

Augnskugga-og kinnalitapalletturnar frá Smashbox eru með þeim bestu í bransanum.
Fairy Tailor úr Couture-línu Essie er hinn fullkomni nude-litur sem við leitum í aftur og aftur. Ef yfirlakkið er notað í ofanálag endist lakkið fullkomið í hátt í viku. 2.139 kr.

Brúnkuspreyið frá Marc Inbane hefur slegið í gegn hjá íslenskum konum og ekki að ástæðulausu. Spreyið er einstaklega einfalt í notkun og nánast ómögulegt að fá flekki þegar það er notað. Fagurbrúnn litur myndast um leið og það er borið á en heldur áfram að dekkjast á nokkrum tímum. Mælum 100% með! 6.772 kr.

Fáar húðvörur hafa sýnt með jafn afgerandi hætti fram á virkni sína. EGF-serumið er í sérflokki en núna er súpertvenna seld saman í sérstakri útgáfu á 14.220 kr. úr Lyfju.

Ef þú ert að leita að bylgjujárni sem býr til sexí og ófullkomna strandarliði en ekki fermingarkrullur, er Rod vs11 frá HH Simonsen málið. 17.379 kr.

Einn allra besti farðinn á markaðnum í dag. Hylur vel á náttúrulegan hátt, ertir ekki viðkvæma húð og inniheldur sólarvörn. Við biðjum ekki um meira. Eða jú, gott verð. 3.347 kr.

Instant Age Rewind-hyljarinn frá Maybelline hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem klassík í förðunarheiminum. Veldu litinn Neutralizer ef þú vilt losna við blámann undir augunum. 2.060 kr.

Gerviaugnhárin frá Eyelure gera augnumgjörðina einstaklega fallega. Númer 117 er sérstaklega falleg týpa sem nær að vera dramatísk á náttúrulegan hátt. 1.102 kr.

Lash Paradise er einn mest seldi maskarinn í heiminum í dag en hann lætur augnhárin virðast ótrúlega þykk. 2.099 kr.

Si Fiore er nýjasta viðbótin í Si-hóp hinna sívinsælu ilma úr smiðju Giorgio Armani. Hann er ferskur og kvenlegur og ekta sumarilmur. 9.389 kr.
