VERTU MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM
Í hverjum mánuði vinnur heppinn póstlistavinur HÉR ER 15.000 kr. gjafakort frá Smáralind!
Það hefur sjaldan verið jafn gaman að fylgjast með straumum og stefnum í hári en við fögnum raunverulega fjölbreytileikanum í dag. Hvort sem þú fílar kæruleysislegan snúð í anda Pamelu Anderson, svokallaða Pixie-klippingu sem Mia Farrow gerði ódauðlega í Rosemary´s Baby eða eitthvað nútímalegt eins og skærlita lokka, ættirðu að geta fundið eitthvað sem undirstrikar þinn einstaka persónuleika og stíl. Skoðum saman hárið á stílstjörnunum á nýafstaðinni tískuviku í Parísarborg.