Fara í efni

Hátíðarförðunin 2022

Fegurð - 15. desember 2022

Förðunarfræðingur HÉR ER veitir hér góðan innblástur að hátíðarförðun og mælir með réttu snyrtivörunum í verkið.

Rauður varalitur parast vel við náttúrulega, ljómandi húð og látlausa augnförðun. Nútímalegt og ferskt!

Red hot

Hvað eru jól án þess að rauði varaliturinn sé tekinn upp? Hér eru nokkrir litir og formúlur sem við mælum heilshugar með.
Gullfallegur rauður með mattri áferð frá Lancôme í lit Not Flirtin, Hagkaup, 5.599 kr.
Spice it Up frá MAC, 5.190 kr.
Vinyl Ink frá Maybelline í litnum Red Hot. Formúlan endist fáranlega vel á! Hagkaup, 2.699 kr.
Tnteaser frá MAC, 5.190 kr.
Dásamlega nærandi gloss í fagurrauðum lit frá Sensai. Hagkaup, 5.899 kr.
Baksviðs hjá Carolinu Herrera mátti sjá bleikrauðar varir og ljómandi förðun. Carolina klikkar ekki á rauða varalitnum, frekar en fyrri daginn.
Vínrauðar varir eru sexí og koma vel til greina við hátíðarlúkkið. Þá kemur varaliturinn Diva frá MAC sterkur inn.
Chanel haust 2022.
Diva varaliturinn í míníútgáfu! MAC, 2.990 kr.
Dökkt smokey við rauðar, vel skyggðar varir hjá Schiaparelli.
Hver segir að augun og varirnar megi ekki vera áberandi á sama tíma? Það eru engar reglur þegar förðun er annars vegar.
Mattar, rauðar varir hjá Ferrari.
Glossaðar og djúsí varir baksviðs hjá Helen Anthony.

Glimmer og glans

Áramótapartíið er ekki fullkomnað nema augun séu glansandi fín með glimmerögnum. Hér mælum við með skotheldum snyrtivörum fyrir Gamlárs!
Glossaðar, nude varir tóna vel við glimmerförðun og leyfa augunum að sjá um alla vinnuna!
Mega sjimmeraður augnskuggi frá YSL, Hagkaup, 5.599 kr.
Blautur augnskuggi með ljómandi áferð frá NYX, Hagkaup, 1.995 kr.
Gullfallegur glansandi augnskuggi í grænum tón frá Clarins, Hagkaup, 4.799 kr.
Ein af okkar uppáhaldsformúlum! Pop PowderGel frá Shiseido. Hagkaup, 4.499 kr.
Glimmeragnir fyrir andlit og líkama frá NYX, Hagkaup, 1.595 kr.
Blautur augnskuggi frá MAC sem helst á langt fram á rauða nótt, 5.490 kr.
Ef þú ert ein af þeim sem fílar ekki glimmer þá mælum við með kremuðum, sanseruðum augnskuggum frá RMS Beauty sem fást í Elira í Smáralind.
Berðu kremaðan augnskugga á með fingrunum upp að glóbuslínu og blandaðu skilin svo með sólarpúðri og stórum og mjúkum augnskuggabursta.
Eye Polish, kremaður augnskuggi frá RMS Beauty, Elira, 6.590 kr.
Eyelights, kremaður augnskuggi frá RMS, Elira, 6.490 kr.

Skothelt smokey

Ef allt annað þrýtur er klassíska smokey-förðunin alltaf skotheld.
Hátíðarpalletta frá Chanel, fæst í Hagkaup.
Couture Colour Clutch-palletta frá YSL, Hagkaup, 16.999 kr.

Litadýrð

Það er gaman að leika með sterka liti í augnförðun í kringum hátíðarnar.
Gullfalleg palletta frá NYX, Hagkaup, 2.995 kr.
Geggjaður augnskuggapenni frá Lancôme sem endist og endist, Lyfja, 5.155 kr.

Ómissandi augnhár

Gerviaugnhár setja punktinn yfir i-ið í glamúrnum og gefa augnumgjörðinni kynþokkafullt yfirbragð.
Sjúklega sexí augnhár frá Sweed, Elira, 3.990 kr.
Hér má sjá Sweed-augnhárin á augunum.
Sultry Corner-augnhár sem Nikki Makeup hannaði fyrir Sweed. Fullkomlega látlaus og falleg. Elira, 3.790 kr.
Most Wanted-augnhár frá Eylure, Lyfja, 1.973 kr.

Flottir fingur

Glimmer, gleði og glans á líka við um neglurnar!
Blue Moon frá Nailberry, Elira, 2.990 kr.
Stargazer frá Nailberry, Elira, 2.990 kr.
Claire de Lune úr hátíðarlínu Chanel, fæst í Hagkaup.
Electric Geometric frá Essie, 2.236 kr.
Metallic Composition frá OPI, Hagkaup, 2.199 kr.
Bring Out The Big Gems frá OPI, Hagkaup, 2.199 kr.
Glamazon og 50 Shades frá Nailberry, Hagkaup, 4.499 kr.
Rauðar neglur eru staðalbúnaður í kringum jólin.

Brilljant brúnka

Á þessum árstíma, þegar við höfum varla séð til sólar í marga mánuði er ekkert betra en að fríska sig við með smá brúnku. Hér eru þær snyrtivörur sem förðunarfræðingur HÉR ER mælir með til að fríska sig við á hryssingslegum vetrardögum.
Prófaðu að bera brúnkufroðuna frá St. Tropez á með stippling-bursta úr gervihárum á þá staði sem þú setur vanalega sólarpúður á: í kringum hárlínuna, yfir nefið og á kinnbein og kjálkalínu. Ekki gleyma hálsinum!
Luxe Whipped Mousse brúnkufroða frá St. Tropez, Lyfja, 9.290 kr.
Tan Self Tonic-dropar frá St. Tropez sem blanda má út í dag-eða næturkrem. Lyfja, 8.248 kr.
Bronsing gelið frá Sensai gefur andlitinu lit og ljóma, Hagkaup, 5.999 kr.
Healthy Glow Bronzing Cream, Kremað sólar„púður“ frá Chanel, fæst í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr fegurð

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum

Fegurð

Eitt vinsælasta húðvörumerki heims komið í Lyfju og það er á frábæru verði!

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með bestu snyrtivörunum á Tax Free afslætti