Litadýrð
Við munum sjá miklu meira af áberandi litum á augum á næstunni og þá verður blái liturinn sérstaklega vinsæll. Maskarar í allskyns litum eru líka með endurkomu en þetta er kærkomin tilbreyting frá „no make up make up“-trendinu sem tröllriðið hefur öllu síðustu árin.
Steldu stílnum
Kinnalitur fyrir allan peninginn
Kinnalitaæðið síðustu misserin hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með straumum og stefnum í tískubransanum. Hailey Bieber er drottning kinnalitsins og Kylie Jenner hefur einnig sést með minna af glamúrförðuninni sem hún er þekkt fyrir og farið meira yfir í náttúrulegra útlit og vel af kremuðum kinnalit. Snyrtivöruframleiðendur keppast við að koma út með nýjar og spennandi formúlur og við gætum ekki verið spenntari.
Steldu stílnum
Lítill fugl hvíslaði því að okkur að Backstage-lína Dior sé jafnvel á leið til landsins en nú þegar er hægt að fá „viral“ Bacstage-kinnaliti Dior í Hagkaup, Smáralind.
Einlita 90´s
Næntísstíllinn er kominn til að vera en hvort sem förðunin er kölluð Latte Make Up, Strawberry Girl eða eitthvað nýtt í næstu viku, þá er sami tónn yfir allt andlitið, í anda tísku tíunda áratugarins, að trenda.
Steldu stílnum
Varaglossarnir- og olíurnar eru ekki á förum. Hér eru nokkrar formúlur sem við mælum með!
Grunge
Við höldum áfram að stela trendum frá tíunda áratugnum og munum sjá meira af rokkaðri og ófullkominni grunge förðun. Nú er tíminn fyrir eyeliner sem lítur út fyrir að hafa lifað heljarinnar partínótt af!
Flauelskennt
Þó ljómandi húð sé kannski ekki beint á útleið munum við sjá meira af flauelskenndri áferð á húðinni og nýjar og spennandi formúlur poppa upp sem fullkomna ásýnd húðarinnar.
Steldu stílnum
Þynnri og náttúrulegri brúnir
Við erum ekki að tala um örmjóu pennastrikin aftur, þannig að við getum öll andað léttar. En nú virðist sem ofurýktu og sleiktu augabrúnirnar séu kannski svolítið á útleið og náttúrulegri brúnir séu að verða vinsælar aftur. Skyggðar með þunnum augabrúnablýanti og greiddar í náttúrulegt form er málið í dag.
Steldu stílnum
Nýjar formúlur
Spennandi formúlur fyrir húðina okkar eru komnar á markað og alltaf gaman að sjá hvernig tækninni fleytir fram og hvað er nýtt og spennandi í þeim efnum.