Sól og sumar
Sumarilmur, sólarpúður, brúnkusprey…þið vitið, þetta nauðsynlega fyrir sumarið.



Brúnkukrem eru nauðsynjavara yfir sumartímann að okkar mati. Í uppáhaldi? Bronzing Water Face Mist frá St. Tropez til að nota á andlitið og nýja brúnkufroðan sem engin önnur en ofurfyrirsætan Ashley Graham prómóterar, Ultimate Glow Kit, sem kemur með silkimjúkum hanska til að nota á líkamann.
Ashley notar Bronzing Water Mist á andlitið. Ultimate Glow Kit gefur æðislega jafnan, gylltan lit.

Lituð dagkrem
Létt, litað dagkrem með vörn. Eilífðaruppáhald! Eitt mest selda litaða dagkremið sem við fáum ekki nóg af! Ein mesta selda snyrtivara landsins! Geggjaður léttur farði með sólarvörn spf 23.

Léttur farði
Léttur á húðinni en hylur mjög vel. Selst eins og heitar lummur! Synchro Skin Radiant Lifting er einn allra besti farðinn í dag.
Sólarpúður
Nú er tvöfaldur afsláttur af snyrtivörum frá Chanel, Tax Free afsláttur og 20% að auki.
Guerlain sólarpúðrin eru legendary! Kremað sólar“púður“ frá Chanel, Les Beiges Bronzing Cream.
Hyljari
Ómótstæðilegur fullþekjandi hyljari, Forever Skin Correct frá Dior. Ljómandi hyljarapenni frá Sensai, geggjaður undir augun.
Ljómandi
First Light Priming Filter frá Becca er æðislegur primer fyrir ljómandi húð.
Við þreytumst ekki á að tala um highlighterana frá Becca. Shimmering Skin Perfector Liquid er kremaður, náttúrulegur highlighter sem er í uppáhaldi hjá okkur. Highlighterarnir frá Becca eru þeir mest seldu í Bandaríkjunum. Nú er Becca að leggja upp laupana og því hver að verða síðastur að fylla á birgðirnar. Smá öppdeit: kremuðu highlighterarnir frá Becca heita nú BECCAignite.


Maskari
Superhero frá It Cosmetics gerir augnhárin svakalega þykk með engri fyrirhöfn. 38°maskarinn frá Sensai þykkir, lengir og heldur sveigju og fer ekki af nema með 38°vatni og helst því einstaklega vel á. Faux Cils frá YSL er klassískur maskari sem lætur augnhárin líta út fyrir að vera gervi!
Lengri augnhár
Við verðum að vera sammála viðskiptavinum Sephora í Bandaríkjunum. Grande Lash MD er mest selda augnháraserumið þar og ekki að ástæðulausu. Það virkar! Augnhárin verða lengri, þykkari og dekkri á nokkrum vikum þegar serumið er borið á einu sinni á dag upp við rót augnháranna.

Sumarneglur
Hér eru uppáhaldsnaglalökkin okkar!

Nailberry naglalökkin eru eitarefnalaus og einstök. Svo koma þau í endalausu úrvali af chic litum. Við elskum þau!
Nailberry eru nýkomin í Hagkaup, Smáralind.

Augu
Augun eru gluggar sálarinnar, non?


Látum það endast!
Ef þú vilt láta förðunina endast út bjarta sumarnóttina. All Nighter Setting Spray frá Urban Decay!

Varir
Hér eru uppáhaldsformúlurnar okkar og litir.
Stockholm frá NYX-mattur og helst vel á! Natural Lip Perfector frá Clarins. Nærandi og djúsí gloss! Suzuran Nude frá Sensai, uppáhalds nude liturinn okkar. Boy frá Chanel er legendary! Nýtt uppáhald! Very French liturinn frá Lancôme lætur okkur líða trés chic!

Sjáumst í Hagkaup í Smáralind!