Messy Bun
Kæruleysislegar uppgreiðslur í anda Pamelu Anderson eru að trenda.
Bob og lob
Bob-klippingin er alltaf tískó en lengri bróðirinn Lob er líka vinsæll í dag. Ef keilujárn eða sléttujárn er notað í þessar stuttu klippingar er það nánast eingöngu til að gera léttar „beyglur" en ekki krullur eða ýkta liði.
Wet Look
Þær voru ófáar stílstjörnurnar sem sportuðu vel stíliseruðu Wet-Look-i þar sem partur af hárinu lítur út fyrir að vera blautt en það getur verið ákveðinn höfuðverkur að framkvæma með allskyns hárvörum, spennum og hárblæstri.
Hálft upp, hálft niður
Stelpulegar greiðslur eins og hálft upp, hálft niður sáust líka á stjörnum á borð við Jessica Alba á tískuviku. Það góða við þetta lúkk er að það er einfalt að apa eftir og skothelt við hvaða tilefni sem er.
Pixie og mullet
Svokölluð pixie-klipping hefur verið móðins af og til frá því Mia Farrow sportaði einni slíkri í Rosemary´s Baby. Öppdeituð útgáfa er að trenda en líka þær sem minna okkur á níunda áratuginn eða gamla, góða mulletið.
Litríkir lokkar
Við höfum sjaldan orðið vitni að annarri eins litasprengju eins og í hártískunni í dag. Pasteltónarnir eru enn að trenda en einnig sterkari grunnlitir eins og grænn og blár. Fyrir þau ykkar sem þora er þetta geggjað ferskt og skemmtilegt!
Au naturel
Náttúruleg áferð hársins er svo falleg í sínu eðlilega ástandi eins og sést á þessum dívum. Rokkaðu krullurnar þínar ef þú ert svo heppin að vera með þær!
Litlir toppar
Toppar í anda tíunda áratugsins eru hámóðins í dag en toppar eru yfirhöfuð mjög vinsælir hjá frönsku konunum.