70´s
Áttundi áratugurinn hefur tröllriðið tískuheiminum síðustu misserin og nú er heldur betur komið að hárinu að taka við keflinu og halda stílnum á lofti. Hártoppar, permanent, náttúrulegir liðir og miklar styttur og svo má ekki gleyma gamla, góða hárblæstrinum með rúllubursta.

Ef við ættum að nefna eina fyrirmynd þegar kemur að hártískunni um þessar mundir, myndum við ekki hika. Nafn Jane Birkin kemur strax upp í hugann. Skellum smá Jane og Serge á fóninn og setjum okkur í stellingar!

Beint af pöllunum
Hér má sjá seventís-stílinn hjá stærstu tískuhúsum heims. Tjásulegur toppur, styttur og náttúrulegir liðir eru við lýði.
Krullukrem frá HH Simonsen, Lyfja, 3.724 kr. Ferðahárblásari frá HH Simonsen, Lyfja, 13.576 kr.
Cha cha-Chanel
Hér má sjá seventís-stíla hjá Chanel í stíl við vortísku næsta árs.

Þverskurður
Bob-stíllinn sækir einnig í sig veðrið eins og sjá má á Kaiu Gerber og á Jill Kortleve hjá Chanel.


Dásamleg sjampó við öllum vandamálum frá Pharmaceris. Lyfja, 2.499 kr. Æðislegur hármaski frá VICHY, Lyfja, 4.939 kr.
Stjörnustælar
Skoðum hárið á heitustu konum heims.

Þurrsjampó gefur hárinu lyftingu, Lyfja, 575 kr. Saltsprey gefur hárinu sexí áferð. Lyfja, 2.189 kr.

Grátt og gordjöss
Sífellt bætist í hóp þeirra sem leyfa gráa litnum að skína í gegn, sem hentar ágætlega í heimsfaraldri. Hér eru æðislegar tískufyrirmyndir með gráa lokka.
Linda Rodin eða @lindaandwinks er þekkt fyrir gráu lokkana sína. Grece Ghanem eða @greceghanem er smart.

Skrautfjöðurin
Punkturinn yfir i-ið er svo fylgihluturinn í hárið en stórar slaufur eru hámóðins og næntís-legar klemmur eru ekki að fara neitt.
Þrjár klemmur saman á 1.995 kr. Fæst í Zara. Monki er með æðislegt úrval hárfylgihluta.
Setjum smá Jane og Serge á fóninn og setjum okkur í stellingar!