Þið hafið væntanlega heyrt það nokkrum sinnum áður en undirbúningur fyrir farða skiptir miklu máli. Húðin þarf að vera vel nærð og ekki er verra að nota farðagrunn með ljómandi áferð til þess að gefa húðinni frísklegt yfirbragð. Við elskum Glowing Base frá Sensai.


Galdurinn á bakvið ljóma sem margir förðunarmeistarar framkalla svo einstaklega vel felur í sér notkun á highlighternum Shimmering Skin Perfector frá Becca. Prófaðu að nota hann í fljótandi formi með rökum förðunarsvampi eins og þeim frá Real Techniques og dúmpaðu á kinnbeinin, niður nefið, fyrir ofan efsta part augabrúnanna og efri vör. Smá á viðbeinið ef þú ert í stuði. J-lo hvað!
Trikkið við að fá augnskugga til að haldast á allan daginn og fram á rauða nótt er einfalt. Nokkurn veginn hver einasti förðunarmeistari notar svokölluð Paint Pot frá MAC. Kremaðir augnskuggar sem eru einnig besti grunnurinn fyrir púðurkennda augnskugga. Liturinn Groundwork er hinn fullkomni skuggalitur.
Ef þú vilt fágaðan glans á augun eða „fullorðinsglimmer“ sem er einstaklega flatterandi mælum við með Aura Dew frá Shiseido en svampkenndi glimmerskugginn býr nánast til „wet look“ á augnlokin sem eru svo móðins um þessar mundir. Notist á mitt augnlokið og jafnvel í augnkrókinn fyrir auka krydd.
Gel-setter yfirlakkið frá Essie gefur nöglunum „pró“ útlit og heldur naglalakkinu fallegu lengur en ella. Við mælum eindregið með.
Augabrúnirnar ramma andlitið inn og ekki sjálfgefið að finna lit við hæfi. Við mælum með Couture Brow-augabrúnaskrúfblýöntunum frá YSL en þeir koma í litatónum fyrir allar konur. Einnig er gott að nota litaða augabrúnagelið úr sömu línu til að ýfa brúnirnar upp og halda þeim á sínum stað yfir daginn.
Couture Brow koma í mörgum litum.
Gerviaugnhár gera heilmikið fyrir augnumgjörðina og gaman að nota þau við fínni tilefni. Nú er hægt að fá ódýr og ferlega góð augnhár í Lyfju eða Hagkaup. Við mælum með Kiss-augnhárunum en þau eru einstaklega náttúruleg.
Ef þú ert með olíukennda húð og leitar að púðri til að „setja“ förðunina án púðurkenndrar áferðar mælum við með lausa „ósýnilega“ púðrinu frá Sensai.
„Ósýnilega“ púðrið frá Sensai er með einstaka áferð.
All Nighter-farðaspreyið frá Urban Decay fær allt til að haldast á sínum stað frameftir öllu.

Gervibrúnka er nánast nauðsynleg þegar húðin okkar er grá og guggin eftir langan vetur. Við elskum náttúrulega brúnkuspreyið frá Marc Inbane sem gefur einstaklega fallegan lit og er auðvelt í notkun.
Marc Inbane-vörur fást í Lyfju, Smáralind.
Gervibrúnka er nánast nauðsynleg þegar húðin okkar er grá og guggin eftir langan vetur.