
Augabrúnirnar ramma augun inn og eru mikil andlitsprýði. Ýmsar vörur hafa komið á markað síðustu árin eftir að þær urðu heitasti „fylgihluturinn“. Augabrúnatískan hefur að sjálfsögðu þróast mikið og breyst síðustu áratugina. Í dag eru þykkar, náttúrulegar og „fluffy“ brúnir vinsælar og taka við af Instagram-brúnunum svokölluðu, sem eru ýktari og meira fylltar inn, í anda Kylie Jenner.
Best í brúnir



Ódýrari týpurnar

Ultra thin Brow Pen frá Gosh er ný uppgötvun en merkið kemur stöðugt á óvart og gefur þeim dýrari ekkert eftir. 
Brow Stylist Plumper frá L´Oréal er klassískt augabrúnagel sem stendur alltaf fyrir sínu og er á góðum prís.

Augabrúnatískan hefur tekið stakkaskiptum síðustu áratugi en á þriðja áratug síðustu aldar voru þær örþunnar eins og sjá má á leikkonunni Clara Bow. Strikaðar brúnir féllu aftur í kramið á tíunda áratugnum þegar leikkonur á borð við Pamelu Anderson sportuðu örmjóum og ofurplokkuðum brúnum. Þær okkar sem ólumst upp á tíunda áratugnum súpum margar hverjar ennþá seiðið af því en þá er gott að kunna að „feikaða“!

Augabrúnir Clöru Bow voru dramatískar og niðurlútar. 
Drew Barrymore var dugleg með plokkarann á tíunda áratugnum. 
Drottning Instagram-brúnanna, Kylie Jenner. 
Villtar augabrúnir í anda Madonnu. 
Elizabeth Taylor var með einstakar brúnir í stíl við fjólublá augun. 
Pamela var tískuíkon á tíunda áratugnum. 
Sixtís-brúnir Edie Sedgwick. 
Beinar brúnir Audrey Hepburn á sjötta áratug síðustu aldar.




Vörurnar í greininni fást í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.