
Fyrir nokkrum árum kom ilmurinn Mon Guerlain á markað og við fengum að kynnast honum og sögunni á bakvið hönnun hans en Angelina Jolie kemur þar við sögu. Leikkonan fagra tók mikinn þátt í því að hanna ilminn og hún er einnig andlit auglýsingaherferðanna. Allar götur síðan hefur Mon Guerlain verið í uppáhaldi og með þeim bestu sem við höfum fundið. Þess virði að tékka á ef þið eruð á höttunum eftir nýju ilmvatni.




Parure Gold er einn af uppáhalds spariförðunum okkar. Gerir húðina algerlega fullkomna. Sterk miðlungsþekja og falleg satínáferð.
Spennandi að prófa

MAD EYES-maskarinn lofar að gefa augnhárunum mikla fyllingu og lengja. Formúlan inniheldur nærandi efni sem þétta og lengja augnhárin líkt og serum, segir í kynningarefni um hann. Okkur langar að prófa!
Við sláum ekki hendinni á móti 20% afslætti af Guerlain!