NÁTTÚRA – VÍSINDI – ÞJÓNUSTA eru slagorð merkisins og hafa verið frá fyrsta degi en Kiehl´s var stofnað í New York árið 1851. Stofnandi merkisins var lyfjafræðingurinn John Kiehl. Lærlingur hans, Irving Morse, tók við rekstrinum árið 1921 og jók hann vöruval verslunarinnar sem varð að apóteki sem bauð upp á teblöndur, jurtir, lyf, hunang og fyrstu Kiehl’s vöruna!