Fara í efni

Bjútí tips frá Sofiu Richie sem allir eru að missa sig yfir

Fegurð - 27. apríl 2023

Óhætt er að segja að Internetið sé að missa sig yfir öllu sem tengist brúðkaupi aldarinnar sem fram fór á dögunum þegar Sofia Richie gekk að eiga sinn heittelskaða. Við erum með förðunarskúbb frá fyrstu hendi en hér geturðu séð hvernig þú getur stolið lúkkinu hennar Sofiu, sem var extra ljómandi á stóra deginum.

Förðunarmeistari stjarnanna, Pati Dubroff, farðaði Sofiu fyrir brúðkaupið sem haldið var í Suður-Frakklandi á dögunum. Sofia talaði um að vilja halda útlitinu tímalausu og klassísku og úr varð heildarmynd sem var alveg í hennar anda, ungu konunnar sem hefur verið að gera allt vitlaust fyrir svokallað „clean girl“-lúkk.

Instagram: @patidubroff
Förðunarmeistari stjarnanna, Pati Dubroff, farðaði Sofiu fyrir stóra daginn.
Sofia vildi halda útlitinu sem náttúrulegustu á brúðkaupsdaginn og Pati lagði áherslu á ljómandi og sólkyssta húð.
Pati notaði litaða varasalvann Rouge Coco Baume frá Chanel í litnum Pink Delight á Sofiu.

Uppáhaldssnyrtivörur Sofiu Richie

Sofia hefur verið dugleg við að sýna frá uppáhaldssnyrtivörum sínum á samfélagsmiðlum og Pati hefur einnig sagt frá því sem hún notaði á Sofiu í brúðarförðuninni. Hér eru þær snyrtivörur sem eru í uppáhaldi hjá þeim stöllum og fást hér heima.
Litaði varasalvinn Rouge Coco Baume í litnum Pink Delight frá Chanel. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Instagram: Sofiarichiegrainge
Til að halda ljómanum á húðinni og áferðinni sem náttúrulegastri notaði Pati ekkert púður á húð Sofiu fyrir stóra daginn.

Pati notaði augnskuggapennann Stylo Ombre Et Contour í litnum 12 léttilega í kringum augun á Sofiu, til að ramma þau inn á náttúrulegan hátt.

Stylo Ombre Et Contour-augnskuggapenni frá Chanel í lit 12 Contour Clair. Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Til að fá ljóma á augnlokin notaði Pati augnskuggaglossið Duo Lumière frá Chanel.

Duo Lumière-augngloss frá Chanel.

Það kom skemmtilega á óvart að Pati notaði maskara af ódýrari gerðinni á Sofiu á brúðkaupsdaginn, því guð veit að það var ekkert annað ódýrt þennan dag. Maskarinn sem um ræðir heitir Lash Sensational og er frá Maybelline en förðunarfræðingur HÉR ER getur einnig vel mælt með honum. Hann var að sjálfsögðu af vatnsheldu gerðinni en það gerir það að verkum að gleðitárin skemma ekki förðunina en einnig helst sveigjan á augnhárunum extra vel.

Lash Sensational-maskari frá Maybelline, Lyfja, 2.619 kr.

Eins og svo margir notar Sofia Beauty Blender Pro-svampinn, til að fá fullkomna áferð á húðina. Beauty Blenderinn fæst í Elira, Smáralind.

 

Beauty Blender Pro-förðunarsvampur, Elira, 3.590 kr.

Sofia er ekki mikið fyrir varaliti en elskar að ramma varirnar inn með góðum varablýanti og notar svo gloss yfir. Liturinn Oak frá MAC er í uppáhaldi en hann býr til fallegan, náttúrulegan skugga í kringum varirnar.

Varablýantur frá MAC í litnum OAK, MAC Smáralind, 5.190 kr.

Baume Essentiel Multi Use Glow Stick er kremaður highlighter frá Chanel sem er í miklu uppáhaldi hjá Sofiu. 

Notaðu kremaða highlighterinn á kinnbeinin, niður nefið, fyrir ofan efri vör, undir augabrún og á viðbeinin og axlirnar, ef þú ert í stuði!

Stíll Sofiu

Stíllinn hennar Sofiu hefur vakið gríðarmikla athygli og verið kallaður „old money“ á samfélagsmiðlum, sumum til mikillar mæðu. En óhætt er að segja að hún fór alla leið í dressunum, hér eru nokkur góð. Myndir frá Instagrammi Sofiu, @sofiarichiegrainge.

Meira úr fegurð

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum