
Hefurðu velt því fyrir þér hvernig sumar konur virðast hreinlega ljóma? Leyndarmál förðunarfræðinga um heim allan er Shimmering Skin Perfector frá Becca sem er highlighter í fljótandi formi. Förðunarfræðingurinn Lisa Eldridge hefur notað hann um áratugabil en best er að nota highlighterinn efst á kinnbeinin, niður nefið og fyrir ofan efri vör. Gott er að bera hann á með rökum förðunarsvampi og dúmpa létt inn í húðina. Áferðin er náttúruleg og ómótstæðileg. Becca-vörurnar fást í snyrtivörudeild Hagkaups.
Förðunarfræðingurinn Lisa Eldridge. Hér má sjá ljómandi húð sem er svo eftirsóknarverð.
Face and Body-farðinn frá MAC er einn af þessum förðum sem finna má í „kitti“ flestra förðunarfræðinga. Ástæðan er einfaldlega sú að hann gefur einstaklega náttúrulega áferð, auðvelt er að byggja hann upp og svo þornar hann og endist vel. Einnig er mjög vinsælt að nota þennan mjög svo fljótandi farða á útlimi, enda smitast hann ekki í föt eftir að hann þornar. Mjög góð kaup fyrir brúðkaupsvertíðina sem er í vændum.

Pot Rouge frá Bobbi Brown eru kremaðir kinnalitir sem einnig má nota á varirnar. Snyrtivaran hefur verið vinsæl hjá þekktustu förðunarmeisturum heims um árabil en Bobbi Brown sjálf er hvað þekktust fyrir náttúrulegan förðunarstíl. Bobbi Brown-vörurnar fást í Hagkaup, Smáralind.
Pot Rouge frá Bobbi Brown. Brosið og berið efst á epli kinnanna og nuddið upp.
Guerlain eru einfaldlega bestir í bronserum og það vita bestu förðunarfræðingar heims. Guerlain-snyrtivörurnar fást í Hagkaup.

Paint Pot-in frá MAC eru sennilega til í „kittum“ flestra förðunarfræðinga en snyrtivaran er að margra mati besti augnskuggagrunnurinn í bransanum. Liturinn Groundwork er hinn fullkomni náttúrulegi skuggalitur.

Ef þú ert að leita að fullkomnum nude þá er varalitur nr. 642 úr Color Riche-línu L´Oréal málið. L´Oréal fæst í Hagkaup og Lyfju.

Ef þú vilt losna við glansinn á húðinni en síður fá púðurkennda áferð er litlausa púðrið frá Sensai þinn besti vinur. Sensai fæst í Hagkaup, Smáralind.
Hér sjáið þið fyrir og eftir púðurásetningu. Púðrin frá Sensai eru engu lík.
Paint Pot-in frá MAC eru sennilega til í „kittum“ flestra förðunarfræðinga en snyrtivaran er að margra mati besti augnskuggagrunnurinn í bransanum. Liturinn Groundwork er hinn fullkomni náttúrulegi skuggalitur.