Fara í efni

Húðvörurnar sem Hollywood-stjörnurnar elska eru komnar til landsins

Fegurð - 27. janúar 2023

Dr. Barbara Sturm hefur skapað sér gott orðspor sem drottning húðumhirðu en vörurnar hennar eru í daglegri rútínu Hollywood-stjarna á borð við Hailey og Justin Bieber og Kim Kardashian. Nú getum við loksins kynnt okkur vörurnar á eigin skinni þar sem þær fást í Elira í Smáralind.

Dr. Barbara Sturm er frumkvöðull í svokölluðum plasma-andlitsböðum sem stjörnurnar hafa slegist um að komast í en húðvörulínan sem ber nafnið hennar hefur selst í bílförmum síðustu árin. Hún leggur áherslu á frábæra virkni og formúlur sem eru mildar og bólgueyðandi en leggur minna uppúr glamúrvæddum pakkningum og markaðssetningu.

Dr. Barbara Sturm er húðsérfræðingurinn sem stjörnurnar leita til.
Á vefsíðu Barbara Sturm er hægt að sjá fyrir og eftir-myndir sem eru hálfótrúlegar!
Húðumhirða sem hefur vísindin á bakvið sig er það sem koma skal. Sem læknir sé ég konur og stúlkur allt niður í táningsaldurinn koma til mín og búast við skyndilausnum. En ég býð uppá réttu innihaldsefnin og húðvörur sem hjálpa til við að styrkja húðina til að bæta langtíma heilsu hennar.

Vörulína Dr. Barbara Sturm inniheldur meðal annars rakadropa, kröftug serum og lúxus-andlitskrem. Húðvörur sem eru pakkaðar af dugmiklum andoxunarefnum og öðrum innihaldsefnum sem styrkja og endurnæra húðina á frumustigi. Vörurnar hennar draga úr stresseinkennum húðarinnar og hjálpa til við að ná aftur fram heilbrigðum ljóma og draga úr ótímabærri öldrun hennar. Vörurnar eru þróaðar fyrir þau sem vilja einfalda en áhrifaríka húðumhirðu og velja vörur sem vinna í því að græða húðina en eru ekki of agressívar. Þær innihalda öflug lykilinnihaldsefni sem hafa verið rannsökuð í þaula með tilliti til eiginleika og virkni.

Dr. Barbara Sturm

Andlitskrem, Elira, 24.990 kr.
C-vítamín serum, Elira, 19.990 kr.
Andlitsskrúbbur, Elira, 8.490 kr.
Ljómadropar, Elira, 19.990 kr.
Varasalvi, Elira, 6.990 kr.

Húðvörurnar frá Barbara Sturm fást nú í Eliru í Smáralind sem er hágæðasnyrtivöruverslun með einstaka þjónustu.

Kim Kardashian vakti heimsathygli þegar hún sýndi frá því þegar hún fór í svokalla vampíru-húðmeðferð hjá Barbara Sturm en í henni er eigið blóð notað í þeim tilgangi að styrkja húðina og vinna gegn öldrunanartengdum bólgum.

Hér er hægt að kynna sér Dr. Barbara Sturm betur!

Dr. Barbara Sturm, Elira, Smáralind.

Meira úr fegurð

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum

Fegurð

Eitt vinsælasta húðvörumerki heims komið í Lyfju og það er á frábæru verði!

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með bestu snyrtivörunum á Tax Free afslætti