VERTU MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM
Í hverjum mánuði vinnur heppinn póstlistavinur HÉR ER 15.000 kr. gjafakort frá Smáralind!
Við hlustum allar þegar stjörnurnar koma með fegurðarráð eða nefna uppáhaldssnyrtivörurnar sínar í fjölmiðlum, jafnvel þó við vitum innst inni að það tekur talsvert meira en það sem þær nefna til að líta út eins og þær, það er full vinna. En engu að síður er gaman að þessu, hér eru nokkur (mis)góð ráð frá stjörnunum.
Fallegur kassi sem inniheldur Jade heart stein og rúllu og fæst í Elira í Smáralind. Inni í kassanum eru leiðbeiningar um hvernig er best að nota nuddtækin. Andlitsrúllan er úr hinum ótrúlega endingargóða, kristallaða steinefna jade-stein. Notkun steinsins með Gua Sha eykur blóðflæði og frumuendurnýjun í húðinni, sem er mikilvægt fyrir kollagenframleiðslu og teygjanleika húðarinnar. Áhrifin eru vísindalega sönnuð og örvun blóðflæðis eykst allt að fjórfalt við 8 mínútna notkun. Notkun Gua Sha og andlitsrúllu örvar andlitsvöðva og hefur góða eiginleika til að losa um vöðvaverki og spennu.
Hreint, glært hýalúron-serumið frá Evolve hentar fyrir venjulega og þurra húð. Hver flaska inniheldur 200 mg hýalúronsýru sem veitir raka að innsta lagi húðarinnar og lyftir upp fíngerðum línum og hrukkum. Lífræn granatepla-extract mýkir og verndar. Ilmar af mildu lífrænu rósarvatni.
Japanir og Kóreubúar eru þekktir fyrir bestu húðrútínuna. Vörumerkið Sensai kemur frá japan og er þekkt fyrir tvöfalda hreinsun. Fyrra skrefið snýst um að taka farða af en seinna skrefið tekur umfram óhreinindin. Eftir stendur fullkomlega hrein og glöð húð!