Fara í efni

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með bestu snyrtivörunum á Tax Free afslætti

Fegurð - 1. september 2023

Það er sannkölluð snyrtivöruveisla í Smáralind þessa dagana en Hagkaup er með Tax Free af snyrtivöru, The Body Shop einnig og snyrtivöruverslunin Elira er með 20% afslátt. Förðunarfræðingur HÉR ER kallar ekki allt ömmu sína í þessum efnum en hér mælir hún með því sem stendur upp úr í snyrtivörubransanum þessa dagana.

Ef þú ert að leita að farða sem gefur húðinni extra mikinn ljóma og líkir eftir húðvörum þá gæti Revitalessence Glow frá Shiseido verið málið!

Farðinn sem allir eru að tala um

Förðunarfræðingur HÉR ER þreytist ekki á að tala um Shiseido-farðana sem hafa verið á topplista hennar síðustu árin. Á dögunum kom út nýr farði frá merkinu sem heitir Revitalessence Skin Glow en um er að ræða farða og húðvöru-hybrid sem gefur húðinni mikinn ljóma, með virkum efnum sem vinna á húðinni með aukinni notkun. Að okkar mati hendir hann Synchro Skin Radiant Lifting-farðanum frá Shiseido ekki af stalli en þær sem vilja extra ljóma og serum-líkan farða, jafnvel eldri húð og þær sem eru með þurra húð eiga líklega eftir að elska hann. Shiseido er á tvöföldum afslætti í Hagkaup, Smáralind þessa dagana.
Nýi farðinn frá Shiseido, Revitalessence Skin Glow, gefur húðinni einstakan ljóma.
Hér má sjá fyrir og eftir ásetningu en myndin er ekki fótósjoppuð.
Hagkaup, 7.740 kr.

Synchro Skin Radiant Lifting er enn á topplistanum okkar! Hinn fullkomni farði.

Hagkaup, 7.418 kr.
Fyrir og eftir ásetningu á Radiant Lifting-farðanum frá Shiseido.

Le Teint-farðinn frá Guerlain hefur verið í daglegri rútínu okkar síðan við prófuðum hann fyrst. Dásamlegur farði með náttúrulegri áferð sem verður eitt með húðinni og endist vel yfir daginn. Mælum mikið með því að skoða hann á Tax Free-dögunum í Hagkaup, Smáralind.

Fyrir og eftir ásetningu Le Teint-farðans frá Guerlain.
Le Teint-farðinn frá Guerlain er á Tax Free-afslætti í Hagkaup, Smáralind.
Ef þið eruð á höttunum eftir góðum primer sem gefur húðinni flauelskennda áferð mælum við með Forever Velvet Veil frá Dior.

Pallettur drauma okkar

Wild Nudes frá Guerlain er hin fullkomna augnskuggapalletta sem inniheldur þrjá matta liti og einn með smá ljóma sem klæðir alla augnliti vel. Frábær hversdags og við sparilegri tilefni. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Við heyrðum Hörpu Kára, einn flinkasta förðunarfræðing landsins, mæla heitt og innilega með þessari skyggingarpallettu frá Scott Barnes, á dögunum. Hægt að nota á allt andlitið og augun, þetta er pallettan sem við vissum ekki að við þyrftum að eignast! Elira, 11.192 kr.
Scott Barnes er sum sé meðal annars förðunarfræðingur J-Lo og er auðvitað þekktur fyrir ljóma-og skyggingartækni sína. Nú fæst pallettan hans í Elira, Smáralind.

Maskinn sem er að gera allt vitlaust

Við munum ekki eftir öðru eins hæpi, umtali og lofi eins og nýi Cryo-Flash Cream-maskinn frá Clarins hefur fengið síðan hann kom nýverið á markað. Maskinn vinnur með ákveðna kælitækni sem hingað til hefur eingöngu verið hægt að nálgast á snyrtistofum en hann lækkar hitastig húðarinnar um fjórar gráður og gefur instant stinningu og ljóma. Ef þú ert á höttunum eftir virkum maska gæti verið sniðugt að hafa augun opin fyrir þessum!
Cryo-Flash Cream-maskinn frá Clarins er að fá glimrandi dóma. Fæst í Hagkaup, Smáralind og er á Tax Free þessa dagana.
Fyrir og eftir að módelið leyfði Cryo-Flash Cream-maskanum að vera á húðinni í tíu mínútur.

3 fyrir 1 í nýjum varalitum

Japanski snyrtivöruframleiðandinn Sensai var að koma á markað með nýja varaliti sem heita Lasting Plump sem bera nafn með rentu. Um er að ræða litsterka, glossaða varaliti sem skilja eftir „stain“ á vörunum í langan tíma. Uppáhaldslitirnir okkar heita Juicy Red sem er hinn fullkomni, klæðilegi rauðtóna litur, Shimmer Nude sem er brúntóna nude og Rosy Nude sem er kaldtóna bleikur nude. Við mælum eindregið með að tékka á þessum; gloss, varalitur og „stain“ í einni vöru!
Liturinn Shimmer Nude í formúlunni Lasting Plump frá Sensai.
Liturinn Juicy Red er fullkominn, klæðilegur rauðtóna litur.
Lasting Plump frá Sensai í litnum Rosy Nude.

Húðvörur í hæsta gæðaflokki

Double Renew & Repair Advanced-serumið frá Guerlain er ein af þessum húðvörum sem við sáum instant mun á húðinni eftir ásetningu, án gríns! Við mælum með því að kynna sér þessa snilld. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Hollywood-liðið er í áskrift að húðvörunum frá Augustinus Bader og ekki að ástæðulausu. The Cream er létt, ferskt og einstaklega rakagefandi dagkrem sem eykur frumuendurnýjun og bætir útlit húðarinnar verulega. Innihaldsefni kremanna hafa verið rannsökuð og þróuð í 30 ár og eru þokkalega „impressive“. Inniheldur TFC8®. Elira, 10.392 kr.
Það þurfa allir C-vítamín inn í húðrútínuna sína en Vitamin C Glow-Revealing serumið jafnar húðlit og gefur þreytulegri og líflausri húð frísklegra yfirbragð og hefur slegið í gegn hjá snyrtivöruunnendum. Serumið inniheldur náttúrlegt C-vítamín í ríkulegu magni, eða um 10% og inniheldur þar að auki bakuchiol sem er náttúrlegt efni sem hefur sömu eiginleika og retinol, eykur teygjanleika og stuðlar að aukinni kollagenframleiðslu húðarinnar. The Body Shop, 4.392 kr.
Elizabeth Arden var að koma á markað með sjúklega spennandi húðvörulínu en White Tea Skin Solution Micro-Gel kremið inniheldur yfir 6,000 míkró-perlur til að tvöfalda raka húðarinnar á aðeins 15 mínútum. Tæknin byggist á EGCG, það birtir og betrumbætir áferð húðarinnar auk þess að mýkja fínar línur. EGCG er eitt af sterkustu andoxunarefnum sem finnast í náttúrunni og virkasta andoxunarefnið sem finnst í laufi White Tea blómsins. Hagkaup, 7.256 kr.
C-vítamín er nauðsynlegt inn í húðrútínu okkar allra en það gefur húðinni einstakan ljóma og verndar gegn umhverfinu.

Bjútífúl burstar

Farðaburstar og hreinsiefni eru ekki síður mikilvæg til að förðunin sé sem fallegust. Við mælum innilega með burstunum frá mykitco sem fást í Elira og nú er burstahreinsivörurnar frá Cinema Secrets, sem áður þurfti að flytja með sér heim eftir utanlandsferð, komnar til landsins. Fást bæði í Elira og Hagkaup, Smáralind.
Mini Smudge-burstinn er fullkominn til að blanda eyeliner og búa til smokey effekt á augun. Elira, 2.712 kr.
Við elskum að bera fljótandi-og púðurfarða á með þessum! My Flawless-farðabursti, Elira, 3.992 kr.
Nú eru Cinema Secrets-vörurnar loksins til sölu hér á landi! Fást í Elira og Hagkaup, Smáralind.
Vandaðir farðaburstar gefa gæfumininn en við mælum með merkinu mykitco sem fæst í Elira, Smáralind.

Varablýantur sem allir þurfa að eiga

Whirl er einn af þessum varablýöntum sem allir og amma þeirra hafa talað um og lofað í gegnum árin. Nýverið splæstum við í hann í fyrsta sinn og hæpið er skiljanlegt! Fullkominn litur til að láta varirnar líta út fyrir að vera stærri og passa við svo marga varaliti.
MAC, Smáralind, 4.185 kr.

Það eru allir að missa sig yfir maskaranum frá Sweed sem hefur unnið til verðlauna og fengið mikið umtal á samfélagsmiðlum. Hann líkir eftir „Lash Lift“ á snyrtistofu og gefur því augnumgjörðinni dásamlega fallegt yfirbragð. Fæst í Elira, Smáralind.

Elira, 3.992 kr.

Unaðslegir ilmir

Chanel var að koma á markað með nýjan og ferskan sítrusilm undir nafninu Chance sem mun án efa heilla nýja kynslóð Chanel-aðdáenda.
Hollywood-stjarnan Austin Butler er nýtt andlit glænýja rakspírans Myslf frá Yves Saint Laurent sem var að detta í verslanir. Þeir sem fíla Bottled frá Boss, One Million frá Paco Rabanne og Sauvage frá Dior eiga eftir að elska þennan!
Ekki nýr ilmur en við uuurðum að troða Lady Fabulous frá Paco Rabanne inn í þessa snyrtivöruumfjöllun en ekki láta nafnið slá ykkur út af laginu: ilmurinn er ávanabindandi! Hvetjum ykkur til að prófa næst þegar þið eigið leið í snyrtivörudeildina í Hagkaup.
Allir næntís unglingar muna eftir White Musk frá The Body Shop en það fyndna við þennan goðsagnakennda ilm er að tíminn hefur farið fallegum höndum um hann og White Musk er enn jafn heillandi og hann var í denn. The Body Shop, 3.816 kr.

Þokkafullir augnskuggar frá Chanel

Í haust- og vetrarlínu Chanel Beauty koma meðal annars flauelskenndir, litsterkir augnskuggar sem endast vel á augunum en fyrirsætan sem sýnir þá er engin önnur en Kristen Stewart. Snyrtivörurnar frá Chanel fást bæði í Elira og Hagkaup, Smáralind.
Kristen Stewart er andlit Chanel Beauty.
Liturinn Sycomore er einstaklega klæðilegur litur sem heillar okkur.
Chêne Brun-liturinn er líka spennandi!

Meira úr fegurð

Fegurð

Nýjar og spennandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð

Sumartrendin í förðun og Gosh á 20% afslætti

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti