Fara í efni

Bestu förðunarvörur ársins 2021

Fegurð - 20. desember 2021

Förðunarfræðingur HÉRER leiðir okkur í allan sannleikann um það sem stóð uppúr í bjútíbransanum á árinu.

Farðar

Hvort sem þú fílar létt, litað dagkrem eða fullþekjandi púðurfarða erum við með ráðleggingar fyrir þig.
Re-Boost frá Clarins kom okkur skemmtilega á óvart á árinu. Healthy Glow Tinted Gel-Cream lýsir þessari vöru frá my Clarins mjög vel. Gefur einstakan ljóma og húðinni heilbrigðan lit án þess að hylja mikið.
CC-kremið frá It Cosmetics hefur slegið öll met síðan það kom á markað en við Íslendingar fengum loksins að njóta þess á árinu þegar snyrtivörumerkið varð fáanlegt hér á landi. Það hylur eins og farði en áferðin er einstaklega kremuð. Inniheldur líka spf 50 sem er plús. Hentar sérstaklega viðkvæmri húð vel. Mælum 100% með!
Synchro Skin Radiant Lifting frá Shiseido er farði ársins að okkar mati. Ritstjórnin er öll orðin húkt og við segjum bara-þú verður að prófa til að skylja hæpið! Miðlungs til full þekja með fallegum ljóma sem verður eitt með húðinni. Hinn fullkomni farði.
Við höfum prófað allskyns púður en Total Finish frá Sensai er eitthvað annað sem ekkert kemst nálægt í okkar bókum. Gefur húðinni fótósjoppaða áferð, hylur vel og minnkar ásýnd svitahola og fínna lína. Verður alltaf að vera til í töskunni okkar.
Infallible-púðurfarðinn frá L´Oréal er ein þeirra snyrtivara sem varð sjúklega vinsæl á árinu, þökk sé Tik Tok. Falleg og vel þekjandi áferð sem er að auki vatnsheld. Hvað er hægt að biðja um meira?
Pharmaceris-farðinn hylur einstaklega vel og hentar viðkvæmri húð sérstaklega. Mælum 100% með. Fæst í Lyfju á sirka 3.000 kr.
Infallable 24H Fresh Wear frá L´Oréal er svakalega fínn farði sem fæst á góðu verði í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.
Grunnaðu húðina með góðu rakakremi, dúmpaðu farða inn með rökum svampi og kláraðu förðunina með Fix Plus-farðaspreyi. Útkoman verður náttúruleg og ljómandi.

Hyljari ársins

Hér er einn sem stendur upp úr að okkar mati.
Forever Skin Correct frá Dior er hinn fullkomni hyljari að okkar mati. Hylur allt sem hylja þarf, með einstakri áferð sem endist vel á húðinni. Kemur í fjölmörgum litatónum. Fullt hús stiga!
All Over-hyljarinn frá Lancôme gefur örlítið minni þekju en sá frá Dior en er einstaklega kremaður, gefur fallega ljómandi áferð sem verður eitt með húðinni. Sérstaklega góður til að birta til yfir andlitinu og undir augum.

Highlighter

Við völdum tvo í þessum flokki. Annars vegar kremaðan og hinsvegar púðurhighlighter.
Living Luminizer er kremaður highlighter frá náttúrulega snyrtivörumerkinu RMS. Hann er í miklu uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum enda gefur hann einstaklega fallegan og náttúrulegan ljóma. RMS fæst í Elira í Smáralind.
Forever Couture Luminizer frá Dior er yfirnáttúrulega fallegur púðurhighlighter sem stendur upp úr á árinu að okkar mati.
Forever Couture Luminizer frá Dior fæst í Hagkaup, Smáralind.
Ofurfyrirsætan Bella Hadid er talskona Dior.

Skygging

Það hefur aldrei verið vinsælla að nota kremaðar snyrtivörur til að skyggja andlitið en í ár völdum við akkúrat eina slíka í þessum flokki.
Teint Idole Ultra Wear Stick frá Lancôme er hægt að nota sem farða, hyljara, highlighter eða til að skyggja. Við notum dekkri tón til að skyggja allt andlitið með!

Farðasprey

Það eru bara tvö sem koma til greina í þessum flokki, það gerist ekki betra en Fix Plus frá MAC og All Nighter frá Urban Decay.
All Nighter farðaspreyið er goðsagnakennt í bransanum. Nokkur sprey halda förðuninni á sínum stað langt fram eftir nóttu.
Fix Plus frá MAC er frábært til að losna við púðurkennda áferð á húðinni eða til að fríska sig við yfir daginn. Ljómi í spreyformi sem við getum ekki verið án.

Sólarpúður og kinnalitur

Terracotta-sólarpúðrið frá Guerlain er á toppnum enda erfitt að toppa þá klassík.
Glow Play-kinnalitirnir frá MAC slóu í gegn á árinu en þeir gefa húðinni fallegan lit og ljóma og má í raun segja að kinnaliturinn sem slíkur hafi fengið uppreisn æru upp á síðkastið. Dustið efst á kinnbeinin og yfir nefið fyrir frísklegt útlit.
Það getur verið mjög fallegt að nota sama kinnalitinn á allt andlitið. Yfir augnlok, nef og efst á kinnbeinin fyrir útitekið og frísklegt lúkk.

Augabrúnir

Augabrúnirnar ramma augun inn og hafa sjaldan í sögunni fengið jafnmikla ást og athygli eins og síðustu ár. Nú keppast snyrtivöruframleiðendur við að koma með á markað penna, blýanta, gel og jafnvel sápu til að forma þær og halda á sínum stað. Snyrtivörurnar tvær sem standa upp úr í þessum flokki á árinu eru báðar í ódýrari kantinum, sem okkur þykir ekki verra. 

Lift & Snatch frá NYX er augabrúna"túss" sem kom okkur skemmtilega á óvart. Sá besti sinnar tegundar sem við höfum prófað. Með pennanum er auðvelt að líkja eftir hárum og augabrúnirnar virka mun þykkari! Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Teiknaðu örfín strik með augabrúnatússi í lit sem er tveimur tónum ljósari en augabrúnahárin sjálf. Greiddu hárin svo upp með augabrúnageli. Voilà!
Brow Fast Sculpt frá Maybelline lætur brúnirnar virka þykkari og heldur þeim á sínum stað frá morgni til kvölds. Nýja uppáhaldssnyrtivaran okkar! Fæst í Hagkaup og Lyfju, Smáralind.

Augnskuggi

Ein formúla fremur en önnur stóð uppúr á árinu enda einstaklega gelkennd, gefur æðislegan ljóma og svo er litaúrvalið geggjað. Stundum er einn augnskuggi einfaldlega nóg.
POP PowderGel-augnskugginn í litnum Zoku Zoku Brown er augnskuggi ársins hér á bæ. Hin fullkomna formúla, hinn fullkomni litur fyrir alla augnliti. Þið megið þakka okkur seinna!

Eyeliner

Hér erum við með tvo, annan í tússpennaformi og hinn er blýantur.
Matte Eyeliner frá Gosh er silkimjúkur, helst vel á og kemur í allskyns litum. Svo eru snyrtivörurnar allar vegan og á góðu verði. Gosh fæst í Hagkaup, Smáralind.
Pro Tip

Notaðu dökkbrúnan augnblýant inn í vatnslínu augnanna til að skapa kynþokkafullt smokey-útlit. Til að opna augnumgjörðina og fá augun til að virka stærri er gott að nota nude-litaðan blýant. Passaðu bara upp á að hann sé ekki of hvítur heldur tóni við húðlit þinn.

Eyelinerinn frá Sensai er með örmjóum oddi sem gerir hann einstaklega þægilegan í notkun. Hann kemur í dökkbrúnu og svörtu og er í miklu uppáhaldi hér á bæ.
Grafískur, blautur eyeliner verður sjóðheitur í vortískunni 2022.

Augnhár

Ef augun eru gluggar sálarinnar eru augnhárin gluggatjöldin sem við keppumst við að hafa sem fallegust. Hér eru snyrtivörurnar sem standast allar væntingar og meira til.
Sjaldan hefur snyrtivara staðið jafn vel við gefin loforð. Grande Lash MD á skilið allt það lof sem það fær. Augnháraserumið lengir, þykkir og dekkir augnhárin á örfáum vikum. Fæst í Elira og Hagkaup, Smáralind.
Við erum sammála kollegum okkar hjá Allure. Sky High-maskarinn frá Maybelline er rugl góður! Hann gerði allt vitlaust á Tik Tok á árinu því hann lengir og þykkir svakalega vel og heldur augnhárunum uppréttum. Fimm stjörnur af fimm mögulegum.

Varir

Í varaflokknum völdum við mest djúsí glossið, varalit sem endist allan daginn og næringu sem best er að nota á kvöldin til að vakna með vel nærðar varir.
Lifter-glossið frá Maybelline er á topplista hjá okkur. Silkimjúkt glossið inniheldur hýalúronsýru sem gefur vörunum raka og litaúrvalið er dásamlegt. Við erum algerlega húkt! Glossið á mega kombakk!
Gloss í skærum litum koma sterk inn með hækkandi sól.
Rouge Dior Forever Liquid er varalitur með einstakri formúlu. Þegar hún þornar á vörunum endist liturinn án gríns frá morgni til kvölds-og jafnvel lengur. Og það án þess að þurrka varirnar. Þessi er spes!
Rouge Dior Forever Liquid frá Dior.
Superstay Matte Ink frá Maybelline er ódýrari týpan af þessum hér að ofan en formúlan er ekki síðri! Fæst í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.
Total Lip Treatment frá Sensai er unaðsleg næring fyrir varirnar og línurnar þar í kringum. Staðalbúnaður á náttborðinu okkar og við vöknum með vel nærðar og mjúkar varir.
Velvet Matte-varalitaformúlan frá Guerlain er flauelsmjúk eins og nafnið gefur til kynna. Litaúrvalið er rándýrt og svo eru umbúðirnar sér kapituli út af fyrir sig en hægt er að velja þær algerlega eftir eigin stíl og smekk. Guerlain fæst í Hagkaup, Smáralind.
Varablýantarnar frá Sensai eru ómissandi í snyrtibuddunni okkar. Stunning Nude er fallegur brúntóna nude-litur en Classy Rose er örlítið bleikari. Báðir fá jafnmikla ást frá okkur.
Toasted Almond frá Max Factor er hinn fullkomni "mínar varir en betri"-litur. Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Neglur

Hér er það besta af því besta þegar kemur að nöglum.
Nailberry naglalökkin eru með einstaklega chic litaúrval en það er ekki eingöngu ástæða vinsældanna. Formúlan er eiturefnalaus og endist vel og við fílum það! Nailberry-lökkin fást í Elira og Hagkaup, Smáralind.
Mundu eftir því að klára handsnyrtinguna með Top Coat eða yfirlakki. Naglalakkið þornar fyrr og endist lengur!
Gel Setter yfirlakkið frá Essie er það besta í bransanum. Naglalakkið þornar á núlleinni, fær æðislegan gljáa og endist og endist.
Pro Spa nagla- og naglabandaolían frá OPI er orðin ómissandi í naglarútínunni okkar. Gefur þetta ómótstæðilega "Ég var að koma úr nöglum"-útlit.

Sjálfbrúnka

Hér eru uppáhöldin okkar til að öðlast sólkyssta húð allt árið um kring.
Allt sem ofurfyrirsætan Ashley Graham snertir verður að gulli. Eða í þessu tilfelli, fagurgylltri sjálfbrúnku. Í samstarfi við St. Tropez kom hún á markað með brúnkufroðu sem gerir allt sem við viljum að sjálfbrúnka gerir. Gefur fallegan lit og ljóma, nærir húðina, þornar fljótt og síðast en ekki síst-lyktar ekki illa!
Notaðu Purity spreyið frá St. Tropez yfir andlitið og handabök til að öðlast náttúrulegan lit.

Palletta ársins

Við völdum eina sem gerir allt!
Cali Contour-pallettan frá Smashbox hefur einstakt notagildi og þess vegna varð hún fyrir valinu sem palletta ársins hjá HÉRER. Sólarpúður, highlighter, skygging, kinnalitur og púður, allt í einu litlu boxi. Smashbox fæst í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.
Hér má sjá hvernig hægt er að skyggja andlitið á náttúrulegan hátt. Þó beinabygging fyrirsætunnar Grace Elizabeth skemmi vissulega ekki fyrir!

Næst tökum við fyrir húðvörur ársins 2021. Fylgist með!

Meira úr fegurð

Fegurð

Stærsta bjútítrend ársins

Fegurð

Hár og fegurð á hátískuviku í París

Fegurð

Ljómaðu með okkur í sumar

Fegurð

Best í bjútí

Fegurð

Förðunarfræðingar mæla með þessum snyrtivörum og þær fást núna á Íslandi!

Fegurð

Spennandi snyrtivörur frá Lancôme á Tax Free

Fegurð

Sjúklega sæt sumarlína Nailberry á Tax Free

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!