Fara í efni

Húð og förðun á fermingar­daginn

Fegurð - 7. mars 2022

Fermingardagurinn markar stór tímamót í lífi margra barna og eðlilega vilja allir vera upp á sitt besta og ljóma á stóra daginn. Góð húðumhirða spilar stóra rullu en svo er líka mikilvægt að kunna vel til verka og nota réttu snyrtivörurnar þegar skapa á fermingarlúkkið. HÉRER tók nokkra bjútí-sérfræðinga tali sem mæla með réttu vörunum fyrir unga fólkið.

Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, förðunarfræðingur hjá MAC segir góðan andlitshreinsi og rakakrem kvölds og morgna vera einfalt en mikilvægt skref í húðrútínunni.

Lightul C andlitshreinsirinn frá MAC er frábær og hentar vel fyrir allar húðtýpur en hann hreinsar, frískar og birtir upp á húðina. Hann er kremaður en verður froðukenndur þegar hann er borinn á og með reglulegri notkun dregur hann úr litamisbrigði húðarinnar.
Studio Moisture-rakakremið er gott að nota bæði kvölds og morgna. Það gefur góðan, djúpan raka og mýkir húðina. Það er líka frábært undir farða þar sem það gefur „blörring effect“ svo farðinn lítur betur út ofan á húðinni.
Face & Body farðinn er frábær fyrir dagsdaglega notkun. Hann er 40% farði og 60% vatn svo hann jafnar út húðina á mjög fallegan og náttúrulegan hátt. Hann gefur raka, er vatnsheldur og er með endingartíma upp að 8 klukkustundum. Hann hentar einnig vel fyrir allar húðtegundir og kemur í góðu litaúrvali.

Léttir farðar, hyljarar og púður henta yngra fólkinu vel. Oftast er bara ekki þörf á meiru og þær vörur eru einmitt vinsælastar núna. Extended Play-maskarinn okkar frá MAC er líka mjög sniðugur en hann er vatnsheldur upp að 38° hita svo það er þæginlegt að taka hann af sér í lok dags en hann helst vel á augnhárunum allan daginn. Sprotinn á honum er líka þunnur svo þú kemst alveg upp að augnhárarótinni og þá er auðvelt að lengja bæði efri og neðri augnhárin.

Face & Body-farðinn og Mineralize Skinfinish-sólarpúðrið er að slá í gegn núna hjá unga fólkinu. Powerglass plumping-glossarnir okkar hafa líka aldrei verið vinsælli en þessar þrjár vörur spila vel saman og skapa frísklegt lúkk!
Studio Tech-farðinn frá MAC er góður til að hylja bólur eða roða í húðinni en hann er með miðlungsþekju. Ef þörf er á er svo alltaf hægt að bæta smá hyljara yfir einstaka bólur en Studio Fix 24 hour-hyljarinn er frábær fyrir það!
Hér má sjá náttúrulega og fallega fermingarförðun eftir Kolfinnu hjá MAC.

Förðunarvörur fyrir flott fermingarlúkk

A Natural Flirt-augnskuggi.
Extended Play-maskari.
Dainty-kinnalitur.
Face & Body-farði.
Cultured Gloss.

Húð-og förðunarvörurnar frá MAC fást í versluninni MAC í Smáralind.

Stærstu förðunartrendin

"Ljómandi húð, glossaðar varir og eyelinerar eru mest í tísku núna. Það skemmtilegasta við eyelinera er að fjölbreytnin sem fylgir þeim er svo mikil, þú getur gert allt frá léttri, einfaldri línu eða farið alveg út í grafíska linera. Eftir að Euphoria-þættirnir komu út byrjaði maður að sjá fólk nota stærri og litríkari eyelinerar, jafnvel glimmer líka, sem er ekkert smá skemmtilegt," segir Kolfinna.

Sjónvarpsþættirnir Euphoria hafa gríðarlega mikil áhrif á förðunartískuna og eyelinerar vinsælir sem aldrei fyrr í öllum stærðum og gerðum.

Kristín Ólafsdóttir er starfsmaður í The Body Shop en hún segir mikilvægast í húðumhirðu að næra húðina með léttu rakakremi og hreinsa hana vel.

"Fyrir venjulega og út í þurra húð mæli ég með Aloe-línunni okkar. Sú lína inniheldur hvorki ilm- né litarefni. Þá t.d. Aloe Foam Wash, Aloe Toner og Aloe Day Cream. Ef húðin er aðeins olíukennd þá mæli ég með Tea Tree-línunni og E Vítamín Gel-kreminu. Þá t.d. Tea Tree Facial Wash, Tea Tree Toner og létt rakakrem, helst olíulausu eins og E Vítamín Gel -kreminu," segir Kristín.

Aloe-línan hentar ungri húð vel þar sem hún er án ilmefna, litarefna og viðbættra rotvarnarefna og er því sérstaklega mild og góð.
Soap Brows er búið að vera sérstaklega áberandi trend og Mango sápan er vinsælust til að skapa það augabrúnalúkk. Fyrir þær sem vilja ekki alveg jafn áberandi brúnir er Brow & Lash gelið frá The Body Shop sívinælt og gefur náttúrulegra útlit en sápan.
Tea Tree-línan er sérstaklega góð á bólur, eins og t.d. Tea Tree-olían eða Tea Tree-bólubaninn. Það eru vörur sem bornar eru beint á bólur til að þurrka þær upp.

Förðunarvörur fyrir flott fermingarlúkk

The Body Shop, 3.790 kr.
The Body Shop, 2.990 kr.
The Body Shop, 2.390 kr.
The Body Shop, 1.490 kr.
The Body Shop, 1.760 kr.

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir, snyrtifræðingur og eigandi Elira snyrtivöruverslunar í Smáralind segir mikilvægt að nota sólarvörn, bera á sig gott rakakrem og ekki gleyma að þrífa húðina kvölds og morgna.

Hvaða vörum mælir þú með til að hreinsa húðina?

Ég mæli með mildum hreinsi sem er auðveldur í notkun, því það sem skiptir mestu máli er að tileinka sér að þrífa húðina á hverjum degi. Þá má þetta ekki vera of flókið.

Hvaða dagkremi mælirðu með?

Nauðsynlegt er að finna gott krem sem hentar hverri húðtýpu fyrir sig. Sumir þurfa góðan raka á meðan aðrir þurfa krem til að jafna út fituframleiðslu húðarinnar. Því er mjög gott að koma og hitta okkur hérna í versluninni og fá aðstoð með hvað er best að nota fyrir hvern og einn.

Mælirðu með góðu lituðu dagkremi?

Gott er að velja litað dagkrem sem inniheldur sólarvörn, þá ertu búin að slá tvær flugur í einu höggi.

Er sérstök vörulína ætluð þessum aldri?

Oftast eru það línur sem eru sérstaklega til að draga úr bólum og fituframleiðslu en það þarf að passa að það hentar ekki öllum.

Hverjar eru vinsælustu vörurnar hjá unga fólkinu?

Brúnkuvörur eru mjög vinsælar og sérstaklega fyrir svona stóra daga eins og fermingardaginn. Sólarpúður og maskari, annars er þessi aldur bara rétt byrjaður að dýfa tánum í þennan heim og eru ekki farin að nota mikið af vörum dagsdaglega.

Sérðu einhver stór trend í gangi núna?

Gua Sha og andlitsrúllur eru stór trend núna ásamt allskonar skemmtilegum og furðulegum Tik Tok-ráðum.

Einhverjar vörur sem eru sérstaklega ætlaðar húð sem fær gjarnan bólur?

Það er ýmislegt hægt að gera sem hjálpar til við að draga úr bólum en besta leiðin er að láta þær alveg í friði þó það sé erfitt.

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir, snyrtifræðingur og eigandi snyrtivöruverslunarinnar Elira í Smáralind.
Í förðunarvörum er vinsælast að vera með létt litað dagkrem eða bb/cc-krem og kremaðar vörur sem gefa fallegan ljóma eins og t.d fallegan highlighter sem er hægt að nota á kinnbein, augnbein og nefhrygginn til að fanga ljósið og svo góðan maskara. Fyrir svona unga húð þá er betra að nota ekki of mikið.
Hægt er að panta förðun hjá Elira í Smáralind en hér má sjá gott dæmi um mjög náttúrulega og ljómandi förðun sem passar vel á fermingardaginn.

Förðunarvörur fyrir flott fermingarlúkk

Þessar vörur fást hjá Elira í Smáralind.
Marc Inbane-brúnkuvörur, Elira.
Rms Beauty, Elira, Smáralind.
Youngblood-sólarpúður, Elira, 7.790 kr.
Chanel, Elira, Smáralind.
Maskari frá Sweed Lashes, Elira, 3.990 kr.
Rms-snyrtivörurnar eru tilvaldar í fermingarförðun en þær innihalda náttúruleg innihaldsefni og gefa húðinni einstakan ljóma. Hægt er að nota sem augnskugga, bronser og highlighter.
Mikilvægast er að leyfa náttúrulegri fegurð fermingarbarnsins að njóta sín.

Meira úr fegurð

Fegurð

Stærsta bjútítrend ársins

Fegurð

Hár og fegurð á hátískuviku í París

Fegurð

Ljómaðu með okkur í sumar

Fegurð

Best í bjútí

Fegurð

Förðunarfræðingar mæla með þessum snyrtivörum og þær fást núna á Íslandi!

Fegurð

Spennandi snyrtivörur frá Lancôme á Tax Free

Fegurð

Sjúklega sæt sumarlína Nailberry á Tax Free

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!