Fara í efni

Bestu tipsin frá sérfræðingum í hár, húð og förðun

Fegurð - 27. janúar 2022

Við höfum sankað að okkur nokkrum fegrunarráðum frá hinum ýmsu sérfræðingum í gegnum tíðina. Okkur fannst tímabært að lesendur HÉR ER fengju að njóta.

Undraefnið hýalúronsýra hefur fengið gott repp síðustu árin en það eru ekki allir sem átta sig á því að til þess að efnið geri það sem það á að gera (gefa húðinni extra raka) þá þarf að bera það á raka húð. (Annars getur hýalúronsýra haft þveröfug áhrif og endað með því að draga raka úr húðinni.) Þetta vita sérfræðingarnir og mæla með því að spreyja andlitsvatni yfir allt andlitið áður en hýalúronsýru-serum er borið á. Alger game changer fyrir þau sem eru með þurra húð.
Lyfja, 6.672 kr.
Lyfja, 1.334 kr.

Eins er mælt með því að bera body lotion á raka húð, beint úr baði eða sturtu, áður en líkaminn er þurrkaður með handklæði. Sömu töfrar!

Make-up artistar nota gjarnan augnkrem á varirnar en það er alger galdur og við mælum með því að prófa. Næst þegar þú berð augnkrem á prófaðu að setja restina á varirnar, tilvalið fyrir svefninn og þú vaknar með vel nærðar varir.
Lyfja, 6.500 kr.
Förðunarfræðingurinn heimsþekkti, Mario Dedivanovic, sem er þekktastur fyrir að hafa farðað Kim Kardashian í mörg ár, er með trix til að láta varirnar virka stærri án sprautu. Hann mælir með því að fylla bara yfir “cupids-bow”-ið og miðjuna á neðri vörunum. Annars halda sig við náttúrulegar útlínur varanna. Það er ótrúlegt hvað svona smáatriði geta skipt sköpum, því með því að teikna yfir allar varirnar eiga þær til að verða skrítnar. Mælum með að prófa! @makeupbymario
Lyfja, 1.899 kr.
Að nota þurrsjampó til að fá fyllingu í hárið er alger game changer. Hársprey á það til að klístra hárin saman og það virkar þynnra fyrir vikið. Þurrsjampó inniheldur púðuragnir og sterkju sem heldur hverju hári frá hvoru öðru þannig að það lítur út fyrir að vera mun þykkara fyrir vikið. Hægt er að nota það í rótina á röku hári áður en hárblásari er notaður eða til að framkalla lyftingu og fríska hár við sem er orðið örlítið olíukennt. Uppáhalds trixið okkar! Batiste-þurrsjampóin standa alltaf fyrir sínu en þau fást í Hagkaup í Smáralind á fínum prís.
Lyfja, 3.648 kr.

Mörg okkar glíma við þrota í kringum augun. Þá er gott að nota svokallaða sheet-maska en trixið er að rúlla yfir með þartilgerðri andlitsrúllu sem hefur verið geymd inni í ísskáp. Kuldinn gerir kraftaverk fyrir poka og þrota undir augum!

Elira, 2.090 kr.
Fyrir þau sem eru með liði í hárinu er þetta ráð alger snilld. Hárgreiðslumeistarar mæla eindregið með því að stæla hárið meðan það er rennandi blautt. Það er, að bera hármótandi efni í blautt hárið og klemma það á milli handanna til að móta liðina. Þannig þornar hárið á sem náttúrulegastan hátt og krullurnar eða liðirnir njóta sín til hins ítrasta.
Lyfja, 2.403 kr.

Til að framkalla extra djúsí og ljómandi húð mæla förðunarfræðingar með því að nota farðasprey fyrir og eftir förðun. Það gefur húðinni extra mikinn ljóma og heldur farðanum á sínum stað lengur. Bónustip er að nota rakan förðunarsvamp og dúmpa á húðina í lokin.

Lyfja, 1.235 kr.
Fix Plus-farðasprey fæst í MAC í Smáralind.
Fyrir þau okkar sem eru endalaust að berjast við þurra húð er þetta bjútítrix frá Kóreu algerlega málið. Það snýst um að nota olíu eða vaselín á húðina til að loka rakann inni í húðinni. Best er að bleyta húðina örlítið, bera krem á hana og “loka” með andlitsolíu eða vaselín-kenndri vöru.
Lyfja, 7.998 kr.
Elira, 9.290 kr.

Meira úr fegurð

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum