
Ekki vanmeta það hversu mikilvægt er að grunna húðina vel. Þegar við tölum um að grunna meinum við ekki endilega með svokölluðum farðagrunni eða primer. Mikilvægt er að veita húðinni raka áður en farði er borinn á. Þannig fær húðin það sem hún þarfnast, farðinn blandast betur inn og verður eitt með húðinni í stað þess að sitja ofan á svitaholunum.
Mynd: IMAXtree.

Notaðu púður í hófi. Við mælum ekki með því að „baka“ með andlitspúðri, ekki nema þú sért að fara að taka þátt í dragkeppni eða þarft að vera á sviði að syngja og dansa tímunum saman. Veldu fínmalað, laust púður og notaðu það sparlega yfir t-svæðið og til að setja hyljarann undir augum.

Veldu kremaðan hyljara undir augun sem endurkastar ljósi og litaleiðréttir, forðastu „þurrar“ og íþyngjandi formúlur.

Veldu vel þegar kemur að snyrtivörum, kauptu frekar nokkrar vörur sem þú veist að klæða þig og kosta örlítið meira en margar ódýrari vörur sem fá enga ást, þá kemurðu út í miklum plús þegar á heildina er litið.
Prófaðu að nota kremaðan kinnalit og highlighter og sjáðu andlitið hreinlega lifna við!
Shimmering Skin Perfector frá Becca er dásamlegur highlighter. Prófaðu að bera hann á með rökum förðunarsvampi efst á kinnbeinin og niður nefið. Cushion kinnalitirnir frá Lancôme eru stórkostlegir. Fást í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.
Varastu að teikna augabrúnirnar of dökkar, veldu frekar kaldtóna augabrúnatón í lit sem er örlítið ljósari en hárin sjálf og fylltu léttilega upp í þær og greiddu upp með augabrúnageli. Það gefur andlitinu frísklegt yfirbragð.
Shape and Shade frá MAC er „tússpenni“ sem býr til örlitlar strokur sem líkjast hárum. Fæst í MAC, Smáralind. Við mælum með Brow Artist Plumper frá L´Oréal. Fæst í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.
Prófaðu að nota sólarpúður einnig sem augnskugga í kringum augun, það stækkar þau og tengir förðunina fallega saman.
Guerlain er þekkt fyrir bestu sólarpúðrin. Fæst í Hagkaup, Smáralind. Kremaði bronserinn frá Chanel er dásamlegur. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Ekki vanmeta varablýant í náttúrulegum nude tón, hann getur stækkað varirnar til muna en þær þynnast náttúrulega með árunum. Passaðu bara upp á litavalið og blandaðu vel.

Ef þú hefur ekki notað augnhárabrettara til þessa er kominn tími til, hann opnar augnumgjörðina fallega. (Vatnsheldir maskarar eiga það til að halda sveigjunni betur!)

Fjárfestu í góðum förðunarburstum, þeir þurfa ekki að vera dýrir, einungis vandaðir. Passlegt er að eiga sirka átta bursta fyrir þá sem farða sig daglega. Varastu að nota of stóra bursta, t.d í púður.

Ef þú grunnar augnlokin fyrir augnskugga helst hann á fram á rauða nótt. Við mælum með Paint Pot frá MAC í litnum Groundwork fyrir hinn fullkomna skuggalit.

Passaðu að hylja vel roða í kringum nef og höku, sérstaklega ef þú ætlar að nota rauðan varalit. Við elskum Forever Skin Correct-hyljarann frá Dior.

Við mælum eindregið með öllum snyrtivörunum hér að ofan.