Farðar
Hvort sem þú fílar létt, litað dagkrem eða fullþekjandi púðurfarða erum við með ráðleggingar fyrir þig.
Hyljari ársins
Hér er einn sem stendur upp úr að okkar mati.
All Over-hyljarinn frá Lancôme gefur örlítið minni þekju en sá frá Dior en er einstaklega kremaður, gefur fallega ljómandi áferð sem verður eitt með húðinni. Sérstaklega góður til að birta til yfir andlitinu og undir augum.
Highlighter
Við völdum tvo í þessum flokki. Annars vegar kremaðan og hinsvegar púðurhighlighter.
Forever Couture Luminizer frá Dior er yfirnáttúrulega fallegur púðurhighlighter sem stendur upp úr á árinu að okkar mati.
Skygging
Það hefur aldrei verið vinsælla að nota kremaðar snyrtivörur til að skyggja andlitið en í ár völdum við akkúrat eina slíka í þessum flokki.
Farðasprey
Það eru bara tvö sem koma til greina í þessum flokki, það gerist ekki betra en Fix Plus frá MAC og All Nighter frá Urban Decay.
Sólarpúður og kinnalitur
Augnskuggi
Ein formúla fremur en önnur stóð uppúr á árinu enda einstaklega gelkennd, gefur æðislegan ljóma og svo er litaúrvalið geggjað. Stundum er einn augnskuggi einfaldlega nóg.
Eyeliner
Hér erum við með tvo, annan í tússpennaformi og hinn er blýantur.
Augnhár
Ef augun eru gluggar sálarinnar eru augnhárin gluggatjöldin sem við keppumst við að hafa sem fallegust. Hér eru snyrtivörurnar sem standast allar væntingar og meira til.
Varir
Í varaflokknum völdum við mest djúsí glossið, varalit sem endist allan daginn og næringu sem best er að nota á kvöldin til að vakna með vel nærðar varir.
Lifter-glossið frá Maybelline er á topplista hjá okkur. Silkimjúkt glossið inniheldur hýalúronsýru sem gefur vörunum raka og litaúrvalið er dásamlegt. Við erum algerlega húkt! Glossið á mega kombakk!
Rouge Dior Forever Liquid er varalitur með einstakri formúlu. Þegar hún þornar á vörunum endist liturinn án gríns frá morgni til kvölds-og jafnvel lengur. Og það án þess að þurrka varirnar. Þessi er spes!
Neglur
Hér er það besta af því besta þegar kemur að nöglum.
Sjálfbrúnka
Hér eru uppáhöldin okkar til að öðlast sólkyssta húð allt árið um kring.
Allt sem ofurfyrirsætan Ashley Graham snertir verður að gulli. Eða í þessu tilfelli, fagurgylltri sjálfbrúnku. Í samstarfi við St. Tropez kom hún á markað með brúnkufroðu sem gerir allt sem við viljum að sjálfbrúnka gerir. Gefur fallegan lit og ljóma, nærir húðina, þornar fljótt og síðast en ekki síst-lyktar ekki illa!
Palletta ársins
Við völdum eina sem gerir allt!
Næst tökum við fyrir húðvörur ársins 2021. Fylgist með!