Kostir þess fyrir húðina eru margir og vel þekktir en best er það þó í að vinna á tón húðarinnar. C-vítamín leysir upp sindurefni í húðinni sem eru eiturefni sem leika frjálst um húðina okkar og geta dekkt tón hennar og gefið henni þreytulegt yfirbragð. Með því að bæta C-vítamíni við þína rútínu vinnurðu á vandamálum eins og litablettum, dökkum tónum og ójöfnum húðlit um leið og sýnileiki einkenna öldrunar í húðinni verður minni. Húðin fær meiri raka, hún verður sterkari, stinnari og hrukkur og línur verða minna sjáanlegar.
Til að fá sem mesta virkni úr innihaldsefnunum í húðvörunum er gott að nota fá í sömu rútínu og vanda valið vel. Einnig er mikilvægt að velja réttan tíma dags fyrir hvert og eitt innihaldsefni. C-vítamín ætti t.d. alltaf að nota á morgnanna þar sem virkni þess eykst í sólarljósi – en um leið er mjög mikilvægt að nota sólarvörn svo virknin verði ekki of mikil.

Nýlega kom á markað hér á Íslandi serum frá La Roche-Posay, Vitamin C10 Serum. Formúlan er öflug en hún inniheldur 10% af hreinu C vítamíni, formúlan inniheldur auk þess salicylic sýru og neurosensine.
Förum aðeins yfir hvað innihaldsefnin í seruminu gera.

C-vítamín
Andoxunarefni sem gefur húðinni aukinn ljóma, það fer djúpt inní húðina og örvar kollagenframleiðslu hennar og dregur þannig um leið úr einkennum öldrunar. Húðin verður ljómandi falleg og fær sléttari og þéttari áferð.
Salisýlsýra
BHA-sýra sem hjálpar húðinni að losa sig við dauðar húðfrumur svo hún endurnýjar sig hraðar og fær þannig jafnari og sléttari áferð. Með því að losa burtu dauðar húðfrumur komast virk innihaldsefni dýpra inní húðina og veita betri virkni.
Neurosenine
Innihaldefni sem róar húðina, hentar sérstaklega vel fyrir viðkvæma húð. Það hjálpar henni að byggja upp þol og varnir með því að róa annan pirring sem getur legið í henni. Með því að nota Neurosensine í þinni húðrútínu nær húðin að slaka vel á á meðan virk innihaldsefni skila árangri.
En hvernig er best að nota serum í húðrútínunni? Svarið er einfalt-á hreina húð!
Það þarf alls ekki að nota mikið í einu, einn dropi fer mjög langt! Nuddið formúlunni vel inn og leyfið húðinni að draga vel í sig virknina áður en þið notið dag- eða næturkrem, þannig lokið þið næringuna inni í húðinni.

Vörurnar frá La Roche-Posay færðu í Lyfju í Smáralind. Nú standa yfir serum-dagar hjá merkinu svo þú færð 15% afslátt af öllum serumum og sérstök lúxus prufa af Hyalu B5 fylgir með öllum keyptum serumum á meðan birgðir endast.