Fara í efni
Kynning

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum

Fegurð - 31. október 2023

Sífellt fleiri eru meðvitaðir um innihaldsefni snyrti- og förðunarvara en þar kemur Dr. Hauschka sterkt inn enda vörumerki sem lengi hefur verið þekkt fyrir náttúrulegar gæðavörur sem eru án allra óæskilegra aukaefna. Skoðum aðeins klassísku vörurnar sem hafa lengi verið í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum og það sem er nýtt og spennandi frá Dr. Hauschka. 

Dr. Hauschka

Vinsældir Dr. Hauschka vörumerkisins fara sívaxandi þar sem sífellt fleiri eru meðvitaðir um innihaldsefni snyrtivara og kjósa snyrti- og húðvörur án allra aukaefna. Vörumerkið hefur fengist hér á landi í þónokkur ár en það var sett á laggirnar í Þýskalandi árið 1967. Nú er loksins hægt að fá förðunarvörur Dr. Hauschka í Hagkaup, Smáralind sem margir eiga án efa eftir að gleðjast yfir. Hugmyndafræðin, ásamt hreinum, lífrænum innihaldsefnum og sérstakri ræktun og meðhöndlun jurta, er það sem gerir Dr. Hauschka-vörurnar einstakar. Byggt er á þeirri hugsun að manneskjan sé heild og heilbrigði skapi fegurð og vellíðan stuðli að fallegu útliti og heilbrigð húð þýði falleg húð, óháð aldri. Allar snyrtivörurnar frá Dr. Hauschka eru lífrænar og náttúrulegar sem passa vel upp á og vernda húðina. Formúlurnar eru þægilegar í notkun með andoxunarríkum steinefnum og vítamínum sem henta öllum húðtýpum.
Sífellt fleiri kjósa náttúrulegar snyrtivörur í dag, án allra óæskilegra aukaefna.

Kremið sem J-Lo elskar

Áður en J-Lo fór út í eigin snyrtivörubisness talaði hún reglulega um það opinberlega hversu mikið hún elskar Rose dagkremið frá Dr Hauschka sem hún hefur notað um árabil. Kremið, sem inniheldur meðal annars Shea-smjör og rósarblöð virkar einsaklega róandi á þurra og pirraða húð. Jennifer Aniston og Julia Roberts eru líka aðdáendur, hvað þurfum við að vita meira?
Rose dagkremið frá Dr. Hauschka er í uppáhaldi hjá stjörnum á borð við J-Lo, Jennifer Aniston og Juliu Roberts.
Dr. Hauschka Rose Day Cream, Lyfja, 4.879 kr.

Dagatal drauma okkar

Vinsældir snyrtivörudagatala hafa farið stigvaxandi undanfarin ár og skyldi engan undra enda góð leið til að gleðja sjálfa sig í desember og kynnast nýjum og spennandi snyrtivörum. Dagatalið frá Dr. Hauschka fer beint á topp óskalistans okkar enda inniheldur það margar af vinsælustu snyrtivörunum frá þeim, bæði fyrir líkama og andlit. Fullkomin gjöf frá þér til þín!

Dagatalið inniheldur litlar stærðir af vinsælustu vörum Dr.Hauschka og fulla stærð af Hydrating Cream-maskanum sem er alger snilld fyrir þurra húð í kuldanum á Íslandi yfir vetrartímann.

Aðventudagatal Dr. Hauschka, Hagkaup, 19.999 kr.

Hydrating Cream-maskinn

Öflugur rakamaski sem gefur húðinni einstaka vernd og næringu og extra rakabúst. Fullkomin formúla fyrir mjög þurra, viðkvæma húð sem hefur þörf fyrir endurnæringu. Rakamaskinn hjálpar húðinni að ná bata og viðhalda auknu og fullkomnu rakastigi. Inniheldur dásamleg, náttúruleg innihaldsefni á borð við möndlu-, avókadó-og jojobaolíu.
Hydrating Cream-maski frá Dr. Hauschka, Hagkaup, 5.599 kr.

Glæsilegar, náttúrulegar förðunarvörur

Loksins eru förðunarvörurnar frá Dr. Hauschka fáanlegar í Hagkaup, Smáralind. Þær eru 100% náttúrulegar og eru nú einnig í enn betri og umhverfisvænni umbúðum. Förðunarvörurnar innihalda nærandi plöntur og eru úr náttúruleg hráefnum sem ræktuð eru á sjálfbæran hátt og eru öll fair trade. Förðunarvörurnar frá Dr. Hauschka innihalda náttúruleg steinefni og olíur sem þurrka ekki húðina. Góðar fyrir þig og umhverfið!

Förðunarvörurnar frá Dr. Hauschka sem eru 100% náttúrulegar fást nú í Hagkaup, Smáralind í nýjum, umhverfisvænum umbúðum.
Varalitirnir innihalda engar jarðolíur (petrolium), PEG eða tilbúin rotvarnarefni. Í staðinn er notast við 100% náttúruleg hráefni eins og möndluolíu, bývax og rósarblöð.
Augnskuggarnir frá Dr. Hauschka innihalda svart te sem hefur róandi áhrif sem er fullkomið fyrir viðkvæmt augnsvæðið.
Ef þú ert að leita að 100% náttúrulegum farða er tilvalið að kynna sér förðunarvörurnar frá Dr. Hauschka í Hagkaup, Smáralind.
Highlighterinn frá Dr. Hauschka inniheldur meðal annars virka efnið í anthyllis-plöntunni.
Litaleiðréttandi púður, Hagkaup, 5.999 kr.

Litaða dagkremið sem er að gera allt vitlaust

Ljósmyndarinn Saga Sig laumaði því að okkur um daginn að þetta litaða dagkrem sé mesta snilldin, gefi húðinni geggjaðan lit og ljóma og allir sem hún kynni það fyrir verði algerlega háðir því.
Litað dagkrem frá Dr. Hauschka, Elira, 5.790 kr.
Þú færð Dr. Hauschka í Hagkaup, Lyfju og snyrtivöruversluninni Elira, Smáralind.

Meira úr fegurð

Fegurð

Nýjar og spennandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð

Sumartrendin í förðun og Gosh á 20% afslætti

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti