Fara í efni

Heitustu trendin í hári

Fegurð - 15. mars 2023

Það hefur sjaldan verið jafn gaman að fylgjast með straumum og stefnum í hári en við fögnum raunverulega fjölbreytileikanum í dag. Hvort sem þú fílar kæruleysislegan snúð í anda Pamelu Anderson, svokallaða Pixie-klippingu sem Mia Farrow gerði ódauðlega í Rosemary´s Baby eða eitthvað nútímalegt eins og skærlita lokka, ættirðu að geta fundið eitthvað sem undirstrikar þinn einstaka persónuleika og stíl. Skoðum saman hárið á stílstjörnunum á nýafstaðinni tískuviku í Parísarborg.

Messy Bun

Kæruleysislegar uppgreiðslur í anda Pamelu Anderson eru að trenda.
Pamela Anderson hefði rokkað þessa greiðslu á tíunda áratug síðustu aldar.
Kemur vel út í liðuðu hári.
Franska útgáfan af kæruleysislega snúðnum.
Örlítið settlegri útgáfa en stórkostlega falleg engu að síður.
Þú finnur fjöldan allan af kennslumyndböndum sem sýnir hvernig á að búa til „Messy Bun“ í anda Pamelu Anderson á TikTok og Youtube.
Hársprey, Lyfja, 1.202 kr. Sígilda hárspreyið sem gefur hárinu sérstaklega gott hald, náttúrulega áferð og lyftingu og þyngir alls ekki hárið.
Texturising sprey, Hagkaup, 2.299 kr. Þú færð þurra áferð með einum úða sem eykur umfang hársins og gefur frjálslegt yfirbragð.

Bob og lob

Bob-klippingin er alltaf tískó en lengri bróðirinn Lob er líka vinsæll í dag. Ef keilujárn eða sléttujárn er notað í þessar stuttu klippingar er það nánast eingöngu til að gera léttar „beyglur" en ekki krullur eða ýkta liði.
Charlize Theron stórglæsileg fyrir utan tískusýningu Dior með þessa líka áreynslulausu bob-klippingu.
Gamla, góða sléttujárnið klikkar seint!
Annað Dior-lúkk á þessari fallegu fyrirsætu þar sem smart bob-klipping nýtur sín vel.
Ekta franskt og trés chic-útlit.
Klippingin kemur einnig vel út með svona grafískari línum og tjásutoppi.
Til að framkalla þetta lúkk á hárið eins og sést hér á stílstjörnunni Chiara Ferragni er sniðugt að nota sléttujárn og sveigja það fram og tilbaka. Mælum með kennslumyndböndum á TikTok eða Youtube.
Hárkrem, Hagkaup, 1.699 kr. Vinsælt krem fyrir allar hárgerðir sem mýkir og gefur fallegan glans, hemur úfning.
Versla
Hárkrem, Hagkaup, 1.699 kr. Vinsælt krem fyrir allar hárgerðir sem mýkir og gefur fallegan glans, hemur úfning.
GHD Max sléttujárn og hárbursti í tösku, Hagkaup, 33.999 kr. Hentar vel þykku og síðu hári.

Wet Look

Þær voru ófáar stílstjörnurnar sem sportuðu vel stíliseruðu Wet-Look-i þar sem partur af hárinu lítur út fyrir að vera blautt en það getur verið ákveðinn höfuðverkur að framkvæma með allskyns hárvörum, spennum og hárblæstri.
Olivia Palermo á götum Parísarborgar með Wet Look-hár sem er hámóðins við sparileg tilefni í dag.
Verst það getur verið vesen að herma eftir þessu útliti.
Hárgel, Hagkaup, 1.699 kr.

Hálft upp, hálft niður

Stelpulegar greiðslur eins og hálft upp, hálft niður sáust líka á stjörnum á borð við Jessica Alba á tískuviku. Það góða við þetta lúkk er að það er einfalt að apa eftir og skothelt við hvaða tilefni sem er.
Jessica Alba sæt á tískuviku í París.
Þessi hárgreiðsla kemur sérstaklega vel út í krulluðu hári.
Dömulegt og sætt útlit.

Pixie og mullet

Svokölluð pixie-klipping hefur verið móðins af og til frá því Mia Farrow sportaði einni slíkri í Rosemary´s Baby. Öppdeituð útgáfa er að trenda en líka þær sem minna okkur á níunda áratuginn eða gamla, góða mulletið.
Grátóna Pixie á götum Parísarborgar þegar tískuvika fór fram þar á dögunum.
Bleik og bjútífúl pixie.
Öppdeituð og mjög svo frönsk útgáfa.
Svokölluð pixie-klipping hefur verið móðins af og til frá því Mia Farrow sportaði einni slíkri í Rosemary´s Baby.
Hármótunarefni, Lyfja, 2.489 kr. Létt hármótunarefni sem mótar, gefur gljáa og gerir hárið meðfærilegra. Millistíft hald. Hentar vel fyrir stutt og miðlungs sítt hár.
Mótunarleir, Lyfja, 1.815 kr. Hentar vel í allar síddir hárs og gefur því aukna fyllingu og þéttleika. Mótaðu hárið eftir þínu höfði - stíllinn endist allan daginn!

Litríkir lokkar

Við höfum sjaldan orðið vitni að annarri eins litasprengju eins og í hártískunni í dag. Pasteltónarnir eru enn að trenda en einnig sterkari grunnlitir eins og grænn og blár. Fyrir þau ykkar sem þora er þetta geggjað ferskt og skemmtilegt!
Pastelgrænt og geggjað!
Babybleik og bjútífúl pixie-klipping.
Appelsínugult og glæsilegt.
Blái liturinn kemur sterkur inn með haustinu.
Hér kemur græni tónninn skemmtilega út á þessari bob-klippingu.
Litamaskari fyrir hár, Hagkaup, 1.999 kr. Color Me-litamaskari sem hægt er að nota á mismunandi vegu. Hentar fyrir alla hárliti og eru auðveldir í notkun. Skolast úr þegar hárið er þvegið með sjampói.
Litamaskari fyrir hár, Hagkaup, 1.999 kr. Color Me-litamaskari sem hægt er að nota á mismunandi vegu. Hentar fyrir alla hárliti og eru auðveldir í notkun. Skolast úr þegar hárið er þvegið með sjampói.

Au naturel

Náttúruleg áferð hársins er svo falleg í sínu eðlilega ástandi eins og sést á þessum dívum. Rokkaðu krullurnar þínar ef þú ert svo heppin að vera með þær!
Stórt og mikið hár er guðdómlegt eins og sést hér á þessari sjarmadívu.
Afró í seventís-stíl er svo fallegt.
Ætli permið eigi kombakk á næstunni?
Þvílíkt listaverk sem þetta hár er.
Ef þú ert ekki náttúrulega með liði eða krullur er auðvitað hægt að framkalla þær með permi eða litlu krullujárni.
Mótunarvara fyrir krullur og liði, Hagkaup, 5.699 kr.
Hárolía, Hagkaup, 4.699 kr. Magic Elixir Scalp and Hair Oil Treatment er hárolía sem notast fyrir hárþvott fyrir mýkra og heilbrigðara hár og hentar öllum hárgerðum.

Litlir toppar

Toppar í anda tíunda áratugsins eru hámóðins í dag en toppar eru yfirhöfuð mjög vinsælir hjá frönsku konunum.
Kjút næntís-stíll.
Þykkur þvertoppur.
Kæruleysislegur og kúl.
Trés chic!
Við elegant snúð.
Sjampó, Elira, 3.990 kr. Superfood-sjampóið inniheldur formúlu með náttúrulegum sykri og kókos sem á mildan hátt hreinsar hársvörð og hár án þess að draga úr náttúrulegum olíum. Magnað Baobab-prótein hefur sýnt fram á að auka glans og styrk, vernda, róa og auka mýkt. Náttúrulegt pomegranate-seyði veitir raka og verndar. Inniheldur einnig náttúrulegt Aloe Vera sem róar hársvörðinn.
Hárnæring, Elira, 4.590 kr.

Meira úr fegurð

Fegurð

Sumarlína Chanel er hönnuð fyrir nútímafólk á ferðinni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Bjútí tips frá Sofiu Richie sem allir eru að missa sig yfir

Fegurð

Topp tips frá hárgreiðslu­meistara

Fegurð

Vorlína Chanel er byggð á íkoníska rauða litnum

Fegurð

Stærsta bjútí trendið í dag-hefurðu prófað?

Fegurð

Hárvörur sem gera við hárið innan frá slá í gegn

Fegurð

Brúnkan sem breytir leiknum