Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, förðunarfræðingur hjá MAC segir góðan andlitshreinsi og rakakrem kvölds og morgna vera einfalt en mikilvægt skref í húðrútínunni.
Léttir farðar, hyljarar og púður henta yngra fólkinu vel. Oftast er bara ekki þörf á meiru og þær vörur eru einmitt vinsælastar núna. Extended Play-maskarinn okkar frá MAC er líka mjög sniðugur en hann er vatnsheldur upp að 38° hita svo það er þæginlegt að taka hann af sér í lok dags en hann helst vel á augnhárunum allan daginn. Sprotinn á honum er líka þunnur svo þú kemst alveg upp að augnhárarótinni og þá er auðvelt að lengja bæði efri og neðri augnhárin.
Förðunarvörur fyrir flott fermingarlúkk
Húð-og förðunarvörurnar frá MAC fást í versluninni MAC í Smáralind.
Stærstu förðunartrendin
"Ljómandi húð, glossaðar varir og eyelinerar eru mest í tísku núna. Það skemmtilegasta við eyelinera er að fjölbreytnin sem fylgir þeim er svo mikil, þú getur gert allt frá léttri, einfaldri línu eða farið alveg út í grafíska linera. Eftir að Euphoria-þættirnir komu út byrjaði maður að sjá fólk nota stærri og litríkari eyelinerar, jafnvel glimmer líka, sem er ekkert smá skemmtilegt," segir Kolfinna.
Kristín Ólafsdóttir er starfsmaður í The Body Shop en hún segir mikilvægast í húðumhirðu að næra húðina með léttu rakakremi og hreinsa hana vel.
"Fyrir venjulega og út í þurra húð mæli ég með Aloe-línunni okkar. Sú lína inniheldur hvorki ilm- né litarefni. Þá t.d. Aloe Foam Wash, Aloe Toner og Aloe Day Cream. Ef húðin er aðeins olíukennd þá mæli ég með Tea Tree-línunni og E Vítamín Gel-kreminu. Þá t.d. Tea Tree Facial Wash, Tea Tree Toner og létt rakakrem, helst olíulausu eins og E Vítamín Gel -kreminu," segir Kristín.
Rakel Ósk Guðbjartsdóttir, snyrtifræðingur og eigandi Elira snyrtivöruverslunar í Smáralind segir mikilvægt að nota sólarvörn, bera á sig gott rakakrem og ekki gleyma að þrífa húðina kvölds og morgna.
Hvaða vörum mælir þú með til að hreinsa húðina?
Ég mæli með mildum hreinsi sem er auðveldur í notkun, því það sem skiptir mestu máli er að tileinka sér að þrífa húðina á hverjum degi. Þá má þetta ekki vera of flókið.
Hvaða dagkremi mælirðu með?
Nauðsynlegt er að finna gott krem sem hentar hverri húðtýpu fyrir sig. Sumir þurfa góðan raka á meðan aðrir þurfa krem til að jafna út fituframleiðslu húðarinnar. Því er mjög gott að koma og hitta okkur hérna í versluninni og fá aðstoð með hvað er best að nota fyrir hvern og einn.
Mælirðu með góðu lituðu dagkremi?
Gott er að velja litað dagkrem sem inniheldur sólarvörn, þá ertu búin að slá tvær flugur í einu höggi.
Er sérstök vörulína ætluð þessum aldri?
Oftast eru það línur sem eru sérstaklega til að draga úr bólum og fituframleiðslu en það þarf að passa að það hentar ekki öllum.
Hverjar eru vinsælustu vörurnar hjá unga fólkinu?
Brúnkuvörur eru mjög vinsælar og sérstaklega fyrir svona stóra daga eins og fermingardaginn. Sólarpúður og maskari, annars er þessi aldur bara rétt byrjaður að dýfa tánum í þennan heim og eru ekki farin að nota mikið af vörum dagsdaglega.
Sérðu einhver stór trend í gangi núna?
Gua Sha og andlitsrúllur eru stór trend núna ásamt allskonar skemmtilegum og furðulegum Tik Tok-ráðum.
Einhverjar vörur sem eru sérstaklega ætlaðar húð sem fær gjarnan bólur?
Það er ýmislegt hægt að gera sem hjálpar til við að draga úr bólum en besta leiðin er að láta þær alveg í friði þó það sé erfitt.
Í förðunarvörum er vinsælast að vera með létt litað dagkrem eða bb/cc-krem og kremaðar vörur sem gefa fallegan ljóma eins og t.d fallegan highlighter sem er hægt að nota á kinnbein, augnbein og nefhrygginn til að fanga ljósið og svo góðan maskara. Fyrir svona unga húð þá er betra að nota ekki of mikið.