Blush
TikTok-kynslóðin er ábyrg fyrir því að kremaður kinnalitur á risastórt kombakk! Kinnalitur getur frískað okkur við á núlleinni og þess vegna skiljum við alveg hæpið. Dúmpaðu honum inn í húðina með rökum förðunarsvampi eða fingrunum, á kinnbeinin og yfir nefið fyrir þetta frísklega útitekna lúkk sem er svo eftirsóknarvert.
@jennaperryhair @patrickta
HÉR ER mælir með
Teint Idole Ultra Wear Blush Stick frá Lancôme. Fæst í Hagkaup og Lyfju.
Litríkur og grafískur eyeliner
Unga kynslóðin hefur verið dugleg að leika sér með eyeliner í öllum litum og formum síðustu misseri. Spurning hvort kenna megi grímunotkun um þar sem augun hafa spilað aðalhlutverkið á andlitinu síðustu tvö árin?
@katiejanehughes @katiejanehughes @rowisingh @gigihadid
HÉR ER mælir með
24/7 frá Urban Decay, Hagkaup. Velvet Touch-eyeliner frá Gosh, Hagkaup.
Náttúrulega ljómandi húð
Tími ýktra highlightera er liðinn en náttúrulega ljómandi húð fer aldrei úr tísku. Húðrútínan skiptir í þessu tilfelli því höfuðmáli og kremaðir highlighterar sem öskra minna er meira!

HÉR ER mælir með
Face And Body-farðinn frá MAC er einstaklega vatnskenndur farði sem er einn sá náttúrulegasti í bransanum. Auðvelt er að byggja hann upp, hann gefur fallegan ljóma og helst einstaklega vel á húðinni. Einnig er hann vatnsheldur. Synchro Skin Radiant Lifting-farðinn frá Shiseido er einn besti farði sem komið hefur á markað hin síðari ár, að okkar mati. Hylur frábærlega en gefur náttúrulegan ljóma eins og enginn sé morgundagurinn.
Face And Body frá MAC, Smáralind. Synchro Skin Radiant Lifting-farði frá Shiseido. Fæst í Hagkaup.
L.A Lights Lip & Cheek Color frá Smashbox gefur þennan ómótstæðilega ljóma sem við sækjumst öll eftir, líkt og við séum nýkomin úr spa-i. Hann er á helmingsafslætti í Lyfju í Smáralind og kostar 2.667 kr. Touche Eclat Glow Shot frá YSL er dásamlegur, kremaður highlighter sem kemur í þremur litatónum sem gefur Hollywood-ljóma á núlleinni. Fæst í Hagkaup í Smáralind. Notaðu highlighter niður nefið, efst á kinnbeinin og fyrir ofan efri vör.
L.A. Lights Lip & Cheek Color, Lyfja, 2.667 kr. Touche Eclat Glow Shot frá YSL, Hagkaup, Smáralind.
Sápubrúnir
Sophia Lauren startaði sápubrúnatrendi fyrir nokkrum áratugum síðan sem nú tröllríður bjútíbransanum enn á ný. Auðvelt er að framkalla lúkkið með glærri sápu og augnháragreiðu en einnig hafa snyrtivöruframleiðendur keppst við að framleiða sérstakar snyrtivörur sem gera nokkurn veginn það sama.
@lauramercier Sophia Lauren.
Hér kennir Nic Chapman okkur Soap Brow-aðferðina.
HÉR ER mælir með


Múrsteinsrauðar varir
Brúnir tónar á vörum í anda tíunda áratugarins hafa verið vinsælir að undanförnu og í haust heldur sú tíska velli þar sem múrsteinsrauðar varir verða allsráðandi.


Lítill vængur
Eyeliner í míníútgáfu kemur sterkur inn og við kunnum vel að meta trend sem auðveldar okkur morgunverkin. Notaðu eyelinerblýant til að krota örlítinn væng á augnháralínuna og fullkomnaðu með skásettum bursta og hyljara.


Kaldtóna augnskuggar
Eftir margra ára hlýtónaæði hafa augnskuggapallettur með köldum litatónum fengið uppreist æru. Svokallaðir taupe-litatónar henta flestum og eru klæðilegri en silfur í mörgum tilfellum.
Lyfja, 3.059 kr.

Allt í stíl
Svokallað monochromatic-lúkk er sjóðheitt en það þýðir einfaldlega að svipaður litatónn er notaður á augun, kinnar og varir.
Úr haustlínu Paraiso. Mynd: IMAXtree. @valentinacabassi. @bellahadid @hungvanngo
HÉR ER mælir með

Öfugur eyeliner
Hér er annað TikTok-trend sem hefur einnig notið vinsælda á hausttískusýningum stærstu tískuhúsa heims á borð við Dior. The Reverse Cat Eye er eins og nafnið gefur til kynna öfugur eyeliner eða kattarlegur eyeliner sem notaður er á neðri augnháralínuna.
@peterphilipsmakeup Dior haust 2021. Mynd: IMAXtree.
Eitís ívaf
Blár eyeliner og augnskuggi er að koma sterkur inn eins og sást á tískusýningarpallinum hjá Armani, meðal annars.
Armani haust 2021. Mynd: IMAXtree. @lisaeldridge @patrickta
Nú er bara að taka fram penslana og leyfa hugmyndafluginu að taka völdin!