Fara í efni

Bjútífúl brúnir

Fegurð - 25. september 2020

Augabrúnir hafa aldrei verið mikilvægari partur af förðunarrútínunni okkar en þær sem hermdu eftir Pamelu Anderson á tíunda áratugnum og plokkuðu þær til óbóta eru líklegri til að þurfa að hafa aðeins fyrir þeim og „feikaða“. Hér er allt sem þú þarft að vita til að fá bjútífúl brúnir.

Augabrúnirnar ramma augun inn og eru mikil andlitsprýði. Ýmsar vörur hafa komið á markað síðustu árin eftir að þær urðu heitasti „fylgihluturinn“. Augabrúnatískan hefur að sjálfsögðu þróast mikið og breyst síðustu áratugina. Í dag eru þykkar, náttúrulegar og „fluffy“ brúnir vinsælar og taka við af Instagram-brúnunum svokölluðu, sem eru ýktari og meira fylltar inn, í anda Kylie Jenner.

Best í brúnir

Brow Blade frá Urban Decay er með „tússpenna“ á öðrum endanum sem framkallar trúverðugar og hárfínar strokur. Á hinum endanum er örþunnur skrúfblýantur.
Augabrúnablýanturinn frá Sensai stendur alltaf fyrir sínu og hentar þeim sem fíla örlítið þykkari odd, svo er mikill kostur að hafa greiðu á öðrum endanum og hægt er að kaupa fyllingar í skrúfblýantinn.
Augabrúnagel er eitthvað sem okkur finnst að eigi að vera til í hverri einustu snyrtibuddu. Pump ‘N’ Brow-gelið frá Dior er í uppáhaldi hjá okkur til að lita hvert hár, til að gera meira úr brúnunum og halda þeim á sínum stað allan daginn. Það er í þurrara lagi og því auðvelt í notkun.

Ódýrari týpurnar

Munum að augabrúnirnar mega vera systur en þurfa ekki að vera tvíburar!

Augabrúnatískan hefur tekið stakkaskiptum síðustu áratugi en á þriðja áratug síðustu aldar voru þær örþunnar eins og sjá má á leikkonunni Clara Bow. Strikaðar brúnir féllu aftur í kramið á tíunda áratugnum þegar leikkonur á borð við Pamelu Anderson sportuðu örmjóum og ofurplokkuðum brúnum. Þær okkar sem ólumst upp á tíunda áratugnum súpum margar hverjar ennþá seiðið af því en þá er gott að kunna að „feikaða“!

Ókrýnd drottning náttúrulegra augabrúna, Brooke Shields.
Sophia Loren var langt á undan sinni samtíð þegar kemur að augabrúnum en hægt er að framkalla þetta lúkk með glærri handsápu og maskaragreiðu. Við mönum ykkur til að gúggla „Soap Brow Trend“ ef þið hafið áhuga.
Beinar brúnir í anda Bellu Hadid hafa átt miklum vinsældum að fagna síðustu misserin.
GrandeLASH er augnháraserum sem hefur slegið í gegn og er mest selda vara sinnar tegundar í Sephora. Við mælum einnig með því við þær sem vilja þykkja augabrúnir sínar og örva hárvöxt brúnanna. Fæst í Hagkaup.

Vörurnar í greininni fást í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.

Meira úr fegurð

Fegurð

Kylie með nýjan sjóðheitan og sexí ilm

Fegurð

Heitast í hári 2025

Fegurð

Goðsagna­kenndu næntís varalitirnir frá MAC með endurkomu

Fegurð

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð

Marg­verðlaunaða augnhára­serumið RevitaLash fæst á Tax Free

Fegurð

Ómót­stæðilegar nýjungar frá Guerlain

Fegurð

Nýjar og spennandi lúxus brúnkuvörur

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með á Tax Free