VERTU MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM
Í hverjum mánuði vinnur heppinn póstlistavinur HÉR ER 15.000 kr. gjafakort frá Smáralind!
Förðunarfræðingurinn okkar hefur prófað, lesið og skrifað um óteljandi snyrtivörur í gegnum árin. Þannig að þegar hún segir að ein þeirra breyti leiknum hlustum við.
Snyrtivaran sem um ræðir er nýjasta viðbót við sjálfbrúnkuvörulínu St. Tropez og heitir Luxe Body Serum. Um er að ræða gelkennda formúlu sem smýgur inn í húðina á núlleinni og nærir eins og gott krem. Það sem gerir brúnkugelið frábrugðið öðrum er hversu hratt það þornar og það þarf ekki að hreinsa serumið af líkamanum. Ekki nóg með það, heldur er liturinn dásamlega fallegur og endist lengur en aðrar brúnkuvörur sem við höfum prófað og dofnar ekki með skellum eins og margar aðrar. Svo er alger bónus að geta farið beint upp í rúm með hvítum sængurfötum og -ekkert! Ekki eitt einasta smit! Engir brúnir blettir. Þvílík snilld!
Luxe Body Serum inniheldur níasínamíð, hýalúrónsýru og B5 vítamín sem veitir raka, dregur úr roða og jafnar húðlit. Serumið inniheldur einnig nýtt kollagenbætandi komplex, þekkt fyrir að hjálpa við að þétta, slétta og róa húðina. Það rennur auðveldlega á og er snertiþurrt á nokkrum sekúndum og engin þörf á að skola af.
Brúnka sem breytir leiknum, staðfest!