Fara í efni

Fegurðarleyndarmál stjarna á borð við Kim Kardashian, Victoriu Beckham og Rosie Huntington-Whiteley

Fegurð - 19. október 2022

Við hlustum allar þegar stjörnurnar koma með fegurðarráð eða nefna uppáhaldssnyrtivörurnar sínar í fjölmiðlum, jafnvel þó við vitum innst inni að það tekur talsvert meira en það sem þær nefna til að líta út eins og þær, það er full vinna. En engu að síður er gaman að þessu, hér eru nokkur (mis)góð ráð frá stjörnunum.

Meghan Markle

Förðunarfræðingur Meghan Markle, Daniel Martin hefur komið fram í fjölmiðlum með leyndarmálið á bakvið ljómandi húðina hennar Meghan og það er einstaklega gott trix sem kostar lítinn pening og fæst úti í apóteki. Hann notar Aquaphor-kremið frá Eucerin eins og highlighter efst á kinnbeinin og niður nefið en þannig ljómar húðin einstaklega á myndum en líka dagsdaglega. Til þess að „setja“ kremið og fá extra „popp“ á kinnbeinin notar hann púðurhighlighter frá Dior en við á HÉRER erum líka miklir aðdáendur hans sem fær fullt hús stiga hjá okkur.
Meghan Markle.
Aquaphor frá Eucerin, Lyfja, 1.595 kr.
Dior Forever Couture Luminizer, Hagkaup, Smáralind.

Priyanka Chopra

Internetið sprakk þegar fyrrum Miss World, leikkonan gullfallega Priyanka Chopra, birti uppskriftina að heimatilbúna túrmerik-maskanum sínum. „Ég luma á allskonar fegurðarleyndarmálum sem hafa varðveist milli kynslóða í fjölskyldunni minni og þau virka, alveg eins og töfrar!“ Til að útbúa einfaldan maska sem gefur húðinni mikinn ljóma er best að nota jógúrt sem aðalinnihaldsefnið. Blandaðu bara saman jöfnum hlutföllum af jógúrti og höfrum (sirka matskeið af hvoru) við túrmerik (1-2 teskeiðar). Blandaðu saman, berðu maskann á og leyfðu honum að vinna vinnuna sína í hálftíma eða svo og hreinsaðu svo af með volgu vatni. Við erum til í að prófa þennan!
Priyanka Chopra.

Gwyneth Paltrow

Leikkonan Gwyneth Paltrow er mikil talskona þess að þurrbursta á sér líkamann. „Það er geggjuð leið til þess að losna við dauðar húðfrumur og fá blóðrásina á hreyfingu. Þú tekur þurrburstann og byrjar neðst á fótunum og upp, alltaf í áttina að hjartanu. Þetta kemur blóðinu á hreyfingu og minnkar ásýnd appelsínuhúðar. Ég geri þetta á hverju kvöldi áður en ég fer í bað,“ segir Gwyneth.
Gwyneth Paltrow.
Professional Dry Skin-líkamsbursti, Elira, 2.990 kr.

Miranda Kerr

Miranda elskar sogæðanudd til þess að koma blóðinu á hreyfingu og til þess að minnka þrota í andlitinu. Aðferðina er hægt að nota hvort sem er með fingrunum eingöngu eða með Gua Sha-tæki eða andlitsrúllu. „Ég byrja hvern morgun á því að nota Gua Sha-stein sem notaður var til forna til heilunar og lækningar,“ sagði Miranda á dögunum. Gua Sha hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin en sú aðferð er notuð til þess að nudda andlitið og hálsinn, koma hreyfingu á blóðrásina, minnka þrota og lyftir líka og tónar andlitsdrættina. Miranda notar tæknina í fimm mínútur hvern morgun með andlitsolíu en þannig nær olían dýpra inn í húðina.
Miranda Kerr.

Fallegur kassi sem inniheldur Jade heart stein og rúllu og fæst í Elira í Smáralind. Inni í kassanum eru leiðbeiningar um hvernig er best að nota nuddtækin. Andlitsrúllan er úr hinum ótrúlega endingargóða, kristallaða steinefna jade-stein. Notkun steinsins með Gua Sha eykur blóðflæði og frumuendurnýjun í húðinni, sem er mikilvægt fyrir kollagenframleiðslu og teygjanleika húðarinnar. Áhrifin eru vísindalega sönnuð og örvun blóðflæðis eykst allt að fjórfalt við 8 mínútna notkun. Notkun Gua Sha og andlitsrúllu örvar andlitsvöðva og hefur góða eiginleika til að losa um vöðvaverki og spennu.

Gua Sha-sett, Elira, 6.990 kr.

Halle Berry

Þegar Halle Berry er spurð út í unglegt útlit og ljómandi húð segir hún leyndarmálið vera beinaseyði, eins óspennandi og það hljómar nú. „Það er ekkert mál að gera soðið sjálf, þú tekur beinin og sýður í 24 tíma og svo drekkurðu það. Beinaseyði er svo stútfullt af kollageni að það er rugl, “ segir hún með sannfæringu. Hvað segið þið, eruð þið til í þetta?
Beinaseyði er svo stútfullt af kollageni að það er rugl!
Halle Berry.

Olivia Munn

Við hljómum eins og rispuð plata en vatn er í alvörunni uppistaða alls, líka þegar kemur að fegurðarrútínunni okkar. „Við þörfnumst vatns til að halda okkur frísklegum og til að smyrja liðamótin og líka andlitið. Svo þurfum við að nota hýalúrónsýru-serum til að hjálpa okkur að koma vatninu inn í húðina. Ég drekk þrjá lítra af vatni á dag, sem getur alveg verið krefjandi. Ég nota hálfslítersflöskur sem virðist einhvern veginn ekki vera jafnkrefjandi og þrjár lítersflöskur. Vatnið hefur góð áhrif á efnaskipti líkamans, hjálpar til við þyngdarstjórnun og vökvar húðina innan frá,“ Segir Olivia. Við erum þokkalega í vatsnliðinu með Oliviu!

Hreint, glært hýalúron-serumið frá Evolve hentar fyrir venjulega og þurra húð. Hver flaska inniheldur 200 mg hýalúronsýru sem veitir raka að innsta lagi húðarinnar og lyftir upp fíngerðum línum og hrukkum. Lífræn granatepla-extract mýkir og verndar. Ilmar af mildu lífrænu rósarvatni.

Olivia Munn.
Hyaluronic 200 andlitsserum, Elira, 9.290 kr.

Olivia Palermo

Maturinn sem við látum ofan í okkur hefur heldur betur áhrif á húðina og á meðan húðvörur sem innihalda stóran skammt af andoxunarefnum eru fínar þá sakar ekki að fá extra búst úr mataræðinu. „Haltu þig frá sólinni, drekktu nóg af vatni og finndu krem sem henta húðtýpunni þinni best. Svo er geggjað að borða nóg af berjum, þau eru stútfull af andoxunarefnum.“ Við beint út í búð að kaupa stóra dós af bláberjum!
Olivia Palermo.

Rosie Huntington-Whiteley

„Ég hef strögglað með húðina mína frá því ég var unglingur og verandi fyrirsæta hef ég þurft að vera með eins góða húð og ég mögulega get. Þess vegna hef ég sett húðrútínu í forgang, framyfir farða í gegnum tíðina og ég er mjög ströng þegar kemur að henni. Ég fer reglulega í andlitsmeðferðir og nú þegar ég er komin á fertugsaldur er ég alveg hætt að vera með andlitið úti í sól og reyni að nota sólarvörn á hverjum degi.“ Góð ráð frá Rosie!
Rosie Huntington-Whiteley.
Anthelios-sólarvörnin frá La Roche-Posay, Lyfja, 5.146 kr.
Sólarvörnin Anthelios frá La Roche-Posay er í uppáhaldi hjá stjörnunum enda vita Frakkarnir nákvæmlega hvað þeir eru að gera þegar kemur að húðinni. La Roche- Posay er apótekaramerki sem fæst í Lyfju, Smáralind.
Til að halda í frísklegt útlit án sólar allan ársins hring mælum við t.d með andlitsspreyinu frá St. Tropez. Einfalt í notkun og útkoman náttúruleg og ljómandi.
Purity Face Mist frá St. Tropez, Lyfja, 6.026 kr.

Kerry Washington

„Ég er mikil talskona tvöfaldrar hreinsunar eins og kóresk fegurðarrútína (K-Beauty) hefur kennt mér og er mjög þakklát fyrir þá lexíu. Ég stunda tvöfalda hreinsun kvölds og morgna alla daga núna og ég elska það!,“sagði Kerry spennt við vinkonuna sína hana Opruh á dögunum.
Kerry Washington.
Japanir og Kóreubúar eru þekktir fyrir bestu húðrútínuna. Vörumerkið Sensai kemur frá japan og er þekkt fyrir tvöfalda hreinsun. Fyrra skrefið snýst um að taka farða af en seinna skrefið tekur umfram óhreinindin. Eftir stendur fullkomlega hrein og glöð húð!
Cleansing Oil frá Sensai, Hagkaup, 6.999 kr.
Clear Gel Wash frá Sensai, Hagkaup, 6.999 kr.

Julianne Moore

Julianne er þekkt fyrir ljómandi húð en hún notar Age Perfect Cell Renewal Midnight Anti-Aging Complex-serumið fyrst og svo dagkremið úr sömu línu til að fá sem mestan raka í húðina. Góðu fréttirnar eru að vörurnar fást í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.
Julianne Moore.
Age Perfect Cell Renewal Midnight Serum frá L´Oréal, Lyfja, 4.998 kr.
Age Perfect Cell Renewal -dagkrem frá L´Oréal, Lyfja, 4.853 kr.

Kim Kardashian

Heimsbyggðin virðist endalaust áhugasöm um það sem Kim Kardashian segir og gerir en áður en hún stofnaði eigin húðvörulínu kom hún opinberlega fram og sagði að uppháhaldskremið sitt í heiminum væri Orchidée Impériale Rich Cream frá Guerlain. Kremið hefur verið þekkt fyrir anti-aging eiginleika en það inniheldur brönugrös og einstaka abyssinian-olíu.
Kim Kardashian.
Guerlain fæst í Hagkaup, Smáralind.

Victoria Beckham, Hailey Bieber, Jennifer Aniston og Kardashian-systur

Hvað eiga þessar konur sameiginlegt spyrjið þið? Ást sína á „töfrakreminu“ The Rich Cream frá Augustinus Bader sem fæst nú í Elira í Smáralind.
Victoria Beckham.
The Rich Cream frá Augustinus Bader, Elira, 11.990 kr.

Meira úr fegurð

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum

Fegurð

Eitt vinsælasta húðvörumerki heims komið í Lyfju og það er á frábæru verði!

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með bestu snyrtivörunum á Tax Free afslætti