þar sem rakagefandi efni eins og hýalúrónsýra og andoxunarefnin E-vítamín og rósaberjaolía eru notuð í formúluna til að gefa náttúrulega brúnku á núlleinni sem jafnast á við viku á sólarströnd. Nýja froðan nærir húðina, gefur jafnan gylltan lit sem endist alla vikuna og dofnar jafnt með tímanum. Berðu hana á að morgni til og leyfðu henni að vinna alla daginn eða berðu á að kvöldi til og skolaðu af í sturtu næsta morgun.
„St. Tropez heldur áfram að toppa sig, þegar maður heldur að brúnkutæknin geti ekki orðið betri, ná þeir að gera enn betri formúlu. Þetta er einfaldlega besta sjálfbrúnka sem ég hef notað. Algjörlega fullkominn lúxus!“
„Þessi sjálfbrúnkufroða toppar allar aðrar.“

Takmarkað upplag
Einu „slæmu fréttirnar“ eru þær að kittið kemur í takmörkuðu upplagi og því þarf að hafa hraðar hendur til að komast yfir góssið. Ultimate Glow Kit frá St. Tropez verður án efa besti félagi okkar sem elskum sólkyssta húð án skaðlegra geisla sólarinnar. Við ferðumst innanlands í sumar með brúnku sem fær fólk til að halda að við séum nýkomin frá Frönsku Rivíerunni!
Brúnkufroðan fær fullt hús stiga frá förðunarritstjóra HÉR ER en Ashley Graham Ultime Glow Kit-ið fæst í Hagkaup, Smáralind.