Förðunarmeistari stjarnanna, Pati Dubroff, farðaði Sofiu fyrir brúðkaupið sem haldið var í Suður-Frakklandi á dögunum. Sofia talaði um að vilja halda útlitinu tímalausu og klassísku og úr varð heildarmynd sem var alveg í hennar anda, ungu konunnar sem hefur verið að gera allt vitlaust fyrir svokallað „clean girl“-lúkk.
Uppáhaldssnyrtivörur Sofiu Richie
Það kom skemmtilega á óvart að Pati notaði maskara af ódýrari gerðinni á Sofiu á brúðkaupsdaginn, því guð veit að það var ekkert annað ódýrt þennan dag. Maskarinn sem um ræðir heitir Lash Sensational og er frá Maybelline en förðunarfræðingur HÉR ER getur einnig vel mælt með honum. Hann var að sjálfsögðu af vatnsheldu gerðinni en það gerir það að verkum að gleðitárin skemma ekki förðunina en einnig helst sveigjan á augnhárunum extra vel.
Eins og svo margir notar Sofia Beauty Blender Pro-svampinn, til að fá fullkomna áferð á húðina. Beauty Blenderinn fæst í Elira, Smáralind.
Sofia er ekki mikið fyrir varaliti en elskar að ramma varirnar inn með góðum varablýanti og notar svo gloss yfir. Liturinn Oak frá MAC er í uppáhaldi en hann býr til fallegan, náttúrulegan skugga í kringum varirnar.