Drengjakollur
Ekki síðan Linda Evangelista sat fyrir á síðum Vogue fyrir Peter Lindbergh á tíunda áratugnum hefur drengjakollurinn verið jafn eftirsóttur. Við erum að elska þetta trend!
Au Naturel
Við elskum að sjá fólk rokka sinn náttúrulega hárlit og áferð, hvort sem það er sítt, grátt hár eða veglegt afró.
Euphoria-æði
Sjónvarpsþættirnir Euphoria hafa heldur betur haft áhrif á það hvernig fólk farðar sig og hefur leyft artistanum í fólki að njóta sín til hins ítrasta.
Hollywood-bomba
Á hátískuvikunni í París mátti að sjálfsögðu einnig sjá klassíska liði, ljómandi húð og smokey, eins og við var að búast.
Steldu stílnum
Er ekki brosið fallegasti fylgihluturinn? Paraðu dimmrauðar varir við ljómandi húð og haltu restinni af förðuninni í lágmarki fyrir ekta franskt lúkk.
Red hot
Ofurfyrirsætan Karen Elson er gangandi auglýsing fyrir hversu fallegt eldrautt hár er.
Chic Bob
Önnu Wintour-áhrifin í hári má sjá víða en klassíska, franska "bob"-klippingin er alltaf trés chic.
Pony
Upphá tögl og hárspangir eru hámóðins þessi dægrin.
Glimmergleði
Stílstjarnan Leonie Hanne er dugleg við að leika sér með mismunandi og oft og tíðum skemmtilega öðruvísi förðun sem gerir mikið fyrir heildarlúkkið. Hér sést hún á götum Parísarborgar með gyllt glimmer á augnlokunum sem passar vel við gyllta fylgihlutina.