
Við fögnum komu Dior aftur til landsins. Augnskuggarnir frá tískuhúsinu eru á sérstalli í okkar bókum og liturinn 530 Gallery er það eina sem þú þarft yfir allt augnlokið og málið er dautt.



Til að framkalla ljóma á kinnbeinin eins og á Kaiu hér að ofan mælum við með Inner Glow-highlighterunum frá Shiseido.

Góður maskari er gulls ígildi. Faux Cils frá YSL er legend í bransanum og lætur augnhárin líta út fyrir að vera gervi.

Kinnalitirnir frá Gosh eru í uppáhaldi hjá okkur og mikill plús að vörumerkið er umhverfisvænt og á góðu verði. Og vegan. Fullt hús stiga!

Synchro Skin Self-Refreshing-farðinn sprengdi alla væntingarskala þegar hann kom á markað og hefur hlotið einróma lof. Við erum aðdáendur.
Hér má sjá farðann á nokkrum húðlitatónum.

Hér má sjá hvernig sólarpúður kemur út í kringum augun, það tengir heildarlúkkið saman á fallegan hátt.

Til að skapa augabrúnir í anda Brooke Shields- eða Kaiu Gerber mælum við með augabrúnagelinu og primernum frá Urban Decay.

Við köllum Total Finish-púðurfarðann fótósjopp í dós. Silkikjúkur farði sem hylur vel og sest í línurnar og fyllir upp í þær, við getum svo svarið það! Besta snyrtivaran til að hafa í veskinu fyrir „touch up“ yfir daginn.

Hyljarinn frá Dior er einn sá allra besti sem við höfum prófað.
KINNALITIRNIR FRÁ GOSH ERU Í UPPÁHALDI HJÁ OKKUR OG MIKILL PLÚS AÐ VÖRUMERKIÐ ER UMHVERFISVÆNT OG Á GÓÐU VERÐI. OG VEGAN. FULLT HÚS STIGA!