
Lituð dagkrem og léttir farðar
Á sumrin leitum við gjarnan í lituð og létt dagkrem með sólarvörn og ljómandi farða. Hér eru okkar uppáhöld.


DayWear frá Estée Lauder hefur verið í uppáhaldi hjá undirritaðri í áratug eða svo. Það er nánast eins og sumarfrí í túpu. Gefur léttan lit og ljóma og smá auka sólarvörn. Uppáhalds ferðafélaginn sem lyktar eins og fersk útisturta eftir strandarferð!



Kremaðar snyrtivörur eins og kinnalitir og sólar“púður“ er eitthvað sem við sækjumst sérstaklega í á sumrin enda fljótlegt og náttúrulegt á sama tíma. Notaðu stífan gervihárabursta eða fingurna til að nudda þeim í kringum andlitið og yfir nefið fyrir sólkysst útlit.
Sólkysst
Hér eru kremuðu snyrtivörurnar sem við mælum heilshugar með fyrir sólkysst og náttúrulegt útlit.
Healthy Glow Bronzing Cream frá Chanel. Fæst í Hagkaup. Kremaður kinnalitur í litnum Posey. Fæst í MAC í Smáralind. Frískandi kinnalitur í stiftformi frá my Clarins. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Augnförðun
Augnförðunin þarf að haldast á sínum stað langar sumarnætur.

Augnskuggapennar framkalla létt smokey á núlleinni og ef formúlan er rétt helst hún á augnlokunum fram á rauða nótt.


Til að koma í veg fyrir þvottabjarnarlúkk mælum við með vatnsheldum maskara.
38° Volumizing-maskarinn frá SENSAI er á heimsmælikvarða! Fæst í Hagkaup, Smáralind. Lash Sensational fæst á góðu verði í H&M og Hagkaup, Smáralind.

Ef þú vilt náttúrulegar augabrúnir sem haldast á þrátt fyrir hita og svita þá er Brow Blade frá Urban Decay málið. Á öðrum endanum er „tússpenni“ sem framkallar raunverulegar hárstrokur. Á hinum endanum er hefbundinn augabrúnaskrúfblýantur. Formúlan er vatnsheld og skotheld.
Urban Decay-snyrtivörurnar fást í Hagkaup, Smáralind.
Djúsí varir
Prófaðu létta formúlu í appelsínurauðum lit sem tónar svo vel við sólbrúna húðina.



Sumarilmir
Þessir eru eins og sól, sandalar og sólarvörn í ilmvatnsformi.



Gleðilegt sólkysst sumarfrí!