EGF Essentials
Gjafasett fyrir heilbrigða húð sem inniheldur EGF serum húðdropa og tvær lúxusprufur.

Vörurnar í gjafasettinu vinna á hrukkum og fínum línum og endurnæra húðina. Inniheldur EGF Serum húðdropa og lúxusprufur af EGF Day Serum og EGF Essence.
Margverðlaunuðu EGF Serum húðdroparnir eru byltingarkennd húðvara sem inniheldur aðeins 7 innihaldsefni, hún hentar öllum húðgerðum og er án ilmefna, olíu, alkahóls og rotvarnarefna.
Dregur verulega úr fínum línum og hrukkum. Endurnýjar, endurnærir og endurbætir húðina, eykur þéttleika hennar og jafnar raka.
EGF Essence er létt, nærandi andlitsvatn sem eykur mýkt, raka og heilbrigði húðarinnar ásamt því að undirbúa hana fyrir það Bioeffect serum eða rakakrem sem á eftir kemur og auka EGF virkni þeirra.
EGF Day Serum berst gegn öldrun húðarinnar og er sérstaklega hannað fyrir notkun að degi til. Það dregur úr fínum línum og hrukkum, dregur fram ljóma og fallegt litarhaft, jafnar rakastig húðarinnar og veitir mjúka áferð sem gerir það að góðum grunni undir farða.
Vörurnar vinna afar vel saman og mynda góða daglega EGF húðumhirðu. Frábær kynning á Bioeffect vörulínunni.

Notkunarleiðbeiningar
EGF Serum
Berið 2-4 dropa á andlit og háls á hreina húð á hverju kvöldi.
EGF Day Serum
Berið 1-2 pumpur á andlit og háls á hreina húð að morgni. Bíðið í 3-5 mínútur svo húðin geti dregið í sig serumið, áður en sólarvörn eða farði er borinn á.
EGF Essence
Hellið lófafylli af EGF Essence í hendina, um það bil 2-4 skvettur. Þrýstið mjúklega inn í húð á andliti og háls. Notið Bioeffect serum á eftir.
Verð: 14.600 kr. (raunvirði 18.350 kr.)


Total Rejuvenation
Gjafasett sem skilar einstökum árangri. Inniheldur 30 Day Treatment og þrjá Imprinting Hydrogel Maska.

Tryggðu hámarksárangur með 30 Day Treatment sem gæðir húðina nýju lífi með virkni í hverjum dropa. Þrír Imprinting Hydrogel Maskar magna áhrifin og veita djúpan raka. Húðin geislar af fegurð og heilbrigði á eftir.
30 Day Treatment er virkasta vara okkar og inniheldur þó bara 9 innihaldsefni, hún hentar öllum húðgerðum og er án ilmefna, olíu, alkahóls og rotvarnarefna.
Yngir upp og lagfærir húðina, eykur rakastig hennar og gefur jafnara yfirbragð og ljóma. Minnkar hrukkur, húðholur og roða og eykur þéttleika og mýkt húðarinnar.
Imprinting Hydrogel Mask er hágæða rakamaski sem veitir húðinni mikinn og djúpan raka og er sérhannaður til að hámarka áhrif EGF prótínsins í Bioeffect serumum.
Hér er á ferðinni öflug meðferð og frábær gjöf fyrir alla þá sem vilja dekra við húðina.

Notkunarleiðbeiningar
Berið 2-4 dropa af 30 Day Treatment á hreina húð kvölds og morgna. Einu sinni í viku er gott að nota Imprinting Hydrogel Maska til að auka raka og hámarka áhrif meðferðarinnar. Berið 30 Day Treatment á húðina. Opnið maskabréfið, takið maskann varlega í sundur og leggið á húðina. Leyfið maskanum að vera á húðinni í 15 mínútur. Fjarlægið og nuddið afgangsserumi inn í húðina.
Verð: 26.600 kr. (raunvirði 31.670 kr.)


Hin fullkomna jólagjöf frá mér til mín.
Við minnum á Tax Free-afslátt í Hagkaup, Smáralind til 26.nóvember.
