Fara í efni

Brúnkan sem breytir leiknum

Fegurð - 23. febrúar 2023

Förðunarfræðingurinn okkar hefur prófað, lesið og skrifað um óteljandi snyrtivörur í gegnum árin. Þannig að þegar hún segir að ein þeirra breyti leiknum hlustum við.

20% afsláttur í Hagkaup! Luxe Body Serum frá St. Tropez. 7.439 kr.

Snyrtivaran sem um ræðir er nýjasta viðbót við sjálfbrúnkuvörulínu St. Tropez og heitir Luxe Body Serum. Um er að ræða gelkennda formúlu sem smýgur inn í húðina á núlleinni og nærir eins og gott krem. Það sem gerir brúnkugelið frábrugðið öðrum er hversu hratt það þornar og það þarf ekki að hreinsa serumið af líkamanum. Ekki nóg með það, heldur er liturinn dásamlega fallegur og endist lengur en aðrar brúnkuvörur sem við höfum prófað og dofnar ekki með skellum eins og margar aðrar. Svo er alger bónus að geta farið beint upp í rúm með hvítum sængurfötum og -ekkert! Ekki eitt einasta smit! Engir brúnir blettir. Þvílík snilld!

Fyrir og eftir notkun á Luxe Body Serum frá St. Tropez.
Skrúbbaðu húðina og berðu rakakrem á þurr svæði. Berðu serumið á með ásetningarhanska til þess að fá jafna og fallega áferð, varan hefur leiðbeinandi lit sem hjálpar þér við ásetningu og tryggir að þú gleymir ekki svæðum á líkamanum. Náttúrulegur litur og ljómi myndast á 4-8 klukkustundum. Engin þörf á að skola af.
Luxe Body Serum inniheldur níasínamíð, hýalúrónsýru og B5 vítamín sem veitir raka, dregur úr roða og jafnar húðlit. Serumið inniheldur einnig nýtt kollagenbætandi komplex, þekkt fyrir að hjálpa við að þétta, slétta og róa húðina. Það rennur auðveldlega á og er snertiþurrt á nokkrum sekúndum og engin þörf á að skola af.

Uppáhalds brúnka fyrir andlitið

Ef þú ert að leita að brúnku fyrir andlitið mælum við með Luxe Tan Tonic Drops sem eru brúnkudropar sem blanda á út í andlitskrem. Þú stjórnar litnum með því að nota færri eða fleiri dropa, allt eftir því hversu djúpan lit þú vilt framkalla. Einnig er Bronzing Water Face Mist í uppáhaldi en það er andlitssprey sem er fáranlega einfalt í notkun og viðheldur ljóma og lit á auðveldan hátt.
Bronzing Water Face Mist frá St. Tropez, Hagkaup, 4.159 kr.
Lyfja, 7.998 kr.
Spreyjaðu Bronzing Water Face Mist yfir andlitið nokkrum sinnum í viku til að viðhalda frískleika allt árið um kring.
Brúnka sem breytir leiknum, staðfest!

Meira úr fegurð

Fegurð

Sumarlína Chanel er hönnuð fyrir nútímafólk á ferðinni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Bjútí tips frá Sofiu Richie sem allir eru að missa sig yfir

Fegurð

Topp tips frá hárgreiðslu­meistara

Fegurð

Vorlína Chanel er byggð á íkoníska rauða litnum

Fegurð

Heitustu trendin í hári

Fegurð

Stærsta bjútí trendið í dag-hefurðu prófað?

Fegurð

Hárvörur sem gera við hárið innan frá slá í gegn